„Fyrir mér þá er þetta fegurðin við hann“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2023 13:30 Það er mjög erfitt að halda Sigurði Péturssyni fyrir framan sig. Vísir/Bára Sigurður Pétursson átti sannkallaðan stórleik þegar Keflvíkingar rúlluðu upp nágrönnum sínum úr Grindavík í áttundu umferð Subway deildar karla í körfubolta. Sigurður skoraði 26 stig á 30 mínútum en hann hitti alls úr átta af ellefu skotum sínum í leiknum. „Sigurður Pétursson var að spila í sínu gamla húsi og þekkir hringina greinilega mjög vel því það fór allt ofan í hjá þessum strák nánast allan leikinn,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Subway Körfuboltakvölds. Sigurður hefur leikið með Breiðabliki undanfarin ár og hefur því æft og spilað margoft í Smáranum á síðustu árum. Grindavík þarf einmitt að spila heimaleiki sína í Smáranum vegna jarðhræringa undir bænum. Sigurður var því meira á heimavelli heldur en leikmenn Grindavíkurliðsins. Helgi Már Magnússon, sérfræðingur í Subway Körfuboltakvöldi, hrósaði Sigurði fyrir frammistöðuna. „Fyrir mér þá er þetta fegurðin við hann. Hann er á fullu varnarlega allan leikinn. Hann er í einhverju skítkasti við Kane. Það er svo mikil orka í honum,“ sagði Helgi Már. Deandre Kane er bandaríski stjörnuleikmaður Grindavíkur sem var mjög upptekinn af Sigurði í leiknum. „Hann var frábær í þessum leik og ég elska svona gæja sem bara úsar af orku og stemmningu,“ sagði Helgi. „Fyrir tveimur til þremur árum þá var hann aðallega varnarmaður. Sprengikraftur og frábær varnarlega. Það sést frá því á síðasta tímabili og þangað til núna að hann er búinn að vera að æfa skotið sitt,“ sagði Sævar Sævarsson. „Hann er bara miklu, miklu öruggari á skotinu sínu en hann hefur verið áður. Þar opnast hellingur fyrir hann. Ef hann getur hitt úr þessum þristum þá eru mennirnir farnir að vera nær honum. Þá er sprengikrafturinn og styrkurinn sem hann býr yfir ógnvænlegir,“ sagði Sævar. „Þetta er það sama og bróðir hans gerði (Hilmar Pétursson). Þegar hann byrjaði að hitta úr skotunum þá var hann orðinn algjört vandamál. Þeir eru báðir með svaka sprengju og geta komist á hringinn. Þegar þú þarft að komast nær þeim þá verða þeir fyrst og fremst vandamál,“ sagði Helgi. Hilmar Pétursson sló í gegn hjá Blikum en spilar nú sem atvinnumaður hjá þýska félaginu Münster. Það má horfa á umræðuna um Sigurð hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Sigurður Pétursson á móti Grindavík Subway-deild karla Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Sjá meira
Sigurður skoraði 26 stig á 30 mínútum en hann hitti alls úr átta af ellefu skotum sínum í leiknum. „Sigurður Pétursson var að spila í sínu gamla húsi og þekkir hringina greinilega mjög vel því það fór allt ofan í hjá þessum strák nánast allan leikinn,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Subway Körfuboltakvölds. Sigurður hefur leikið með Breiðabliki undanfarin ár og hefur því æft og spilað margoft í Smáranum á síðustu árum. Grindavík þarf einmitt að spila heimaleiki sína í Smáranum vegna jarðhræringa undir bænum. Sigurður var því meira á heimavelli heldur en leikmenn Grindavíkurliðsins. Helgi Már Magnússon, sérfræðingur í Subway Körfuboltakvöldi, hrósaði Sigurði fyrir frammistöðuna. „Fyrir mér þá er þetta fegurðin við hann. Hann er á fullu varnarlega allan leikinn. Hann er í einhverju skítkasti við Kane. Það er svo mikil orka í honum,“ sagði Helgi Már. Deandre Kane er bandaríski stjörnuleikmaður Grindavíkur sem var mjög upptekinn af Sigurði í leiknum. „Hann var frábær í þessum leik og ég elska svona gæja sem bara úsar af orku og stemmningu,“ sagði Helgi. „Fyrir tveimur til þremur árum þá var hann aðallega varnarmaður. Sprengikraftur og frábær varnarlega. Það sést frá því á síðasta tímabili og þangað til núna að hann er búinn að vera að æfa skotið sitt,“ sagði Sævar Sævarsson. „Hann er bara miklu, miklu öruggari á skotinu sínu en hann hefur verið áður. Þar opnast hellingur fyrir hann. Ef hann getur hitt úr þessum þristum þá eru mennirnir farnir að vera nær honum. Þá er sprengikrafturinn og styrkurinn sem hann býr yfir ógnvænlegir,“ sagði Sævar. „Þetta er það sama og bróðir hans gerði (Hilmar Pétursson). Þegar hann byrjaði að hitta úr skotunum þá var hann orðinn algjört vandamál. Þeir eru báðir með svaka sprengju og geta komist á hringinn. Þegar þú þarft að komast nær þeim þá verða þeir fyrst og fremst vandamál,“ sagði Helgi. Hilmar Pétursson sló í gegn hjá Blikum en spilar nú sem atvinnumaður hjá þýska félaginu Münster. Það má horfa á umræðuna um Sigurð hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Sigurður Pétursson á móti Grindavík
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Sjá meira