Þurfa kennarar að að vera lögfróðir? Elísabet Pétursdóttir skrifar 2. desember 2023 12:01 Starfsumhverfi skóla hefur breyst hratt á undanförnum árum. Við sjáum þess glögga mynd í fjölmiðlum. Í síauknum mæli birtast okkur fréttir um mál úr skólastarfi sem eru lagalegs eðlis. Oft á tíðum vekja þessar fréttir furðu okkar. Fréttir um skólastarf hreyfa við okkur enda tilheyrum við mörg skólasamfélaginu með einhverjum hætti eða höfum að minnsta kosti tilheyrt því á einhverjum tímapunkti, ýmist sem nemendur, foreldrar eða starfsfólk skóla. Sagt er að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Sú fullyrðing endurspeglast í lögum um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Þannig njóta aðilar skólasamfélagsins ýmissa réttinda og á þeim hvílir ábyrgð og skyldur. Eðli málsins samkvæmt birtist ábyrgð þessara aðila með mismunandi hætti eftir því um hvaða skólastig ræðir en stafar það meðal annars af því að ábyrgð nemenda eykst í samræmi við hækkandi aldur og aukinn þroska. Í mörg horn að líta Kennarar og skólastjórnendur hafa greint frá því að sú birtingarmynd skólastarfs sem við sjáum í fjölmiðlum eigi sér samsvörun innan veggja skólanna. Þannig þarf oftar en áður aðkomu lögfræðinga og dómstóla vegna mála sem koma upp í skólastarfi. Það má spyrja sig hvort ástæðan fyrir því geti verið sú að réttarumhverfi menntastofnana er að mörgu leyti mjög flókið og það er í mörg horn að líta þegar það reynir á regluverkið? Því er ef til vill eðlilegt að þau sem telja sig hlunnfarin í skólastarfi leiti til löglærðra aðila við slíkar kringumstæður. Fjórtán reglur og reglugerðir En þá er spurt, hvað er svona flókið við réttarumhverfið? Eru þetta ekki bara lög um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla? Vissulega erum við með lög um hvert skólastig. Með þessum lögum eru aðilum skólasamfélagsins tryggð ýmis réttindi og lagðar á þá margskonar skyldur. Í lögunum má einnig finna ýmis atriði sem eru framkvæmdarlegs eðlis, svo sem um ráðningu starfsfólks o.fl. Þá er einkennandi fyrir menntalöggjöfina að það hefur verið settur fjöldinn allur af reglugerðum og reglum sem eru á víð og dreif. Ef við tökum til að mynda lög um grunnskóla sem dæmi að þá eru nú í gildi 14 reglur og reglugerðir sem settar hafa verið á grundvelli laganna. Með þessum reglum og reglugerðum er kveðið á um ýmis réttindi og skyldur aðila skólasamfélagsins. Þar er m.a. fjallað um hvernig skólaakstri skal háttað, skólagöngu fósturbarna, stuðning við nemendur með sérþarfir og heimakennslu. Að auki ber að nefna að nemendur leik- og grunnskóla, auk flestra nemenda menntaskóla eru börn. Því þarf skólastarf að taka mið af þeim réttindum sem börnum eru tryggð auk almennra laga sem gilda á Íslandi. Má meðal annars nefna bann við mismunun, rétt barns til lífs og þroska og rétt þess til að láta skoðanir sínar í ljós. Þegar lög á sviði menntamála eru framkvæmd þá þarf ætíð að huga að því að barn njóti þeirra réttinda sem stjórnarskrá, almenn lög og alþjóðasáttmálar tryggja því og öll úrræði sem skólar grípa til verða að stefna að því að vernda þessi réttindi barna. Þekking á menntarétti getur skipt sköpum Til samræmis við þetta breytta starfsumhverfi hefur löggjafinn með lögum um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda, nr. 95/2019, gert þá kröfu að kennarar og skólastjórnendur hafi þekkingu á þeim lögum og reglum sem gilda á því skólastigi sem þeir starfa á. Varðandi skólastjórnendur hefur löggjafinn enn fremur gert þá kröfu að þeir hafi þekkingu á öðrum lögum, reglugerðum og opinberum fyrirmælum sem varða skólastarf og hæfni til að leiða skólastarf í samræmi við markmið og ákvæði laga. Ljóst er að með aukinni þekkingu kennara og skólastjórnenda á réttarsviðinu hefði mátt koma í veg fyrir mörg mál sem ratað hafa í fjölmiðla. Það má ef til vill leiða líkur að því að löggjafinn hafi metið það sem svo að betri innsýn og þekking kennara og skólastjórnenda á því réttarumhverfi sem í hlut á hverju sinni getur skipt sköpum fyrir farsæla úrlausn mála. Námsefni um réttarumhverfi skóla sem sniðið er að þörfum kennara hefur hingað til ekki verið til. Lögfræðiþjónusta Hafnarfjarðar hefur hins vegar nýverið sett saman greinargóð námskeið sem veita kennurum og skólastjórnendum á mismunandi skólastigum góða yfirsýn yfir helstu lög og reglugerðir sem hafa þarf að leiðarljósi í skólastarfi. Ég vona að námskeiðin nýtist sem flestum og stuðli að farsælli úrlausn ýmissa mála sem upp kunna að koma í skólastarfi. Höfundur er lögmaður hjá Lögfræðiþjónustu Hafnarfjarðar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Sjá meira
Starfsumhverfi skóla hefur breyst hratt á undanförnum árum. Við sjáum þess glögga mynd í fjölmiðlum. Í síauknum mæli birtast okkur fréttir um mál úr skólastarfi sem eru lagalegs eðlis. Oft á tíðum vekja þessar fréttir furðu okkar. Fréttir um skólastarf hreyfa við okkur enda tilheyrum við mörg skólasamfélaginu með einhverjum hætti eða höfum að minnsta kosti tilheyrt því á einhverjum tímapunkti, ýmist sem nemendur, foreldrar eða starfsfólk skóla. Sagt er að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Sú fullyrðing endurspeglast í lögum um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Þannig njóta aðilar skólasamfélagsins ýmissa réttinda og á þeim hvílir ábyrgð og skyldur. Eðli málsins samkvæmt birtist ábyrgð þessara aðila með mismunandi hætti eftir því um hvaða skólastig ræðir en stafar það meðal annars af því að ábyrgð nemenda eykst í samræmi við hækkandi aldur og aukinn þroska. Í mörg horn að líta Kennarar og skólastjórnendur hafa greint frá því að sú birtingarmynd skólastarfs sem við sjáum í fjölmiðlum eigi sér samsvörun innan veggja skólanna. Þannig þarf oftar en áður aðkomu lögfræðinga og dómstóla vegna mála sem koma upp í skólastarfi. Það má spyrja sig hvort ástæðan fyrir því geti verið sú að réttarumhverfi menntastofnana er að mörgu leyti mjög flókið og það er í mörg horn að líta þegar það reynir á regluverkið? Því er ef til vill eðlilegt að þau sem telja sig hlunnfarin í skólastarfi leiti til löglærðra aðila við slíkar kringumstæður. Fjórtán reglur og reglugerðir En þá er spurt, hvað er svona flókið við réttarumhverfið? Eru þetta ekki bara lög um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla? Vissulega erum við með lög um hvert skólastig. Með þessum lögum eru aðilum skólasamfélagsins tryggð ýmis réttindi og lagðar á þá margskonar skyldur. Í lögunum má einnig finna ýmis atriði sem eru framkvæmdarlegs eðlis, svo sem um ráðningu starfsfólks o.fl. Þá er einkennandi fyrir menntalöggjöfina að það hefur verið settur fjöldinn allur af reglugerðum og reglum sem eru á víð og dreif. Ef við tökum til að mynda lög um grunnskóla sem dæmi að þá eru nú í gildi 14 reglur og reglugerðir sem settar hafa verið á grundvelli laganna. Með þessum reglum og reglugerðum er kveðið á um ýmis réttindi og skyldur aðila skólasamfélagsins. Þar er m.a. fjallað um hvernig skólaakstri skal háttað, skólagöngu fósturbarna, stuðning við nemendur með sérþarfir og heimakennslu. Að auki ber að nefna að nemendur leik- og grunnskóla, auk flestra nemenda menntaskóla eru börn. Því þarf skólastarf að taka mið af þeim réttindum sem börnum eru tryggð auk almennra laga sem gilda á Íslandi. Má meðal annars nefna bann við mismunun, rétt barns til lífs og þroska og rétt þess til að láta skoðanir sínar í ljós. Þegar lög á sviði menntamála eru framkvæmd þá þarf ætíð að huga að því að barn njóti þeirra réttinda sem stjórnarskrá, almenn lög og alþjóðasáttmálar tryggja því og öll úrræði sem skólar grípa til verða að stefna að því að vernda þessi réttindi barna. Þekking á menntarétti getur skipt sköpum Til samræmis við þetta breytta starfsumhverfi hefur löggjafinn með lögum um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda, nr. 95/2019, gert þá kröfu að kennarar og skólastjórnendur hafi þekkingu á þeim lögum og reglum sem gilda á því skólastigi sem þeir starfa á. Varðandi skólastjórnendur hefur löggjafinn enn fremur gert þá kröfu að þeir hafi þekkingu á öðrum lögum, reglugerðum og opinberum fyrirmælum sem varða skólastarf og hæfni til að leiða skólastarf í samræmi við markmið og ákvæði laga. Ljóst er að með aukinni þekkingu kennara og skólastjórnenda á réttarsviðinu hefði mátt koma í veg fyrir mörg mál sem ratað hafa í fjölmiðla. Það má ef til vill leiða líkur að því að löggjafinn hafi metið það sem svo að betri innsýn og þekking kennara og skólastjórnenda á því réttarumhverfi sem í hlut á hverju sinni getur skipt sköpum fyrir farsæla úrlausn mála. Námsefni um réttarumhverfi skóla sem sniðið er að þörfum kennara hefur hingað til ekki verið til. Lögfræðiþjónusta Hafnarfjarðar hefur hins vegar nýverið sett saman greinargóð námskeið sem veita kennurum og skólastjórnendum á mismunandi skólastigum góða yfirsýn yfir helstu lög og reglugerðir sem hafa þarf að leiðarljósi í skólastarfi. Ég vona að námskeiðin nýtist sem flestum og stuðli að farsælli úrlausn ýmissa mála sem upp kunna að koma í skólastarfi. Höfundur er lögmaður hjá Lögfræðiþjónustu Hafnarfjarðar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun