„Stigsmunur á þessum liðum, vitum það alveg“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. desember 2023 19:24 Arnar Pétursson, þjálfari Íslands. EPA-EFE/Beate Oma Dahle „Hrikalega erfið byrjun, það er svona það fyrsta sem kemur upp í hugann,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta. Ísland tapaði með níu marka mun gegn Ólympíumeisturum Frakklands á HM fyrr í dag í leik þar sem Frakkar komust í 7-0. „Leist ekkert á þetta á tímabili, keyrðu svakalega á okkur. Eru gríðarlega öflugur og sýndu okkur það. Ólík byrjun en seinast, þær voru grimmari og betri en við til að byrja með. Gott hvernig við svöruðum því og kláruðum þennan seinni hálfleik,“ bætti Arnar við um aðspurður hvernig tilfinningin væri eftir leik. Frakkland vann Angóla með aðeins einu marki í fyrsta leik og virtust ákveðnar í að sýna sitt rétta andlit í dag. „Það er alveg satt og gerðu það til að byrja með. Eru með svakalegt lið og miklir kandídatar í að vinna þennan titil, allavega að komast í úrslit.“ „Það er stigsmunur á þessum liðum, vitum það alveg, en karakter í okkur að koma til baka. Gríðarlega mikilvæg reynsla fyrir margar ungar stelpur með fáa leiki á bakinu. Að takast á við þessa maskínu, það er það jákvæða sem við tökum út úr þessu.“ „Það er líka mjög jákvætt. Auðvitað keyra þær yfir okkur til að byrja með en við tökum það með, við unnum seinni hálfleikinn. Það er mjög gott,“ sagði Arnar eftir að Valur Páll Eiríksson, blaðamaður Vísis og Stöðvar 2, benti á að Ísland hefði nú allavega unnið síðari hálfleikinn í dag. Elín Jóna Þorsteinsdóttir var mögnuð í marki Íslands og varði meðal annars fjögur víti. „Þetta var geggjað, frábær frammistaða. Mætti halda að hún ætti afmæli í dag. Hjálpaði okkur klárlega á mjög erfiðum augnablikum í þessum leik, var frábær. Erum með frábært teymi í markinu. Þær (Elín Jóna og Hafdís Renötudóttir) eru frábærar saman og bakka hvor aðra vel upp.“ Elín Jóna var valin best af leikmönnum Íslands.EPA-EFE/Beate Oma Dahle Leikurinn við Angóla sker úr um hvort Ísland fari í milliriðil eða í Forsetabikarinn svokallaða. „Mér líst vel á það (verkefni). Hlakka til að takast á við það verkefni. Þær eru mjög sterkar, sýndu það alveg á móti Frökkunum. Smá basl á þeim í dag en það er lið sem er líkamlega mjög vel þjálfað. Þær eru kvikar, sterkar og öflugar.“ „Við þurfum að huga aðeins að byrjuninni, þurfum að gera eitthvað til að byrja aðeins betur. Þá getum við átt séns í þær,“ sagði Arnar að endingu. Klippa: Viðtal: Arnar Pétursson Handbolti Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira
„Leist ekkert á þetta á tímabili, keyrðu svakalega á okkur. Eru gríðarlega öflugur og sýndu okkur það. Ólík byrjun en seinast, þær voru grimmari og betri en við til að byrja með. Gott hvernig við svöruðum því og kláruðum þennan seinni hálfleik,“ bætti Arnar við um aðspurður hvernig tilfinningin væri eftir leik. Frakkland vann Angóla með aðeins einu marki í fyrsta leik og virtust ákveðnar í að sýna sitt rétta andlit í dag. „Það er alveg satt og gerðu það til að byrja með. Eru með svakalegt lið og miklir kandídatar í að vinna þennan titil, allavega að komast í úrslit.“ „Það er stigsmunur á þessum liðum, vitum það alveg, en karakter í okkur að koma til baka. Gríðarlega mikilvæg reynsla fyrir margar ungar stelpur með fáa leiki á bakinu. Að takast á við þessa maskínu, það er það jákvæða sem við tökum út úr þessu.“ „Það er líka mjög jákvætt. Auðvitað keyra þær yfir okkur til að byrja með en við tökum það með, við unnum seinni hálfleikinn. Það er mjög gott,“ sagði Arnar eftir að Valur Páll Eiríksson, blaðamaður Vísis og Stöðvar 2, benti á að Ísland hefði nú allavega unnið síðari hálfleikinn í dag. Elín Jóna Þorsteinsdóttir var mögnuð í marki Íslands og varði meðal annars fjögur víti. „Þetta var geggjað, frábær frammistaða. Mætti halda að hún ætti afmæli í dag. Hjálpaði okkur klárlega á mjög erfiðum augnablikum í þessum leik, var frábær. Erum með frábært teymi í markinu. Þær (Elín Jóna og Hafdís Renötudóttir) eru frábærar saman og bakka hvor aðra vel upp.“ Elín Jóna var valin best af leikmönnum Íslands.EPA-EFE/Beate Oma Dahle Leikurinn við Angóla sker úr um hvort Ísland fari í milliriðil eða í Forsetabikarinn svokallaða. „Mér líst vel á það (verkefni). Hlakka til að takast á við það verkefni. Þær eru mjög sterkar, sýndu það alveg á móti Frökkunum. Smá basl á þeim í dag en það er lið sem er líkamlega mjög vel þjálfað. Þær eru kvikar, sterkar og öflugar.“ „Við þurfum að huga aðeins að byrjuninni, þurfum að gera eitthvað til að byrja aðeins betur. Þá getum við átt séns í þær,“ sagði Arnar að endingu. Klippa: Viðtal: Arnar Pétursson
Handbolti Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira