„Alls konar lið að kalla mig lúser“ Sæbjörn Þór Steinke skrifar 30. nóvember 2023 21:59 Maté Dalmay, þjálfari Hauka, hafði margt að segja eftir sigur kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét Haukar voru án sigurs í síðustu fjórum leikjum þegar Höttur kom í heimsókn í níundu umferð Subway-deildarinnar. Haukar unnu leikinn með átta stigum, 93-85, og færast því fjær fallpakkanum og nær sæti í úrslitakeppninni. Þjálfari liðsins, Mate Dalmay, ræddi við Stöð 2 Sport og Vísi eftir leikinn í kvöld. „Það er smá léttir, mig langar að segja að ég sé ógeðslega ánægður en þetta er meiri léttir. Við erum komnir með þrjá helvítis sigra og vonandi komnir á eitthvað ról. Þetta er mjög jákvæður sigur. Við gerðum einhverjar breytingar til að hrista aðeins upp í þessu, stundum þarf að gera það svo menn öðlist einhverja trú; fá ferska gaura inn sem eru ekki búnir að fara í gegnum eyðimerkurgöngu með liðinu. Svo erum við án David Okeke og þá vita menn að þeir þurfa að leggja á sig ruslavinnu sem verður til með hans fjarveru. Menn voru mjög samstiga í því; þú sást alls konar menn sem geta varla hoppað taka eitt og eitt frákast.“ Á þeim nótum, hvernig er staðan á David Okeke? „Ég veit það ekki. Hann er að fara í test í næstu viku og á að fá út úr testi sem hann fór í á mánudag. Spurðu mig eftir viku. Ég veit ekki hvort hann spili aftur á þessari leiktíð. Það er leikmaður sem er að spila á miðjunni hjá Manchester United, [Christian Eriksen] sem hefur glímt við samskonar vandamál. Ég veit það ekki, það eru læknar sem munu úrskurða það. Hann vill spila, körfubolti er lífið hans, við gerum bara það sem bestu hjartalæknar landsins segja og tökum þetta þaðan.“ Mate talaði um að hrista upp í hlutunum. Hann skipti við Álftanes á leikmönnum í vikunni. Daniel Love kom í Hauka frá Álftanesi og Ville Tahvanainen fór í Álftanes frá Haukum. Love átti frábæran leik og endaði sem stigahæsti maður vallarins. „Hann átti mjög góðan leik, eiginlega betri leik en maður bjóst við miðað við að hann er búinn að taka tvær æfingar með okkur. Hann er mjög góður í vörn, það var mikilvægur þáttur að fá einn sem er svolítið snöggur á löppunum, og svo komst hann á hringinn og vítalínuna sem gefur okkur betra jafnvægi.“ „Mig langar að segja einhverja geggjaða sögu að ég og Kjartan Atli [Kjartansson, þjálfari Álftaness] höfum verið að fá okkur eina rauða niðri í bæ einhvers staðar og vera tala um að gera fyrsta „trade“ á Íslandi. En þetta var ekki þannig. Hann vantaði smá skot ógn og mig vantaði gaur sem kemst á hringinn. Við ræddum aðeins saman og ákváðum: af hverju ekki? Já já (vel lukkað til þessa), þetta er einn leikur, hann var betri en ég þorði að vona, en við vorum hins vegar að spila á móti liði sem er kannski aðeins hægara á löppunum heldur en mörg önnur lið. Það opnaði alls konar leiðir fyrir hann til að sækja á körfuna. Ég hlakka til að sjá hann keyra á körfuna á móti hraðari mönnum.“ Mate er nokkuð líflegur á hliðarlínunni og sést vel á honum þegar hann er ósáttur við dómgæsluna. Hann var spurður hvort hann vildi eitthvað tjá sig um hana eftir þennan leik. „Nei nei, hún var bara allt í lagi. Ég þarf bara eitthvað aðeins að gúgla þrjár sekúndur. Dómararnir voru eitthvað að segja mér að ef leikmaður er aktífur inni í teig þá má hann vera þar að eilífu. Ég veit það ekki, þá ætla ég að fá mér einhvern 250 sm gaur sem er extra aktífur og stendur alltaf undir hringnum.“ Var búin að myndast einhver pressa á þér að fara vinna leik aftur? „Það er alls konar pressa, ekki frá stjórn Hauka, en það er bara pressa uppi í vinnu, það er pressa heima fyrir, pressa frá dóttur minni, mömmu og pabba, vinahópnum. Alls konar svona lið að kalla mig lúser.“ Þjálfari Grindavíkur, Jóhann Þór Ólafsson, sagði í viðtali eftir síðasta leik síns liðs: „Hvað heitir þjálfari Hauka.“ Vissi annað hvort ekki hvað Mate hét eða þóttist ekki vita það. Talsverð umræða myndaðist í kjölfarið og margir sem vildu meina að Jóhann vissi vel hvað Mate héti. Hvað finnst Mate? „Það eru allir búnir að segja mér að ég eigi að svara og segja: „Ég veit ekki hver hann er, hann er bara bróðir Óla Óla.“ Ég held einlægt að hann hafi bara ekki munað hvað ég heiti af því ég heiti Máté. Ef ekki, þá er hann í sandkassaleik, að reyna komast inn í hausinn á mér fyrir leikinn í bikarnum.“ Haukar eru með þrjá sigra og sex tapleiki eftir níu leiki. Mate setur stefnuna á að vinna síðustu þrjá leikina fyrir jólafrí; tvo leiki í deild og einn í bikar. „Við ætlum að vinna alla leikina fyrir áramót. Eigum eftir að mæta Álftanesi einu sinni og Grindavík tvisvar. Við ætlum að fara með 5-6 og vera komnir í 8-liða úrslit í bikar.“ Mate hafði fyrir því að setja eyrnalokka í eyrun fyrir sjónvarpsviðtalið. Hvers vegna? „Fyrir leik var ég aðeins að tala við strákana að það væri ekkert svægi yfir liðinu. Við erum búnir að vera helvítis lúserar í þessum jöfnu leikjum sem við höfum tapað. Þá fóru strákarnir að tala um að ég hafi verið miklu svalari og unglegri í fyrra. Ég veit ekki hvað það er, hvort ég sé orðinn eitthvað leiðinlegur eða orðinn gamall eða eitthvað. Ég spurði hvað ég gæti gert og það var einn sem stakk upp á þessu,“ sagði þjálfarinn að lokum. Körfubolti Subway-deild karla Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Höttur 93-85 | Loks unnu Haukar leik Haukar höfðu tapað fjórum leikjum í röð fyrir leik kvöldsins gegn Hetti í Subway-deild karla. Þeirri taphrinu lauk í kvöld þar sem Haukar unnu með átta stiga mun og eru komnir á sigurbraut. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 30. nóvember 2023 20:25 Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Sjá meira
Þjálfari liðsins, Mate Dalmay, ræddi við Stöð 2 Sport og Vísi eftir leikinn í kvöld. „Það er smá léttir, mig langar að segja að ég sé ógeðslega ánægður en þetta er meiri léttir. Við erum komnir með þrjá helvítis sigra og vonandi komnir á eitthvað ról. Þetta er mjög jákvæður sigur. Við gerðum einhverjar breytingar til að hrista aðeins upp í þessu, stundum þarf að gera það svo menn öðlist einhverja trú; fá ferska gaura inn sem eru ekki búnir að fara í gegnum eyðimerkurgöngu með liðinu. Svo erum við án David Okeke og þá vita menn að þeir þurfa að leggja á sig ruslavinnu sem verður til með hans fjarveru. Menn voru mjög samstiga í því; þú sást alls konar menn sem geta varla hoppað taka eitt og eitt frákast.“ Á þeim nótum, hvernig er staðan á David Okeke? „Ég veit það ekki. Hann er að fara í test í næstu viku og á að fá út úr testi sem hann fór í á mánudag. Spurðu mig eftir viku. Ég veit ekki hvort hann spili aftur á þessari leiktíð. Það er leikmaður sem er að spila á miðjunni hjá Manchester United, [Christian Eriksen] sem hefur glímt við samskonar vandamál. Ég veit það ekki, það eru læknar sem munu úrskurða það. Hann vill spila, körfubolti er lífið hans, við gerum bara það sem bestu hjartalæknar landsins segja og tökum þetta þaðan.“ Mate talaði um að hrista upp í hlutunum. Hann skipti við Álftanes á leikmönnum í vikunni. Daniel Love kom í Hauka frá Álftanesi og Ville Tahvanainen fór í Álftanes frá Haukum. Love átti frábæran leik og endaði sem stigahæsti maður vallarins. „Hann átti mjög góðan leik, eiginlega betri leik en maður bjóst við miðað við að hann er búinn að taka tvær æfingar með okkur. Hann er mjög góður í vörn, það var mikilvægur þáttur að fá einn sem er svolítið snöggur á löppunum, og svo komst hann á hringinn og vítalínuna sem gefur okkur betra jafnvægi.“ „Mig langar að segja einhverja geggjaða sögu að ég og Kjartan Atli [Kjartansson, þjálfari Álftaness] höfum verið að fá okkur eina rauða niðri í bæ einhvers staðar og vera tala um að gera fyrsta „trade“ á Íslandi. En þetta var ekki þannig. Hann vantaði smá skot ógn og mig vantaði gaur sem kemst á hringinn. Við ræddum aðeins saman og ákváðum: af hverju ekki? Já já (vel lukkað til þessa), þetta er einn leikur, hann var betri en ég þorði að vona, en við vorum hins vegar að spila á móti liði sem er kannski aðeins hægara á löppunum heldur en mörg önnur lið. Það opnaði alls konar leiðir fyrir hann til að sækja á körfuna. Ég hlakka til að sjá hann keyra á körfuna á móti hraðari mönnum.“ Mate er nokkuð líflegur á hliðarlínunni og sést vel á honum þegar hann er ósáttur við dómgæsluna. Hann var spurður hvort hann vildi eitthvað tjá sig um hana eftir þennan leik. „Nei nei, hún var bara allt í lagi. Ég þarf bara eitthvað aðeins að gúgla þrjár sekúndur. Dómararnir voru eitthvað að segja mér að ef leikmaður er aktífur inni í teig þá má hann vera þar að eilífu. Ég veit það ekki, þá ætla ég að fá mér einhvern 250 sm gaur sem er extra aktífur og stendur alltaf undir hringnum.“ Var búin að myndast einhver pressa á þér að fara vinna leik aftur? „Það er alls konar pressa, ekki frá stjórn Hauka, en það er bara pressa uppi í vinnu, það er pressa heima fyrir, pressa frá dóttur minni, mömmu og pabba, vinahópnum. Alls konar svona lið að kalla mig lúser.“ Þjálfari Grindavíkur, Jóhann Þór Ólafsson, sagði í viðtali eftir síðasta leik síns liðs: „Hvað heitir þjálfari Hauka.“ Vissi annað hvort ekki hvað Mate hét eða þóttist ekki vita það. Talsverð umræða myndaðist í kjölfarið og margir sem vildu meina að Jóhann vissi vel hvað Mate héti. Hvað finnst Mate? „Það eru allir búnir að segja mér að ég eigi að svara og segja: „Ég veit ekki hver hann er, hann er bara bróðir Óla Óla.“ Ég held einlægt að hann hafi bara ekki munað hvað ég heiti af því ég heiti Máté. Ef ekki, þá er hann í sandkassaleik, að reyna komast inn í hausinn á mér fyrir leikinn í bikarnum.“ Haukar eru með þrjá sigra og sex tapleiki eftir níu leiki. Mate setur stefnuna á að vinna síðustu þrjá leikina fyrir jólafrí; tvo leiki í deild og einn í bikar. „Við ætlum að vinna alla leikina fyrir áramót. Eigum eftir að mæta Álftanesi einu sinni og Grindavík tvisvar. Við ætlum að fara með 5-6 og vera komnir í 8-liða úrslit í bikar.“ Mate hafði fyrir því að setja eyrnalokka í eyrun fyrir sjónvarpsviðtalið. Hvers vegna? „Fyrir leik var ég aðeins að tala við strákana að það væri ekkert svægi yfir liðinu. Við erum búnir að vera helvítis lúserar í þessum jöfnu leikjum sem við höfum tapað. Þá fóru strákarnir að tala um að ég hafi verið miklu svalari og unglegri í fyrra. Ég veit ekki hvað það er, hvort ég sé orðinn eitthvað leiðinlegur eða orðinn gamall eða eitthvað. Ég spurði hvað ég gæti gert og það var einn sem stakk upp á þessu,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Körfubolti Subway-deild karla Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Höttur 93-85 | Loks unnu Haukar leik Haukar höfðu tapað fjórum leikjum í röð fyrir leik kvöldsins gegn Hetti í Subway-deild karla. Þeirri taphrinu lauk í kvöld þar sem Haukar unnu með átta stiga mun og eru komnir á sigurbraut. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 30. nóvember 2023 20:25 Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Höttur 93-85 | Loks unnu Haukar leik Haukar höfðu tapað fjórum leikjum í röð fyrir leik kvöldsins gegn Hetti í Subway-deild karla. Þeirri taphrinu lauk í kvöld þar sem Haukar unnu með átta stiga mun og eru komnir á sigurbraut. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 30. nóvember 2023 20:25
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti