Pláss fyrir 125 farþega í 18 metra Borgarlínuvagni Ásdís Kristinsdóttir skrifar 28. nóvember 2023 12:00 Er Borgarlínan lest? Við hjá Verkefnastofu Borgarlínunnar fáum reglulega þessa spurningu, en henni er auðsvarað. Nei, Borgarlínan er ekki lest. Borgarlínuvagnarnir verða líkari venjulegum almenningsvögnum en þeir verða 18 metra langir liðvagnar á hjólum með plássi fyrir 125 farþega. Þetta verða rafmagnsvagnar og að hámarki 29 tonn að þyngd, með þrepalausu aðgengi, sem þýðir að fólk þarf ekki að stíga upp í þá, eins og er í dag. Þannig verða vagnarnir aðgengilegir fyrir alla, þar með talið fólk sem notar hjólastóla og fólk með barnavagna. Borgarlínan snýst um að gera almenningssamgöngur að þægilegum og aðgengilegum ferðamáta og stórbæta þjónustu við íbúa og gesti höfuðborgarsvæðisins. Borgarlínan mun tengja betur saman höfuðborgarsvæðið með meiri lífsgæðum fyrir íbúa og gesti. Lykilatriði er að Borgarlínuvagnarnir munu að mestu aka í sérrými en þannig komast þeir á milli staða á annatíma, sama hvernig umferðin er á öðrum akreinum. Auk þess fá vagnarnir forgang á gatnamótum. Þetta tvennt, sérrými og forgangur, tryggir styttri ferðatíma og áreiðanleika. Ætlunin er að vagnarnir aki oft á klukkutíma og ferðirnar verði áreiðanlegar, en á háannatíma verða þær á 7-10 mínútna fresti svo það verður aldrei langt í næsta vagn. Ef fleiri þurfa pláss í Borgarlínuvagni á háannatíma verður hægt að bæta við fleiri vögnum til að anna eftirspurn. Það verður enginn skilinn eftir. En hvað er að gerast í Borgarlínuverkefninu? Hönnun Borgarlínunnar er í fullum gangi. Verkefnið felur meðal annars í sér að endurhanna göturými á höfuðborgarsvæðinu til að koma fyrir sérrými fyrir Borgarlínuvagna, ásamt Borgarlínustöðvum. Í verkefninu felst einnig að hanna göngu- og hjólastíga svo að til verði heildstætt kerfi sem stuðlar að því að fólk geti ferðast til og frá Borgarlínustöðvum með því sem kallað er virkum ferðamáta. Virkur ferðamáti er til dæmis að ganga eða hjóla. Með því að skoða þetta allt í samhengi og búa til öruggt og þægilegt kerfi er hægt að styðja við breyttar ferðavenjur hjá fjölda fólks sem hefur áhuga á að nýta sér góðar almenningssamgöngur í bland við virka ferðamáta. Höfundur er forstöðumaður Verkefnastofu Borgarlínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarlína Samgöngur Reykjavík Mest lesið Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Er Borgarlínan lest? Við hjá Verkefnastofu Borgarlínunnar fáum reglulega þessa spurningu, en henni er auðsvarað. Nei, Borgarlínan er ekki lest. Borgarlínuvagnarnir verða líkari venjulegum almenningsvögnum en þeir verða 18 metra langir liðvagnar á hjólum með plássi fyrir 125 farþega. Þetta verða rafmagnsvagnar og að hámarki 29 tonn að þyngd, með þrepalausu aðgengi, sem þýðir að fólk þarf ekki að stíga upp í þá, eins og er í dag. Þannig verða vagnarnir aðgengilegir fyrir alla, þar með talið fólk sem notar hjólastóla og fólk með barnavagna. Borgarlínan snýst um að gera almenningssamgöngur að þægilegum og aðgengilegum ferðamáta og stórbæta þjónustu við íbúa og gesti höfuðborgarsvæðisins. Borgarlínan mun tengja betur saman höfuðborgarsvæðið með meiri lífsgæðum fyrir íbúa og gesti. Lykilatriði er að Borgarlínuvagnarnir munu að mestu aka í sérrými en þannig komast þeir á milli staða á annatíma, sama hvernig umferðin er á öðrum akreinum. Auk þess fá vagnarnir forgang á gatnamótum. Þetta tvennt, sérrými og forgangur, tryggir styttri ferðatíma og áreiðanleika. Ætlunin er að vagnarnir aki oft á klukkutíma og ferðirnar verði áreiðanlegar, en á háannatíma verða þær á 7-10 mínútna fresti svo það verður aldrei langt í næsta vagn. Ef fleiri þurfa pláss í Borgarlínuvagni á háannatíma verður hægt að bæta við fleiri vögnum til að anna eftirspurn. Það verður enginn skilinn eftir. En hvað er að gerast í Borgarlínuverkefninu? Hönnun Borgarlínunnar er í fullum gangi. Verkefnið felur meðal annars í sér að endurhanna göturými á höfuðborgarsvæðinu til að koma fyrir sérrými fyrir Borgarlínuvagna, ásamt Borgarlínustöðvum. Í verkefninu felst einnig að hanna göngu- og hjólastíga svo að til verði heildstætt kerfi sem stuðlar að því að fólk geti ferðast til og frá Borgarlínustöðvum með því sem kallað er virkum ferðamáta. Virkur ferðamáti er til dæmis að ganga eða hjóla. Með því að skoða þetta allt í samhengi og búa til öruggt og þægilegt kerfi er hægt að styðja við breyttar ferðavenjur hjá fjölda fólks sem hefur áhuga á að nýta sér góðar almenningssamgöngur í bland við virka ferðamáta. Höfundur er forstöðumaður Verkefnastofu Borgarlínu.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar