Fullveldið og undirgefnin Jakob Frímann Magnússon skrifar 1. desember 2023 11:00 Við fögnum í dag fullveldi okkar, því hinu sama og við glutruðum í hendur Noregskonungs 1262 sökum döngunar- og friðleysis. Vorum síðan öldum saman að harma og reyna að endurheimta, hnípin þjóð í viðvarandi vanda. Fullveldið endurheimtum við síðan loks úr hendi Danakonungs fyrir 105 árum. Fullveldi merkir stjórnskipulegt sjálfstæði, þ.e. að valdið til að taka ákvarðanir hvíli hjá innlendum stofnunum og aðilum. En hvernig skyldi okkur síðan hafa haldist á fullveldinu okkar langþráða? Það hefur reyndar á undanförnum áratugum þróast í þá átt að í dag berast okkur árlega um 650 fyrirmæli frá Brussel um nýjar innleiðingar á lögum og reglum — allt í skjóli EES-samningsins sem við undirrituðum í góðri trú fyrir þremur áratugum. Við finnum fyrir stöðugt vaxandi kröfum um framlög í evrópska þróunarsjóði, flugskatta, skipaskatta, Schengen-skatta og sitthvað fleira, kröfum sem við inngönguna í EES komu aldrei til tals. Gömlu þýlyndisgenin í okkur virðast furðu lífseig frá dögum norsku og dönsku kónganna og fyrirstaðan gegn vaxandi frekju Evrópuvaldsins og peningaplokki öllu hefur ekki reynst sérlega haldbær. Við þegjum frekar bara og borgum. Stígi hins vegar fram innlendir sárafátækir eldri borgarar og óski eftir örlitlum stuðningi yfir jólamánuðinn, nú á geðveikum vaxta- og verðbólgutímum, skortir ekkert á festuna og aðhaldssemina í ríkisfjármálum. Beðið hefur verið um litlar 66.000 krónur fyrir þá 2.000 einstaklinga sem mynda fátækasta þjóðfélagshópinn í okkar annars vellauðuga samfélagi, en þá er svarið kjarnyrt: Nei! Fögnum nú 105 ára fullveldisafmæli okkar í dag með rausn og reisn, en vonandi jafnframt með eilítið betri samvisku gagnvart hinum fátækustu meðal vor, fólkinu sem mest þarf á okkur að halda nú í aðdraganda rándýrra jóla. Okkur ber möglunarlaust að greiða verst setta aldraða fólkinu okkar þessa 66.381 kr. skatta- og skerðingarlausa eingreiðslu sem óskað hefur verið eftir nú í desember, með sama hætti og sammælst hefur verið um gagnvart öryrkjum. Slíkt yrði seint flokkað sem einhver ofrausn eða bruðl á þeim uppgangstímum ríkissjóðs sem þegar hefur skilað okkur á annað hundrað milljarða umfram væntingar á þessu ári einu og sér. Hugum síðan að sóma okkar og raunverulegu fullveldi til langrar framtíðar! Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Jakob Frímann Magnússon Mest lesið Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Við fögnum í dag fullveldi okkar, því hinu sama og við glutruðum í hendur Noregskonungs 1262 sökum döngunar- og friðleysis. Vorum síðan öldum saman að harma og reyna að endurheimta, hnípin þjóð í viðvarandi vanda. Fullveldið endurheimtum við síðan loks úr hendi Danakonungs fyrir 105 árum. Fullveldi merkir stjórnskipulegt sjálfstæði, þ.e. að valdið til að taka ákvarðanir hvíli hjá innlendum stofnunum og aðilum. En hvernig skyldi okkur síðan hafa haldist á fullveldinu okkar langþráða? Það hefur reyndar á undanförnum áratugum þróast í þá átt að í dag berast okkur árlega um 650 fyrirmæli frá Brussel um nýjar innleiðingar á lögum og reglum — allt í skjóli EES-samningsins sem við undirrituðum í góðri trú fyrir þremur áratugum. Við finnum fyrir stöðugt vaxandi kröfum um framlög í evrópska þróunarsjóði, flugskatta, skipaskatta, Schengen-skatta og sitthvað fleira, kröfum sem við inngönguna í EES komu aldrei til tals. Gömlu þýlyndisgenin í okkur virðast furðu lífseig frá dögum norsku og dönsku kónganna og fyrirstaðan gegn vaxandi frekju Evrópuvaldsins og peningaplokki öllu hefur ekki reynst sérlega haldbær. Við þegjum frekar bara og borgum. Stígi hins vegar fram innlendir sárafátækir eldri borgarar og óski eftir örlitlum stuðningi yfir jólamánuðinn, nú á geðveikum vaxta- og verðbólgutímum, skortir ekkert á festuna og aðhaldssemina í ríkisfjármálum. Beðið hefur verið um litlar 66.000 krónur fyrir þá 2.000 einstaklinga sem mynda fátækasta þjóðfélagshópinn í okkar annars vellauðuga samfélagi, en þá er svarið kjarnyrt: Nei! Fögnum nú 105 ára fullveldisafmæli okkar í dag með rausn og reisn, en vonandi jafnframt með eilítið betri samvisku gagnvart hinum fátækustu meðal vor, fólkinu sem mest þarf á okkur að halda nú í aðdraganda rándýrra jóla. Okkur ber möglunarlaust að greiða verst setta aldraða fólkinu okkar þessa 66.381 kr. skatta- og skerðingarlausa eingreiðslu sem óskað hefur verið eftir nú í desember, með sama hætti og sammælst hefur verið um gagnvart öryrkjum. Slíkt yrði seint flokkað sem einhver ofrausn eða bruðl á þeim uppgangstímum ríkissjóðs sem þegar hefur skilað okkur á annað hundrað milljarða umfram væntingar á þessu ári einu og sér. Hugum síðan að sóma okkar og raunverulegu fullveldi til langrar framtíðar! Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun