Eftirmæli – orð til Vinstri grænna Kolbrá Höskuldsdóttir skrifar 11. desember 2023 09:00 Það eru 7000 börn látin í dag á Gaza án þess að við fordæmum voðaverkin né slítum stjórnmálasambandi við Ísræl og tveir palestínskir drengir þurfa að óttast það daglega að vera vísað héðan úr landi. --- Mig langar að segja að árið sé 2003. Það var hringt og ágætur maður sem ég var nýlega búin að kynnast, á línunni og vildi að ég tæki sæti hjá VG, en alþingiskosningar voru handan við hornið. Mér varð orðavant, enda þó að ég hafi haft allskonar skoðnir á pólitík í gegnum tíðina, hafði hvorki hvarflað að mér að ganga í flokk, hvað þá að trana mér fram á framboðslista. Varð smá upp með mér, en svo að alls sannleika sé gætt, þá kom þetta ekki til vegna minna kosta né skörungsskapar, því í raun og sann hafði systur mín, sem barist hafði hart fram í náttúruverndarmálum, verið boðið þetta sama sæti, en hafnað. En skítt með það, hver er svo sem að horfa í svoleiðis smámuni, að sjálfsögðu ætlaði ég að raða mér í fylkingu þessa afbragðs hugsjónarfólks, þar sem jafnrétti kynjanna, náttúruvernd, fordæming á hvers kyns hervaldi, spillingu og öðrum réttlætis- og baráttumálum yrði barist fyrir. Sætið var að vísu einhvers staðar fyrir aftan það tíunda, en hver var svo sem að telja. Flokkurinn mældist ekki stór, en þarna var alvöru fólk, með alvöru hugsjónir, hugsjónir um betri heim, réttlátari heim og var til í að leggja á sig mikla vinnu við að ná því markmiði. Einmitt sumt af því sama fólki og situr núna í ráðherrastólum og á alþingi. Nákvæmlega 20 árum síðar lít ég yfir sviðið og óendanleg depurð þyrmir yfir. Já og reiði. Vegna þess að hugsjón skiptir máli og atkvæði skiptir máli. Það að útmála sig flokk jafnréttis, mannúðar og fá fólk til þess að kjósa sig í þeirri trú og standa síðan hjá þegar einn sá skelfilegasti atburður sem er að gerast á þessari öld í beinni útsendingu, er fyrirlitlegt. Það er aumt. Það er lægst. Vera síðan rasandi bit á köttinn, þegar fyrrum félagar koma með réttmæta gagnrýni, hofmóðug yfir að fólki blöskri framgangan, tjaaa eða ættum við máski að segja frekar, framgönguleysið. Kannski eru það góðu sætin, launin, allar skemmtilegu fríu ferðirnar og stanslausar rándýrar ráðstefnunar, en hvers vegna þið áttið ykkur ekki á því þegar fólki sem eitt sinn trúði á og kaus ykkur, létu atkvæðin sín í ykkar hendur og treysti er misboðið, verð ég að segja að skilur mig eftir furðulostna. Það er meiriháttar sambandsrof sem orðið hefur. Fylgið tætist af og eitt sinn vinsælasti stjórnmálamaður sögunnar, hæddur og spottaður, virðist algerlega ofurseld sambandi sínu við formann Sjálfstæðisflokksins og stefnu hans. Umbunar jafnvel arfavond störf með betra og þægilegra embætti og gefur þ.a.l. fordæmi í fyrsta sinn í íslenskri stjórnsýslu fyrir slíku. Lætur síðan ekki ná í sig þegar „uppáhalds“ skandalíserar í erlendum fjölmiðlum þar sem árás er ekki árás, en ber sér síðan á brjóst engu að síður þegar að loksins þingsályktun um málið var lögð fram mánuði síðar, þegar þúsundir barna lágu í valnum. Hinsvegar ekki orð um að fordæma aðgerðir Ísrælsmanna, ekki orð um að slíta stjórnmálasambandi við þá. Bara ekki stafur. Ekki aukatekið orð um það þegar börn eru myrt í þúsundatali, heldur flogið frekar á enn eina ráðstefnuna, þvert yfir heiminn. Á ráðstefnu sem nánast er talið víst að skili litlu sem engu, en kostaði okkur skattgreiðendur eflaust töluverðan skildinginn. Lengi lifi umhverfisstefna flokksins og kolefnissporin! Nú þegar þetta er skrifað, eru 17 þúsund manns fallnir á Gaza, þar af 7000 börn. Sjöþúsund börn Vinstri Grænir og á meðan gerið þið ósköp fátt, nema móðgast yfir því að formaður ykkar og yfirmaður ríkisstjórnarinnar er gagnrýndur. Sú sama sem þið sögðuð sjálf í ykkar eigin slagorði „Það skiptir máli hver stjórnar!“. Er foringjadýrkunin og meðvirknin í VG orðin álíka lasin og á tímum DO hjá Sjálfstæðisflokknum? Um hvað talið þið þegar flokksráðsfundir eða landsfundir eru haldnir, allir bara hressir og til í þetta? Og til að bíta höfuðið af skömminni, á síðan að vísa palestínskum börnum hér úr landi. Börnum sem eru hér í vari og una sér vel þó þau viti fátt ef nokkuð um örlög fjölskyldu sinnar á Gaza og eru að sjálfsögðu yfirkomin af áhyggjum vegna þessa, en þurfa núna að óttast um sín eigin í ofanálag. Á hvaða plani er mennskan okkar komin þegar álíka gjörningur er hugleiddur og hvernig stendur á því að það þarf meira að segja að standa fyrir því að mótmæla slíkri óhæfu? Án efa getið þið vafalaust skýlt ykkur á bak við og sennilega gerið, ísdrottninguna frá Hveragerði og að hún stjórni þessum málaflokki, en ef það skiptir máli hver stjórnar, þá væri nú einmitt verkstjóra ríkisstjórnarinnar í lófa lagið, að sýna það í verki einmitt núna. Ef ekki, þá vona ég einfaldlega að öll fínheitin við að setjast á þing og viðurgjörningurinn sem því fylgdi, hafi verið þess virði. Það eru 7000 börn látin í dag á Gaza án þess að við fordæmum voðaverkin né slítum stjórnmálasambandi við Ísræl og tveir palestínskir drengir þurfa að óttast það daglega að vera vísað héðan úr landi. Það verða vond eftirmæli Vinstri Grænir. Höfundur er bókmennta- og þjóðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Halldór 20.07.2023 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Það eru 7000 börn látin í dag á Gaza án þess að við fordæmum voðaverkin né slítum stjórnmálasambandi við Ísræl og tveir palestínskir drengir þurfa að óttast það daglega að vera vísað héðan úr landi. --- Mig langar að segja að árið sé 2003. Það var hringt og ágætur maður sem ég var nýlega búin að kynnast, á línunni og vildi að ég tæki sæti hjá VG, en alþingiskosningar voru handan við hornið. Mér varð orðavant, enda þó að ég hafi haft allskonar skoðnir á pólitík í gegnum tíðina, hafði hvorki hvarflað að mér að ganga í flokk, hvað þá að trana mér fram á framboðslista. Varð smá upp með mér, en svo að alls sannleika sé gætt, þá kom þetta ekki til vegna minna kosta né skörungsskapar, því í raun og sann hafði systur mín, sem barist hafði hart fram í náttúruverndarmálum, verið boðið þetta sama sæti, en hafnað. En skítt með það, hver er svo sem að horfa í svoleiðis smámuni, að sjálfsögðu ætlaði ég að raða mér í fylkingu þessa afbragðs hugsjónarfólks, þar sem jafnrétti kynjanna, náttúruvernd, fordæming á hvers kyns hervaldi, spillingu og öðrum réttlætis- og baráttumálum yrði barist fyrir. Sætið var að vísu einhvers staðar fyrir aftan það tíunda, en hver var svo sem að telja. Flokkurinn mældist ekki stór, en þarna var alvöru fólk, með alvöru hugsjónir, hugsjónir um betri heim, réttlátari heim og var til í að leggja á sig mikla vinnu við að ná því markmiði. Einmitt sumt af því sama fólki og situr núna í ráðherrastólum og á alþingi. Nákvæmlega 20 árum síðar lít ég yfir sviðið og óendanleg depurð þyrmir yfir. Já og reiði. Vegna þess að hugsjón skiptir máli og atkvæði skiptir máli. Það að útmála sig flokk jafnréttis, mannúðar og fá fólk til þess að kjósa sig í þeirri trú og standa síðan hjá þegar einn sá skelfilegasti atburður sem er að gerast á þessari öld í beinni útsendingu, er fyrirlitlegt. Það er aumt. Það er lægst. Vera síðan rasandi bit á köttinn, þegar fyrrum félagar koma með réttmæta gagnrýni, hofmóðug yfir að fólki blöskri framgangan, tjaaa eða ættum við máski að segja frekar, framgönguleysið. Kannski eru það góðu sætin, launin, allar skemmtilegu fríu ferðirnar og stanslausar rándýrar ráðstefnunar, en hvers vegna þið áttið ykkur ekki á því þegar fólki sem eitt sinn trúði á og kaus ykkur, létu atkvæðin sín í ykkar hendur og treysti er misboðið, verð ég að segja að skilur mig eftir furðulostna. Það er meiriháttar sambandsrof sem orðið hefur. Fylgið tætist af og eitt sinn vinsælasti stjórnmálamaður sögunnar, hæddur og spottaður, virðist algerlega ofurseld sambandi sínu við formann Sjálfstæðisflokksins og stefnu hans. Umbunar jafnvel arfavond störf með betra og þægilegra embætti og gefur þ.a.l. fordæmi í fyrsta sinn í íslenskri stjórnsýslu fyrir slíku. Lætur síðan ekki ná í sig þegar „uppáhalds“ skandalíserar í erlendum fjölmiðlum þar sem árás er ekki árás, en ber sér síðan á brjóst engu að síður þegar að loksins þingsályktun um málið var lögð fram mánuði síðar, þegar þúsundir barna lágu í valnum. Hinsvegar ekki orð um að fordæma aðgerðir Ísrælsmanna, ekki orð um að slíta stjórnmálasambandi við þá. Bara ekki stafur. Ekki aukatekið orð um það þegar börn eru myrt í þúsundatali, heldur flogið frekar á enn eina ráðstefnuna, þvert yfir heiminn. Á ráðstefnu sem nánast er talið víst að skili litlu sem engu, en kostaði okkur skattgreiðendur eflaust töluverðan skildinginn. Lengi lifi umhverfisstefna flokksins og kolefnissporin! Nú þegar þetta er skrifað, eru 17 þúsund manns fallnir á Gaza, þar af 7000 börn. Sjöþúsund börn Vinstri Grænir og á meðan gerið þið ósköp fátt, nema móðgast yfir því að formaður ykkar og yfirmaður ríkisstjórnarinnar er gagnrýndur. Sú sama sem þið sögðuð sjálf í ykkar eigin slagorði „Það skiptir máli hver stjórnar!“. Er foringjadýrkunin og meðvirknin í VG orðin álíka lasin og á tímum DO hjá Sjálfstæðisflokknum? Um hvað talið þið þegar flokksráðsfundir eða landsfundir eru haldnir, allir bara hressir og til í þetta? Og til að bíta höfuðið af skömminni, á síðan að vísa palestínskum börnum hér úr landi. Börnum sem eru hér í vari og una sér vel þó þau viti fátt ef nokkuð um örlög fjölskyldu sinnar á Gaza og eru að sjálfsögðu yfirkomin af áhyggjum vegna þessa, en þurfa núna að óttast um sín eigin í ofanálag. Á hvaða plani er mennskan okkar komin þegar álíka gjörningur er hugleiddur og hvernig stendur á því að það þarf meira að segja að standa fyrir því að mótmæla slíkri óhæfu? Án efa getið þið vafalaust skýlt ykkur á bak við og sennilega gerið, ísdrottninguna frá Hveragerði og að hún stjórni þessum málaflokki, en ef það skiptir máli hver stjórnar, þá væri nú einmitt verkstjóra ríkisstjórnarinnar í lófa lagið, að sýna það í verki einmitt núna. Ef ekki, þá vona ég einfaldlega að öll fínheitin við að setjast á þing og viðurgjörningurinn sem því fylgdi, hafi verið þess virði. Það eru 7000 börn látin í dag á Gaza án þess að við fordæmum voðaverkin né slítum stjórnmálasambandi við Ísræl og tveir palestínskir drengir þurfa að óttast það daglega að vera vísað héðan úr landi. Það verða vond eftirmæli Vinstri Grænir. Höfundur er bókmennta- og þjóðfræðingur.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun