Viðskipti innlent

Sæ­var Helgi ráðinn sér­fræðingur hjá Náttúru­fræði­stofu Kópa­vogs

Atli Ísleifsson skrifar
Sævar Helgi Bragason.
Sævar Helgi Bragason. Kópavogsbær

Sævar Helgi Bragason hefur verið ráðinn sérfræðingur á Náttúrufræðistofu Kópavogs og hefur þar störf í ársbyrjun 2024.

Í tilkynningu segir að Sævar Helgi muni vinna að mótun safnastarfs Náttúrufræðistofu Kópavogs ásamt forstöðumanni safnsins. Unnið sé að nýjum áherslum í starfsemi Náttúrufræðistofu og gerð nýrrar grunnsýningar sem ætlað sé að stuðla að auknu náttúrulæsi og tengja náttúruvísindi við ólík fræðasvið og listgreinar.

„Sævar Helgi er með B.Sc. gráðu í jarðfræði frá Háskóla Íslands. Hann hefur starfað sem dagskrárgerðarmaður í sjónvarpi og útvarpi, rithöfundur og vísindamiðlari. Hann hefur m.a. kennt stjarnvísindi í framhaldsskólum og í Háskóla unga fólksins. Sævar hefur starfað hjá Háloftadeild Raunvísindastofnunar Háskólans við segulmælingar, hann situr í fagráði Loftlagssjóðs Rannís og starfaði sem sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun í loftslagsmálum, græns samfélags og teymi losunarbókhalds. Sævar er tengiliður Íslands við European Southern Observatory (ESO), stærstu stjarnvísindasamtök heims og situr í stjórn Nýsköpunarverðlauna námsmanna.

Sævar hefur hlotið ýmis verðlaun fyrir framúrskarandi vísindamiðlun og íslenskuviðurkenningu frá Íslenskri málnefnd,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×