Handbolti

Noregur hafði betur gegn Ís­landi

Dagur Lárusson skrifar
Þórir Hergeirsson.
Þórir Hergeirsson. EPA-EFE/CLAUS FISKER

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði fyrir Noregi í Posten Cup mótinu í Noregi í dag sem eru hluti af undirbúningi liðanna fyrir HM.

Norska liðið, sem er þjálfað af Þóri Hergeirssyni og er eitt sterkasta landsliðs heims, var með algjöra yfirburði í fyrri hálfleiknum og sá íslenska liðið nánst ekki til sólar en staðan var 20-8 og því tólf marka munur í hálfleik, hvorki meira né minna.

Íslenska liðið náði þó að laga stöðuna í seinni hálfleiknum og vann seinni hálfleikinn með tveimur mörkum og voru lokatölur í leiknum 31-21. Tíu marka tap því staðreynd.

Markahæst í leiknum var Sandra Erlingsdóttir með átta mörk en á eftir henni voru það Vilde Ingstad með sex mörk og Thale Deila með fimm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×