Kristín Soffía til RARIK Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. nóvember 2023 11:47 Kristín Soffía Jónsdóttir. RARIK hefur ráðið til sín Kristínu Soffíu Jónsdóttur sem framkvæmdastjóra Þróunar og framtíðar RARIK. Um er að ræða nýja stöðu samkvæmt nýju skipulagi RARIK sem tók gildi 1. október síðastliðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að Kristín Soffía komi frá Leitar Capital Partners en sitji jafnframt í stjórn Orkusölunnar ehf., dótturfyrirtækis RARIK. Þar áður var hún framkvæmdastjóri hjá KLAK - Icelandic Startups. Kristín Soffía hefur ennfremur starfað sem borgarfulltrúi um margra ára skeið. Þá stofnaði Kristín félagið Sea Fuel ehf. sem undirbjó framleiðslu á ammoníaki. Fram kemur að Kristín Soffía hafi víðtæka og fjölbreytta reynslu af störfum úr nýsköpun og frumkvöðlastarfi sem henti vel fyrir komandi verkefni hennar í Þróun og framtíð þar sem áhersla verði lögð á þau miklu tækifæri sem felast í breytingum sem eru að raungerast á sviði orkumála og í verkefnum dreifiveitna. „Við erum kampakát að fá Kristínu til liðs við okkur í nýju skipulagi RARIK. Reynsla hennar er mjög hentug þeim verkefnum sem hún mun takast á hendur og ekki síður er drifkraftur hennar mikilvægur þegar við stöndum frammi fyrir nýjum áskorunum í tengslum við þriðju orkuskiptin á landsbyggðinni. Bakgrunnur Kristínar er umhverfisverkfræði sem er okkur mikilvæg fagþekking og tengir vel við verkefni um loftslagsvá og orkuskipti. Við hlökkum til að fá hana til starfa í framkvæmdastjórn RARIK,“ segir Magnús Þór Ásmundsson forstjóri RARIK. Þriðju orkuskiptin í forgrunni Þá segir í tilkynningu RARIK að í forgrunni verkefna Kristínar Soffíu verði þriðju orkuskiptin, en það sé hlutverk RARIK að gera þau möguleg á landsbyggðinni. Í starfinu felist meðal annars einnig rýni og greining á framtíðarhögun dreifiveitu með nýjum orkukostum og smávirkjunum þar sem viðskiptavinir verði í ríkari mæli bæð viðtakendur og framleiðendur raforku. „Hjartað mitt slær alltaf í umhverfismálum og ég er mjög spennt að vera komin í orkumálin og tel að það felist gríðarleg tækifæri í orkuskiptum á landsbyggðinni. Nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi hafa átt hug minn allan seinustu ár og núna fæ ég tækifæri til að sameina ástríðu mína fyrir umhverfismálum og nýsköpun og er þetta því sannkallað draumastarf. Ég mun leggja hart að mér til að leiða þessi verkefni til lykta með góðum stuðningi reyndra og faglegra starfsfélaga hjá RARIK,“ segir Kristín Soffía. Tryggvi Ásgrímsson sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra Þróunar og framtíðar hefur ákveðið að stíga til hliðar sem framkvæmdastjóri. Tryggvi á að baki tæplega 36 ára starfsferil hjá RARIK, nú síðast sem framkvæmdastjóri Tæknisviðs og svo framkvæmdastjóri Þróunar og framtíðar. Tryggvi mun áfram starfa á sviðinu sem sérfræðingur og vera Kristínu innan handar í nýju hlutverki. RARIK hefur á undanförnum vikum ráðið fjölbreyttan hóp nýs starfsfólks í tíu hlutverk, til samræmis við nýtt skipurit félagsins. Sjö þeirra mun starfa á starfstöðvum RARIK á landsbyggðinni og þrjú á starfsstöð fyrirtækisins í Reykjavík. Í ráðningunum var lögð áhersla á að veita tækifæri á landsbyggðinni en yfir 70% alls starfsfólks RARIK starfar á starfsstöðvum fyrirtækisins utan höfuðborgarsvæðisins Vistaskipti Orkumál Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að Kristín Soffía komi frá Leitar Capital Partners en sitji jafnframt í stjórn Orkusölunnar ehf., dótturfyrirtækis RARIK. Þar áður var hún framkvæmdastjóri hjá KLAK - Icelandic Startups. Kristín Soffía hefur ennfremur starfað sem borgarfulltrúi um margra ára skeið. Þá stofnaði Kristín félagið Sea Fuel ehf. sem undirbjó framleiðslu á ammoníaki. Fram kemur að Kristín Soffía hafi víðtæka og fjölbreytta reynslu af störfum úr nýsköpun og frumkvöðlastarfi sem henti vel fyrir komandi verkefni hennar í Þróun og framtíð þar sem áhersla verði lögð á þau miklu tækifæri sem felast í breytingum sem eru að raungerast á sviði orkumála og í verkefnum dreifiveitna. „Við erum kampakát að fá Kristínu til liðs við okkur í nýju skipulagi RARIK. Reynsla hennar er mjög hentug þeim verkefnum sem hún mun takast á hendur og ekki síður er drifkraftur hennar mikilvægur þegar við stöndum frammi fyrir nýjum áskorunum í tengslum við þriðju orkuskiptin á landsbyggðinni. Bakgrunnur Kristínar er umhverfisverkfræði sem er okkur mikilvæg fagþekking og tengir vel við verkefni um loftslagsvá og orkuskipti. Við hlökkum til að fá hana til starfa í framkvæmdastjórn RARIK,“ segir Magnús Þór Ásmundsson forstjóri RARIK. Þriðju orkuskiptin í forgrunni Þá segir í tilkynningu RARIK að í forgrunni verkefna Kristínar Soffíu verði þriðju orkuskiptin, en það sé hlutverk RARIK að gera þau möguleg á landsbyggðinni. Í starfinu felist meðal annars einnig rýni og greining á framtíðarhögun dreifiveitu með nýjum orkukostum og smávirkjunum þar sem viðskiptavinir verði í ríkari mæli bæð viðtakendur og framleiðendur raforku. „Hjartað mitt slær alltaf í umhverfismálum og ég er mjög spennt að vera komin í orkumálin og tel að það felist gríðarleg tækifæri í orkuskiptum á landsbyggðinni. Nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi hafa átt hug minn allan seinustu ár og núna fæ ég tækifæri til að sameina ástríðu mína fyrir umhverfismálum og nýsköpun og er þetta því sannkallað draumastarf. Ég mun leggja hart að mér til að leiða þessi verkefni til lykta með góðum stuðningi reyndra og faglegra starfsfélaga hjá RARIK,“ segir Kristín Soffía. Tryggvi Ásgrímsson sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra Þróunar og framtíðar hefur ákveðið að stíga til hliðar sem framkvæmdastjóri. Tryggvi á að baki tæplega 36 ára starfsferil hjá RARIK, nú síðast sem framkvæmdastjóri Tæknisviðs og svo framkvæmdastjóri Þróunar og framtíðar. Tryggvi mun áfram starfa á sviðinu sem sérfræðingur og vera Kristínu innan handar í nýju hlutverki. RARIK hefur á undanförnum vikum ráðið fjölbreyttan hóp nýs starfsfólks í tíu hlutverk, til samræmis við nýtt skipurit félagsins. Sjö þeirra mun starfa á starfstöðvum RARIK á landsbyggðinni og þrjú á starfsstöð fyrirtækisins í Reykjavík. Í ráðningunum var lögð áhersla á að veita tækifæri á landsbyggðinni en yfir 70% alls starfsfólks RARIK starfar á starfsstöðvum fyrirtækisins utan höfuðborgarsvæðisins
Vistaskipti Orkumál Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Sjá meira