Þurfa kennarar að að vera lögfróðir? Elísabet Pétursdóttir skrifar 2. desember 2023 12:01 Starfsumhverfi skóla hefur breyst hratt á undanförnum árum. Við sjáum þess glögga mynd í fjölmiðlum. Í síauknum mæli birtast okkur fréttir um mál úr skólastarfi sem eru lagalegs eðlis. Oft á tíðum vekja þessar fréttir furðu okkar. Fréttir um skólastarf hreyfa við okkur enda tilheyrum við mörg skólasamfélaginu með einhverjum hætti eða höfum að minnsta kosti tilheyrt því á einhverjum tímapunkti, ýmist sem nemendur, foreldrar eða starfsfólk skóla. Sagt er að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Sú fullyrðing endurspeglast í lögum um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Þannig njóta aðilar skólasamfélagsins ýmissa réttinda og á þeim hvílir ábyrgð og skyldur. Eðli málsins samkvæmt birtist ábyrgð þessara aðila með mismunandi hætti eftir því um hvaða skólastig ræðir en stafar það meðal annars af því að ábyrgð nemenda eykst í samræmi við hækkandi aldur og aukinn þroska. Í mörg horn að líta Kennarar og skólastjórnendur hafa greint frá því að sú birtingarmynd skólastarfs sem við sjáum í fjölmiðlum eigi sér samsvörun innan veggja skólanna. Þannig þarf oftar en áður aðkomu lögfræðinga og dómstóla vegna mála sem koma upp í skólastarfi. Það má spyrja sig hvort ástæðan fyrir því geti verið sú að réttarumhverfi menntastofnana er að mörgu leyti mjög flókið og það er í mörg horn að líta þegar það reynir á regluverkið? Því er ef til vill eðlilegt að þau sem telja sig hlunnfarin í skólastarfi leiti til löglærðra aðila við slíkar kringumstæður. Fjórtán reglur og reglugerðir En þá er spurt, hvað er svona flókið við réttarumhverfið? Eru þetta ekki bara lög um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla? Vissulega erum við með lög um hvert skólastig. Með þessum lögum eru aðilum skólasamfélagsins tryggð ýmis réttindi og lagðar á þá margskonar skyldur. Í lögunum má einnig finna ýmis atriði sem eru framkvæmdarlegs eðlis, svo sem um ráðningu starfsfólks o.fl. Þá er einkennandi fyrir menntalöggjöfina að það hefur verið settur fjöldinn allur af reglugerðum og reglum sem eru á víð og dreif. Ef við tökum til að mynda lög um grunnskóla sem dæmi að þá eru nú í gildi 14 reglur og reglugerðir sem settar hafa verið á grundvelli laganna. Með þessum reglum og reglugerðum er kveðið á um ýmis réttindi og skyldur aðila skólasamfélagsins. Þar er m.a. fjallað um hvernig skólaakstri skal háttað, skólagöngu fósturbarna, stuðning við nemendur með sérþarfir og heimakennslu. Að auki ber að nefna að nemendur leik- og grunnskóla, auk flestra nemenda menntaskóla eru börn. Því þarf skólastarf að taka mið af þeim réttindum sem börnum eru tryggð auk almennra laga sem gilda á Íslandi. Má meðal annars nefna bann við mismunun, rétt barns til lífs og þroska og rétt þess til að láta skoðanir sínar í ljós. Þegar lög á sviði menntamála eru framkvæmd þá þarf ætíð að huga að því að barn njóti þeirra réttinda sem stjórnarskrá, almenn lög og alþjóðasáttmálar tryggja því og öll úrræði sem skólar grípa til verða að stefna að því að vernda þessi réttindi barna. Þekking á menntarétti getur skipt sköpum Til samræmis við þetta breytta starfsumhverfi hefur löggjafinn með lögum um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda, nr. 95/2019, gert þá kröfu að kennarar og skólastjórnendur hafi þekkingu á þeim lögum og reglum sem gilda á því skólastigi sem þeir starfa á. Varðandi skólastjórnendur hefur löggjafinn enn fremur gert þá kröfu að þeir hafi þekkingu á öðrum lögum, reglugerðum og opinberum fyrirmælum sem varða skólastarf og hæfni til að leiða skólastarf í samræmi við markmið og ákvæði laga. Ljóst er að með aukinni þekkingu kennara og skólastjórnenda á réttarsviðinu hefði mátt koma í veg fyrir mörg mál sem ratað hafa í fjölmiðla. Það má ef til vill leiða líkur að því að löggjafinn hafi metið það sem svo að betri innsýn og þekking kennara og skólastjórnenda á því réttarumhverfi sem í hlut á hverju sinni getur skipt sköpum fyrir farsæla úrlausn mála. Námsefni um réttarumhverfi skóla sem sniðið er að þörfum kennara hefur hingað til ekki verið til. Lögfræðiþjónusta Hafnarfjarðar hefur hins vegar nýverið sett saman greinargóð námskeið sem veita kennurum og skólastjórnendum á mismunandi skólastigum góða yfirsýn yfir helstu lög og reglugerðir sem hafa þarf að leiðarljósi í skólastarfi. Ég vona að námskeiðin nýtist sem flestum og stuðli að farsælli úrlausn ýmissa mála sem upp kunna að koma í skólastarfi. Höfundur er lögmaður hjá Lögfræðiþjónustu Hafnarfjarðar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Starfsumhverfi skóla hefur breyst hratt á undanförnum árum. Við sjáum þess glögga mynd í fjölmiðlum. Í síauknum mæli birtast okkur fréttir um mál úr skólastarfi sem eru lagalegs eðlis. Oft á tíðum vekja þessar fréttir furðu okkar. Fréttir um skólastarf hreyfa við okkur enda tilheyrum við mörg skólasamfélaginu með einhverjum hætti eða höfum að minnsta kosti tilheyrt því á einhverjum tímapunkti, ýmist sem nemendur, foreldrar eða starfsfólk skóla. Sagt er að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Sú fullyrðing endurspeglast í lögum um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Þannig njóta aðilar skólasamfélagsins ýmissa réttinda og á þeim hvílir ábyrgð og skyldur. Eðli málsins samkvæmt birtist ábyrgð þessara aðila með mismunandi hætti eftir því um hvaða skólastig ræðir en stafar það meðal annars af því að ábyrgð nemenda eykst í samræmi við hækkandi aldur og aukinn þroska. Í mörg horn að líta Kennarar og skólastjórnendur hafa greint frá því að sú birtingarmynd skólastarfs sem við sjáum í fjölmiðlum eigi sér samsvörun innan veggja skólanna. Þannig þarf oftar en áður aðkomu lögfræðinga og dómstóla vegna mála sem koma upp í skólastarfi. Það má spyrja sig hvort ástæðan fyrir því geti verið sú að réttarumhverfi menntastofnana er að mörgu leyti mjög flókið og það er í mörg horn að líta þegar það reynir á regluverkið? Því er ef til vill eðlilegt að þau sem telja sig hlunnfarin í skólastarfi leiti til löglærðra aðila við slíkar kringumstæður. Fjórtán reglur og reglugerðir En þá er spurt, hvað er svona flókið við réttarumhverfið? Eru þetta ekki bara lög um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla? Vissulega erum við með lög um hvert skólastig. Með þessum lögum eru aðilum skólasamfélagsins tryggð ýmis réttindi og lagðar á þá margskonar skyldur. Í lögunum má einnig finna ýmis atriði sem eru framkvæmdarlegs eðlis, svo sem um ráðningu starfsfólks o.fl. Þá er einkennandi fyrir menntalöggjöfina að það hefur verið settur fjöldinn allur af reglugerðum og reglum sem eru á víð og dreif. Ef við tökum til að mynda lög um grunnskóla sem dæmi að þá eru nú í gildi 14 reglur og reglugerðir sem settar hafa verið á grundvelli laganna. Með þessum reglum og reglugerðum er kveðið á um ýmis réttindi og skyldur aðila skólasamfélagsins. Þar er m.a. fjallað um hvernig skólaakstri skal háttað, skólagöngu fósturbarna, stuðning við nemendur með sérþarfir og heimakennslu. Að auki ber að nefna að nemendur leik- og grunnskóla, auk flestra nemenda menntaskóla eru börn. Því þarf skólastarf að taka mið af þeim réttindum sem börnum eru tryggð auk almennra laga sem gilda á Íslandi. Má meðal annars nefna bann við mismunun, rétt barns til lífs og þroska og rétt þess til að láta skoðanir sínar í ljós. Þegar lög á sviði menntamála eru framkvæmd þá þarf ætíð að huga að því að barn njóti þeirra réttinda sem stjórnarskrá, almenn lög og alþjóðasáttmálar tryggja því og öll úrræði sem skólar grípa til verða að stefna að því að vernda þessi réttindi barna. Þekking á menntarétti getur skipt sköpum Til samræmis við þetta breytta starfsumhverfi hefur löggjafinn með lögum um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda, nr. 95/2019, gert þá kröfu að kennarar og skólastjórnendur hafi þekkingu á þeim lögum og reglum sem gilda á því skólastigi sem þeir starfa á. Varðandi skólastjórnendur hefur löggjafinn enn fremur gert þá kröfu að þeir hafi þekkingu á öðrum lögum, reglugerðum og opinberum fyrirmælum sem varða skólastarf og hæfni til að leiða skólastarf í samræmi við markmið og ákvæði laga. Ljóst er að með aukinni þekkingu kennara og skólastjórnenda á réttarsviðinu hefði mátt koma í veg fyrir mörg mál sem ratað hafa í fjölmiðla. Það má ef til vill leiða líkur að því að löggjafinn hafi metið það sem svo að betri innsýn og þekking kennara og skólastjórnenda á því réttarumhverfi sem í hlut á hverju sinni getur skipt sköpum fyrir farsæla úrlausn mála. Námsefni um réttarumhverfi skóla sem sniðið er að þörfum kennara hefur hingað til ekki verið til. Lögfræðiþjónusta Hafnarfjarðar hefur hins vegar nýverið sett saman greinargóð námskeið sem veita kennurum og skólastjórnendum á mismunandi skólastigum góða yfirsýn yfir helstu lög og reglugerðir sem hafa þarf að leiðarljósi í skólastarfi. Ég vona að námskeiðin nýtist sem flestum og stuðli að farsælli úrlausn ýmissa mála sem upp kunna að koma í skólastarfi. Höfundur er lögmaður hjá Lögfræðiþjónustu Hafnarfjarðar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun