Er sumarbústaðurinn öruggur fyrir veturinn? Ágúst Mogensen skrifar 7. desember 2023 07:00 „Orsök tjóns á sumarhúsinu má rekja til leka á heitu vatni sem rann yfir talsverðan tíma án þess að nokkur yrði þess var. Vatn náði að frjósa í lögnum að öllum líkindum vegna bilunar á hringrásardælu fyrir ofnakerfi hússins og síðan hefur byrjað að leka úr rifnum lögnum í næstu þýðu. Slökkvilið var kallað út til að aðstoða við að dæla upp vatni og að þeirra sögn var meira en 10cm vatn yfir öllu gólfi hússins þegar þeir komu á staðinn og mikil gufa í flestum rýmum.“ Svona hljóðar lýsing á vatnstjóni í sumarbústað síðastliðinn vetur og var bústaðurinn ónýtur. Þetta er ekki einsdæmi því á hverju ári verða miklar skemmdir á sumarhúsum vegna frostsprunga í lögnum. Vatnstjón í sumarhúsum eru algeng og við það veðurfar sem við búum við hér á landi geta auðveldlega skapast aðstæður sem valda þeim. En það er líka hægt að koma í veg fyrir þau eða a.m.k takmarka með einföldum forvörnum. Á hverju ári verða tjón upp á hundruði milljóna vegna frostskemmda í sumarhúsum, tjón sem hefði í mörgum tilfellum verið hægt að koma í veg fyrir með góðum forvörnum. Það er því mikilvæg að sumarhúsaeigendur kynni sér allar þær leiðir sem færar eru til þess að reyna að koma í veg fyrir alvarleg tjón. Wi-Fi vatnsskynjarar Ýmsir möguleikar eru í boði þegar kemur að því að setja upp öryggiskerfi í sumarhúsinu. Flest kerfi eru nettengd og hægt er að fá aðvörun í síma gegnum app ef eitthvað er í ólagi. Hægt er að fá svokallaða 4g hnetu ef ekki er Wi-Fi í bústaðnum og tengja kerfið gegnum hana. Vatnskynjararnir eru tiltölulega ódýrir og kjörið að hafa í eldhúsi, baðherbergi og stofu. Ef þú ert í vafa um hvernig á að setja upp öryggiskerfi í sumarhúsi þá geta sölumenn öryggisverslanna aðstoðað þig með uppsetningu þeirra. Öryggisloki fyrir vatn Hægt er að fá öryggisloka á vatnslagnir sem loka fyrir innstreymi á vatn til salernis, vasks eða heimilistækja eins og uppþvottavéla eða þvottavéla. Lokinn er millistykki milli tækis og krana sem virkjast ef of mikið vatn fer gegnum hann á ákveðnum tíma. Til eru einfaldir, öruggir og tiltölulega ódýrir lokar sem þurfa ekki rafmagn. Hægt er að stilla mismunandi öryggismörk á lokanum eftir því hversu mikið vatn er verið að nota. Frágangur fyrir veturinn Á veturna er mikilvægt að skrúfa fyrir inntak heita og kalda neysluvatnsins og tæma viðtengd tæki þegar sumarhúsið er yfirgefið. Þetta á sérstaklega við ef harður frostakafli er í veðurkortunum. Ef húsið er kynnt með miðstöðvarofnum er öruggast að hafa lokað hringrásarkerfi með frostlög og forhitara. Ef margir eru að nota bústaðinn er mikilvægt að hafa góðar leiðbeiningar um frágang hússins og merkingar á lögnum og lagnagrind. Ekki er sjálfgefið að allir kunni til verka eða þekki lagnakerfi sumarhússins. Það að setja frostlög í salerni og vaska getur bjargað miklu ef vatn situr eftir í vatnslásum eða ekki tekst að tæma kerfi fullkomlega. Næ ég í tæka tíð? Hvað ef það byrjar að leka í bústaðnum og ég er ekki þar? Því fyrr sem þú kemst til þess að skrúfa fyrir, því minni verður skaðinn. En það eru líka hægt að nota tengslanetið á sumarbústaðasvæðinu og biðja aðra að gæta að húsinu fyrir þig. Mögulega er einhver nágranni í bústað nálægt og getur brugðist við eða íbúi í nágrenninu sem hægt er að semja við um eftirlit. Hafa bera í huga að oft byrjar að leka þegar frostakaflinn er yfirstaðinn og klakinn sem sprengdi lagnirnar byrjar að þiðna. Flestir tengja ferð í sumarbústaðinn við slökun og kyrrð. Það vill engin lenda í því að koma að húsinu sínu á floti og því mikilvægt að fyrirbyggja slík tjón. Ekki bíða með að grípa til aðgerða, gangið vel frá sumarhúsinu fyrir brottför og skoðið hvaða möguleikar eru í boði með vöktun og snjallkerfi. Ef ráðast þarf í viðamiklar breytingar lögnum í sumarhúsi mælum við alltaf með að samráð sé haft við fagmenn. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Mogensen Slysavarnir Tryggingar Mest lesið Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson Skoðun Halldór 28.06.2025 Halldór Frá Írak til Gaza: Hvað höfum við lært af lygunum og stríðsbröltinu? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þjónusta sem gleður – skilar sér beint í kassann Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn – Rödd skynseminnar í borginni Ómar Már Jónsson skrifar Skoðun Virði barna og ungmenna Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Sættir þú þig við þetta? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Alþingi gleymir aftur fötluðum börnum Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
„Orsök tjóns á sumarhúsinu má rekja til leka á heitu vatni sem rann yfir talsverðan tíma án þess að nokkur yrði þess var. Vatn náði að frjósa í lögnum að öllum líkindum vegna bilunar á hringrásardælu fyrir ofnakerfi hússins og síðan hefur byrjað að leka úr rifnum lögnum í næstu þýðu. Slökkvilið var kallað út til að aðstoða við að dæla upp vatni og að þeirra sögn var meira en 10cm vatn yfir öllu gólfi hússins þegar þeir komu á staðinn og mikil gufa í flestum rýmum.“ Svona hljóðar lýsing á vatnstjóni í sumarbústað síðastliðinn vetur og var bústaðurinn ónýtur. Þetta er ekki einsdæmi því á hverju ári verða miklar skemmdir á sumarhúsum vegna frostsprunga í lögnum. Vatnstjón í sumarhúsum eru algeng og við það veðurfar sem við búum við hér á landi geta auðveldlega skapast aðstæður sem valda þeim. En það er líka hægt að koma í veg fyrir þau eða a.m.k takmarka með einföldum forvörnum. Á hverju ári verða tjón upp á hundruði milljóna vegna frostskemmda í sumarhúsum, tjón sem hefði í mörgum tilfellum verið hægt að koma í veg fyrir með góðum forvörnum. Það er því mikilvæg að sumarhúsaeigendur kynni sér allar þær leiðir sem færar eru til þess að reyna að koma í veg fyrir alvarleg tjón. Wi-Fi vatnsskynjarar Ýmsir möguleikar eru í boði þegar kemur að því að setja upp öryggiskerfi í sumarhúsinu. Flest kerfi eru nettengd og hægt er að fá aðvörun í síma gegnum app ef eitthvað er í ólagi. Hægt er að fá svokallaða 4g hnetu ef ekki er Wi-Fi í bústaðnum og tengja kerfið gegnum hana. Vatnskynjararnir eru tiltölulega ódýrir og kjörið að hafa í eldhúsi, baðherbergi og stofu. Ef þú ert í vafa um hvernig á að setja upp öryggiskerfi í sumarhúsi þá geta sölumenn öryggisverslanna aðstoðað þig með uppsetningu þeirra. Öryggisloki fyrir vatn Hægt er að fá öryggisloka á vatnslagnir sem loka fyrir innstreymi á vatn til salernis, vasks eða heimilistækja eins og uppþvottavéla eða þvottavéla. Lokinn er millistykki milli tækis og krana sem virkjast ef of mikið vatn fer gegnum hann á ákveðnum tíma. Til eru einfaldir, öruggir og tiltölulega ódýrir lokar sem þurfa ekki rafmagn. Hægt er að stilla mismunandi öryggismörk á lokanum eftir því hversu mikið vatn er verið að nota. Frágangur fyrir veturinn Á veturna er mikilvægt að skrúfa fyrir inntak heita og kalda neysluvatnsins og tæma viðtengd tæki þegar sumarhúsið er yfirgefið. Þetta á sérstaklega við ef harður frostakafli er í veðurkortunum. Ef húsið er kynnt með miðstöðvarofnum er öruggast að hafa lokað hringrásarkerfi með frostlög og forhitara. Ef margir eru að nota bústaðinn er mikilvægt að hafa góðar leiðbeiningar um frágang hússins og merkingar á lögnum og lagnagrind. Ekki er sjálfgefið að allir kunni til verka eða þekki lagnakerfi sumarhússins. Það að setja frostlög í salerni og vaska getur bjargað miklu ef vatn situr eftir í vatnslásum eða ekki tekst að tæma kerfi fullkomlega. Næ ég í tæka tíð? Hvað ef það byrjar að leka í bústaðnum og ég er ekki þar? Því fyrr sem þú kemst til þess að skrúfa fyrir, því minni verður skaðinn. En það eru líka hægt að nota tengslanetið á sumarbústaðasvæðinu og biðja aðra að gæta að húsinu fyrir þig. Mögulega er einhver nágranni í bústað nálægt og getur brugðist við eða íbúi í nágrenninu sem hægt er að semja við um eftirlit. Hafa bera í huga að oft byrjar að leka þegar frostakaflinn er yfirstaðinn og klakinn sem sprengdi lagnirnar byrjar að þiðna. Flestir tengja ferð í sumarbústaðinn við slökun og kyrrð. Það vill engin lenda í því að koma að húsinu sínu á floti og því mikilvægt að fyrirbyggja slík tjón. Ekki bíða með að grípa til aðgerða, gangið vel frá sumarhúsinu fyrir brottför og skoðið hvaða möguleikar eru í boði með vöktun og snjallkerfi. Ef ráðast þarf í viðamiklar breytingar lögnum í sumarhúsi mælum við alltaf með að samráð sé haft við fagmenn. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum.
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar