Körfubolti

Körfu­bolta­kvöld um at­vikið á Króknum: „Ég þekki ekki reglurnar“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Drungilas var miðpunkturinn í umræðu Körfuboltakvölds.
Drungilas var miðpunkturinn í umræðu Körfuboltakvölds. Vísir/Hulda Margrét

„Ég þekki ekki reglurnar en ég hélt að þetta væri alltaf þannig að ef boltinn er búinn að fara í spjaldið máttu ekki slá hann,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds, um atvik sem átti sér stað í leik Tindastóls og Hattar í Subway-deild karla í körfubolta.

Atvikið sem um er ræðir er á þann veg að Adomas Drungilas ver skot í leiknum en boltinn hafði varið í spjaldið áður en Drungilas sló hann í burtu.

„Dómarinn er í mjög góðri stöðu þarna til að meta hvort boltinn eigi séns á að fara ofan í körfuna og hann á aldrei séns á að fara ofan í körfuna,“ bættir Sævar við.

„Þeir hljóta að hafa séð þetta,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi, hvumsa.

Teitur Örlygsson var ekki á sama máli: „Ég er búinn að horfa á milljón körfuboltaleiki og þetta er alltaf karfa góð.“

Umræðu Körfuboltakvölds um þetta tiltekna atvik sem og leikinn í heild sinni má sjá hér að neðan en það var hiti í mönnum á Króknum.

Klippa: Körfuboltakvöld um atvikið á Króknum: Ég þekki ekki reglurnar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×