„Maður tekur út úr reynslubankanum seinna meir“ Smári Jökull Jónsson skrifar 4. desember 2023 19:22 Díana Dögg í baráttunni í leiknum gegn Frökkum. Vísir/EPA Díana Dögg Magnúsdóttir var gríðarlega svekkt eftir jafntefli Íslands og Angóla í dag en Ísland var grátlega nálægt því að fara í milliriðil heimsmeistaramótsins. „Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Við getum ekki verið nær þessu og það er glötuð tilfinning að fá jafnteflið en ná ekki að klára þetta og fara áfram á markatölu. Það er eiginlega bara hræðilegt,“ sagði Díana Dögg í viðtali við Val Pál Eiríksson íþróttafréttamann strax eftir leik. Díana Dögg átti fína innkomu í leiknum í dag og skoraði tvö mörk auk þess að taka vel á því í vörninni. Hún átti erfitt með að setja fingur á hvað hefði farið úrskeiðis. „Ég veit það ekki. Kannski verðum við aðeins of flatar og þær fá þessi einföldu mörk og geta skotið yfir okkur. Mér fannst við þokkalega flottar í dag og náðum góðum leik. Við misstum þær ekki strax frá okkur á fyrstu mínútum. Við misstum þær aðeins í burtu í byrjun seinni hálfleiks en náum að vinna okkur til baka. Við hefðum þurft að klára þetta aðeins fyrr.“ Klippa: Díana Dögg viðtal eftir leik gegn Angóla Hún átti ekki erfitt með að lýsa tilfinningum sínum eftir leik en sagði vissulega hægt að taka eitthvað gott úr mótinu þó erfitt væri að sjá það akkúrat núna. „Maður er drullufúll, pirraður og svekktur. Að enda þetta í jafntefli, það er ömurlegt verð ég að segja. Er ekki sama klisjan að þetta fer allt í reynslubankann? Það er drulluleiðinlegt að segja það. Maður tekur út úr reynslubankanum seinna meir.“ Ísland fer núna í Forsetabikarinn en þar mætast þau lið sem enduðu riðlakeppnina í neðstu sætum riðlanna. „Við förum bara í alla leiki þar til að vinna og það skiptir engu máli við hverja við erum að spila. Fyrst þetta fór svona í dag þá þurfum við bara að ná fullum fókus á því,“ sagði Díana Dögg að lokum. HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti Fleiri fréttir Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Sjá meira
„Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Við getum ekki verið nær þessu og það er glötuð tilfinning að fá jafnteflið en ná ekki að klára þetta og fara áfram á markatölu. Það er eiginlega bara hræðilegt,“ sagði Díana Dögg í viðtali við Val Pál Eiríksson íþróttafréttamann strax eftir leik. Díana Dögg átti fína innkomu í leiknum í dag og skoraði tvö mörk auk þess að taka vel á því í vörninni. Hún átti erfitt með að setja fingur á hvað hefði farið úrskeiðis. „Ég veit það ekki. Kannski verðum við aðeins of flatar og þær fá þessi einföldu mörk og geta skotið yfir okkur. Mér fannst við þokkalega flottar í dag og náðum góðum leik. Við misstum þær ekki strax frá okkur á fyrstu mínútum. Við misstum þær aðeins í burtu í byrjun seinni hálfleiks en náum að vinna okkur til baka. Við hefðum þurft að klára þetta aðeins fyrr.“ Klippa: Díana Dögg viðtal eftir leik gegn Angóla Hún átti ekki erfitt með að lýsa tilfinningum sínum eftir leik en sagði vissulega hægt að taka eitthvað gott úr mótinu þó erfitt væri að sjá það akkúrat núna. „Maður er drullufúll, pirraður og svekktur. Að enda þetta í jafntefli, það er ömurlegt verð ég að segja. Er ekki sama klisjan að þetta fer allt í reynslubankann? Það er drulluleiðinlegt að segja það. Maður tekur út úr reynslubankanum seinna meir.“ Ísland fer núna í Forsetabikarinn en þar mætast þau lið sem enduðu riðlakeppnina í neðstu sætum riðlanna. „Við förum bara í alla leiki þar til að vinna og það skiptir engu máli við hverja við erum að spila. Fyrst þetta fór svona í dag þá þurfum við bara að ná fullum fókus á því,“ sagði Díana Dögg að lokum.
HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti Fleiri fréttir Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Sjá meira