Sjúkraþyrla, tíminn skiptir máli Gunnar Svanur Einarsson skrifar 8. desember 2023 07:00 Í þessari grein vil ég árétta minn hug og styðja við það að við Íslendingar fáum sjúkraþyrlu (HEIMS) eigi síðar en strax. Ég hef áður skrifað grein um sjúkraþyrluna og útskýrði þar muninn á sjúkraþyrlum (HEIMS) og björgunarþyrlum (SAR). Þar fór ég inn á að björgunarþyrla (SAR) myndi aldrei henta, t.d. við flutning á sjúklingum milli sjúkrahúsa sem myndi hins vegar ganga upp með notkun sjúkraþyrlu (HEIMS). Ég ætla ekki að ræða frekar hve undarlega það blasir við að Landhelgisgæslan reyni að leggja stein í götu þessa verkefnis. Þ.e.a.s. að Heilbrigðisráðuneytið komi sér upp sjúkraþyrlu til að styðja við fjarspítalaþjónustu. Inn á það fór ég í grein minni Sjúkraþyrla eða björgunarþyrla. Hver er munurinn? Ég ætla hins vegar að koma stuttlega inn á hvað svona sjúkraþyrla myndi þýða fyrir okkur í viðbragðstíma. Að mínu mati væri skynsamlegast að sjúkraþyrlan fyrir Suðurland væri staðsett á Hvolsvelli. Þaðan gæti hún flogið lágt í slæmu skyggni um Suðurlandið og gæti síðan komið í blindflugi til Vestmannaeyja. Vindhviður geta verið vandamál fyrir gangsetningu þyrla og því tel ég Hvolsvöll heppilegri kost hvað það varðar. Sjúkraþyrlan getur hins vegar lent í Vestmannaeyjum í talsverðum vindi, svo lengi sem ekki þarf að drepa á. Hér eru nokkur dæmi um biðina sem einstaklingar (kannski þú) þyrftir að bíða á mismunandi stöðum á Suðurlandi ef veikindi eða slys bæri að höndum. Ég set upp áætlaðan flugtíma frá því þyrlan er komin í gang. Viðbragðstími á að vera 5 - 10 mín frá útkalli. Þá miða ég við sjúkraþyrluna Airbus H145, sem hefur flughraða um 135 hnúta (250 km/h) en hún getur flogið hraðar á fullu afli. Aðrar tegundir sjúkraþyrla hafa svipaðan flughraða. Hvolsvöllur – Vestmannaeyjar: 8 mínútur Hvolsvöllur – Gullfoss: 16 mín Hvolsvöllur – Landmannalaugar: 16 mínútur Hvolsvöllur – Flúðir: 11 mínútur Hvolsvöllur – Borgarnes: 25 mínútur Hvolsvöllur – Þorlákshöfn: 12 mínútur Hvolsvöllur – Vík: 17 mínútur Hvolsvöllur – Kirkjubæjarklaustur: 26 mínútur Hvolsvöllur – Skaftafell: 40 mínútur Á þessu má sjá að þyrlan er fljót á staðinn og ekki síst þá er flutningur á sjúkrahúsin einnig mjög hraður. Höfundur er þyrluflugmaður og véltæknifræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjúkraflutningar Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Sjá meira
Í þessari grein vil ég árétta minn hug og styðja við það að við Íslendingar fáum sjúkraþyrlu (HEIMS) eigi síðar en strax. Ég hef áður skrifað grein um sjúkraþyrluna og útskýrði þar muninn á sjúkraþyrlum (HEIMS) og björgunarþyrlum (SAR). Þar fór ég inn á að björgunarþyrla (SAR) myndi aldrei henta, t.d. við flutning á sjúklingum milli sjúkrahúsa sem myndi hins vegar ganga upp með notkun sjúkraþyrlu (HEIMS). Ég ætla ekki að ræða frekar hve undarlega það blasir við að Landhelgisgæslan reyni að leggja stein í götu þessa verkefnis. Þ.e.a.s. að Heilbrigðisráðuneytið komi sér upp sjúkraþyrlu til að styðja við fjarspítalaþjónustu. Inn á það fór ég í grein minni Sjúkraþyrla eða björgunarþyrla. Hver er munurinn? Ég ætla hins vegar að koma stuttlega inn á hvað svona sjúkraþyrla myndi þýða fyrir okkur í viðbragðstíma. Að mínu mati væri skynsamlegast að sjúkraþyrlan fyrir Suðurland væri staðsett á Hvolsvelli. Þaðan gæti hún flogið lágt í slæmu skyggni um Suðurlandið og gæti síðan komið í blindflugi til Vestmannaeyja. Vindhviður geta verið vandamál fyrir gangsetningu þyrla og því tel ég Hvolsvöll heppilegri kost hvað það varðar. Sjúkraþyrlan getur hins vegar lent í Vestmannaeyjum í talsverðum vindi, svo lengi sem ekki þarf að drepa á. Hér eru nokkur dæmi um biðina sem einstaklingar (kannski þú) þyrftir að bíða á mismunandi stöðum á Suðurlandi ef veikindi eða slys bæri að höndum. Ég set upp áætlaðan flugtíma frá því þyrlan er komin í gang. Viðbragðstími á að vera 5 - 10 mín frá útkalli. Þá miða ég við sjúkraþyrluna Airbus H145, sem hefur flughraða um 135 hnúta (250 km/h) en hún getur flogið hraðar á fullu afli. Aðrar tegundir sjúkraþyrla hafa svipaðan flughraða. Hvolsvöllur – Vestmannaeyjar: 8 mínútur Hvolsvöllur – Gullfoss: 16 mín Hvolsvöllur – Landmannalaugar: 16 mínútur Hvolsvöllur – Flúðir: 11 mínútur Hvolsvöllur – Borgarnes: 25 mínútur Hvolsvöllur – Þorlákshöfn: 12 mínútur Hvolsvöllur – Vík: 17 mínútur Hvolsvöllur – Kirkjubæjarklaustur: 26 mínútur Hvolsvöllur – Skaftafell: 40 mínútur Á þessu má sjá að þyrlan er fljót á staðinn og ekki síst þá er flutningur á sjúkrahúsin einnig mjög hraður. Höfundur er þyrluflugmaður og véltæknifræðingur.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun