Ódýr og örugg orka til heimila kemur orkuskorti ekkert við Björg Eva Erlendsdóttir skrifar 12. desember 2023 18:01 Stórnotendur raforku koma nú fram í fjölmiðlum og mótmæla nauðsynlegu frumvarpi um forgang heimilanna að öruggri raforku á hóflegu verði. Tala um afturför, miðstýringu, brot á samkeppnislögum og neyðarástand vegna orkuskorts. Þessi orkufreku fyrirtæki eru á móti því að tryggja heimilum og litlum fyrirtækjum brot af allri raforkunni af sameiginlegri orkuauðlind í eigu þjóðarinnar. Stórnotendur nýta nú 85 prósent orkunnar. Það er mikið álag á náttúruna. Heimilin nota fimm prósent. Þessar kvartanir hafa ekkert með skort að gera. Það er verið að kalla eftir meðvitaðri ákvörðun um að selja hæstbjóðanda alla raforkuna okkar, alltaf. Við þetta á ekki að una og við þetta geta ekki aðrir en stórnotendur keppt. Náttúran má sín einskis í þessum aðstæðum frekar en fólkið í landinu. Aðgangur að raforku og heitu vatni á sanngjörnu verði er ennþá grundvöllur velsældar okkar og hann ætti að tryggja um ókomna tíð. Því sannarlega er eftirspurnin endalaus. Orkuöryggi heimila og lítilla fyrirtækja gæti horfið á örskotsstundu nái sjónarmið stórnotenda fram að ganga. Um það eru slæm dæmi í nágrannalöndum, til dæmis Noregi þar sem orkuverð til heimilanna sveiflast upp í hæstu hæðir, eftir lögmálum markaðarins, þótt orkuframleiðsla sé gríðarleg. Þetta getur líka gerst hér. Samtökin og fyrirtækin sem mótmæla nú frumvarpi til laga um raforkuöryggi heimila eru Alcoa Fjarðarál, Norðurál, Viðskiptaráð, Samtök atvinnulífsins, Samál, Samtök iðnaðarins, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, HS orka, Veitur og Orka náttúrunnar. Með því að leggjast gegn orkuöryggi heimilanna setja þau eigin hagnað ofar almannahagsmunum. Landvernd tekur heilshugar undir með forstjóra Landsvirkjunar sem segir að í litlu og lokuðu raforkukerfi, eins og á Íslandi, virki markaðslögmál ekki vel. Þegar skortur sé á orku geti verðið margfaldast. Bráðnauðsynlegt frumvarp orku, umhverfis og auðlindaráðherra, sem tryggir heimilum raforku á hóflegu verði ætti að vera óumdeilt og það kemur orkuskorti ekkert við, þótt ýmsir þingmenn velji að tengja það við meint „neyðarástand“ gagnavera og stóriðju. Lög um trygga og ódýra orku til heimilanna eiga ekki að vera tímabundin, heldur varanleg. Hvernig sem árar í orkumálum landsins, að mati þeirra sem vilja setja bæði fólkið í landinu og náttúruna sjálfa á markaðstorg stórnotenda. Íslendingar lifa ekki við hagstætt veðurfar, en hér er gott að búa við öruggan hita og rafmagn, þótt kaldir vindar næði. Orkan er sameign þjóðarinnar sem á að nýtast varlega í þágu þjóðar og náttúru. Raforkukostnaður er engu að síður stór liður í útgjöldum margra heimila í landinu og ekki er þar á bætandi. Stjórnvöldum ber að standa vörð um náttúru og almenning og forgangsraða í þágu almennings, orkuskipta og starfsemi sem ekki ryksugar upp alla orku sem mögulegt er að framleiða í landinu. Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Björg Eva Erlendsdóttir Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Stórnotendur raforku koma nú fram í fjölmiðlum og mótmæla nauðsynlegu frumvarpi um forgang heimilanna að öruggri raforku á hóflegu verði. Tala um afturför, miðstýringu, brot á samkeppnislögum og neyðarástand vegna orkuskorts. Þessi orkufreku fyrirtæki eru á móti því að tryggja heimilum og litlum fyrirtækjum brot af allri raforkunni af sameiginlegri orkuauðlind í eigu þjóðarinnar. Stórnotendur nýta nú 85 prósent orkunnar. Það er mikið álag á náttúruna. Heimilin nota fimm prósent. Þessar kvartanir hafa ekkert með skort að gera. Það er verið að kalla eftir meðvitaðri ákvörðun um að selja hæstbjóðanda alla raforkuna okkar, alltaf. Við þetta á ekki að una og við þetta geta ekki aðrir en stórnotendur keppt. Náttúran má sín einskis í þessum aðstæðum frekar en fólkið í landinu. Aðgangur að raforku og heitu vatni á sanngjörnu verði er ennþá grundvöllur velsældar okkar og hann ætti að tryggja um ókomna tíð. Því sannarlega er eftirspurnin endalaus. Orkuöryggi heimila og lítilla fyrirtækja gæti horfið á örskotsstundu nái sjónarmið stórnotenda fram að ganga. Um það eru slæm dæmi í nágrannalöndum, til dæmis Noregi þar sem orkuverð til heimilanna sveiflast upp í hæstu hæðir, eftir lögmálum markaðarins, þótt orkuframleiðsla sé gríðarleg. Þetta getur líka gerst hér. Samtökin og fyrirtækin sem mótmæla nú frumvarpi til laga um raforkuöryggi heimila eru Alcoa Fjarðarál, Norðurál, Viðskiptaráð, Samtök atvinnulífsins, Samál, Samtök iðnaðarins, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, HS orka, Veitur og Orka náttúrunnar. Með því að leggjast gegn orkuöryggi heimilanna setja þau eigin hagnað ofar almannahagsmunum. Landvernd tekur heilshugar undir með forstjóra Landsvirkjunar sem segir að í litlu og lokuðu raforkukerfi, eins og á Íslandi, virki markaðslögmál ekki vel. Þegar skortur sé á orku geti verðið margfaldast. Bráðnauðsynlegt frumvarp orku, umhverfis og auðlindaráðherra, sem tryggir heimilum raforku á hóflegu verði ætti að vera óumdeilt og það kemur orkuskorti ekkert við, þótt ýmsir þingmenn velji að tengja það við meint „neyðarástand“ gagnavera og stóriðju. Lög um trygga og ódýra orku til heimilanna eiga ekki að vera tímabundin, heldur varanleg. Hvernig sem árar í orkumálum landsins, að mati þeirra sem vilja setja bæði fólkið í landinu og náttúruna sjálfa á markaðstorg stórnotenda. Íslendingar lifa ekki við hagstætt veðurfar, en hér er gott að búa við öruggan hita og rafmagn, þótt kaldir vindar næði. Orkan er sameign þjóðarinnar sem á að nýtast varlega í þágu þjóðar og náttúru. Raforkukostnaður er engu að síður stór liður í útgjöldum margra heimila í landinu og ekki er þar á bætandi. Stjórnvöldum ber að standa vörð um náttúru og almenning og forgangsraða í þágu almennings, orkuskipta og starfsemi sem ekki ryksugar upp alla orku sem mögulegt er að framleiða í landinu. Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar.
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun