Körfubolti

Körfu­bolta­kvöld um Hamar: „Þarf ein­hver annar í liðinu að stíga upp og gera hluti“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jalen Moore í leik með Hamri.
Jalen Moore í leik með Hamri. Vísir/Hulda Margrét

Í síðasta þætti Körfuboltakvölds var farið yfir magnaða frammistöðu Jalen Moore í naumu tapi Hamars gegn Þór Þorlákshöfn. Teitur Örlygsson vill sjá aðra leikmenn Hamars stíga upp.

„Það verður að segjast alveg eins og er að þeir hefðu ekki verið í leik nema fyrir tilstilli Jalen Moore sem var ekkert nema stórkostlegur sóknarlega í þessum leik,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi, um frammistöðu leikmannsins.

Moore var hreint út sagt magnaður í leiknum en hann skoraði 37 stig, tók 6 fráköst og gaf 6 stoðsendingar.

„Við vitum allir hversu góður körfuboltamaður hann er. Hann er búinn að liggja undir ámælum fyrir karakter en hann sýndi það þarna að honum er sama. Hann leiddi þetta Hamarslið og leiddi endurkomu þeirra,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur þáttarins, um magnaða frammistöðu leikmannsins.

„Þegar þú ert með mann sem setur alltaf 30 og eitthvað stig þá verða hinir að græða á því. Taka sóknarfráköst, hann er með tvo eða þrjá menn í sér – þú verður að græða á því einhvern veginn. Ekki bara standa og horfa á. Það þarf einhver annar í liðinu að stíga upp og gera hluti,“ bætti Teitur Örlygsson við.

Umfjöllun Körfuboltakvölds má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Körfu­bolta­kvöld um Hamar: Þarf ein­hver annar í liðinu að stíga upp og gera hluti



Fleiri fréttir

Sjá meira


×