Úrræði fyrir þolendur á landsbyggðinni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar 28. nóvember 2023 09:01 Þolendur á landsbyggðinni búa misvel að úrræðum þegar þeir verða fyrir ofbeldi. Frí og þolendamiðuð þjónusta er mikilvæg og aðgengi einstaklinga að slíkri þjónustu er mjög ólík á milli landshluta. Aflið þjónustar nokkur sveitarfélög en það má segja að þjónusta Aflsins sé sterkust á Norðurlandi eystra þar sem aðal starfsstöð Aflsins er. Ástæða þess er ekki fjöldi ráðgjafa eða starfmanna heldur vegna samstarfsaðila samtakanna sem eru einungis staðsettir á Norðurlandi eystra. Þeir samstarfsaðilar eru Bjarmahlíð og Kvennaathvarfið. Aflið sinnir ákveðnu hlutverki sem þessir samstarfsaðilar geta ekki sinnt og öfugt. Starfsemi þeirra og þjónusta eru gífurlega mikilvæg og samstarf á milli þessara samtaka er nauðsynlegt og gerir þeim kleift að veita einstaklingum betri þjónustu en ella. Við getum að sjálfsögðu alltaf haft samband við Bjarmahlíð og Kvennaathvarfið fyrir einstaklinga sem búa fyrir utan okkar aðal starfsstöð en þjónustan sem þessi samtök geta veitt þeim er oft háð því að þeir séu á Akureyri. Konur alls staðar á landsbyggðinni geta leitað í Kvennaathvarfið á Akureyri, en hversu langt á kona að þurfa að ferðast til þess að komast í öryggi? Bjarmahlíð og Aflið geta tekið fjarviðtöl við einstaklinga hvar sem er á landinu, en eiga einstaklingar ekki rétt á að velja hvort þeir fái stað- eða fjarþjónustu? Búseta á ekki að hafa áhrif á hvernig þjónustu þú getur fengið, búseta á ekki að segja til um hversu lengi þú þarft að keyra til þess að hitta fagaðila eða komast í skjól frá ógn, búseta á ekki að ákvarða hvernig eða hvenær þú vinnur úr afleiðingum ofbeldis. Húsnæði Aflsins við Aðalstræti 14 á Akureyri. Aðsend Aflið hefur unnið að því að opna fleiri starfsstöðvar á landsbyggðinni og hefur það sýnt að þegar úrræðið stendur til boða, þá fjölgar einstaklingum sem nýta sér þjónustuna á því svæði. Sem gefur til kynna að nálægð við úrræði auki líkurnar á því að fólk leiti sér hjálpar. Úrræði á landsbyggðinni þurfa auknar fjárveitingar til þess að sinna allri landsbyggðinni jafn vel. Eins og staðan er í dag er frí þolendamiðuð þjónusta á landsbyggðinni ekki viðunandi. Aflið er með viðtalsþjónustu í fimm bæjarfélögum og í einu þeirra eru Kvennaathvarfið og Bjarmahlíð. Hvað eru aftur mörg bæjarfélög á landsbyggðinni? Höfundur er framkvæmdarstýra Aflsins. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Kynferðisofbeldi Akureyri Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Þolendur á landsbyggðinni búa misvel að úrræðum þegar þeir verða fyrir ofbeldi. Frí og þolendamiðuð þjónusta er mikilvæg og aðgengi einstaklinga að slíkri þjónustu er mjög ólík á milli landshluta. Aflið þjónustar nokkur sveitarfélög en það má segja að þjónusta Aflsins sé sterkust á Norðurlandi eystra þar sem aðal starfsstöð Aflsins er. Ástæða þess er ekki fjöldi ráðgjafa eða starfmanna heldur vegna samstarfsaðila samtakanna sem eru einungis staðsettir á Norðurlandi eystra. Þeir samstarfsaðilar eru Bjarmahlíð og Kvennaathvarfið. Aflið sinnir ákveðnu hlutverki sem þessir samstarfsaðilar geta ekki sinnt og öfugt. Starfsemi þeirra og þjónusta eru gífurlega mikilvæg og samstarf á milli þessara samtaka er nauðsynlegt og gerir þeim kleift að veita einstaklingum betri þjónustu en ella. Við getum að sjálfsögðu alltaf haft samband við Bjarmahlíð og Kvennaathvarfið fyrir einstaklinga sem búa fyrir utan okkar aðal starfsstöð en þjónustan sem þessi samtök geta veitt þeim er oft háð því að þeir séu á Akureyri. Konur alls staðar á landsbyggðinni geta leitað í Kvennaathvarfið á Akureyri, en hversu langt á kona að þurfa að ferðast til þess að komast í öryggi? Bjarmahlíð og Aflið geta tekið fjarviðtöl við einstaklinga hvar sem er á landinu, en eiga einstaklingar ekki rétt á að velja hvort þeir fái stað- eða fjarþjónustu? Búseta á ekki að hafa áhrif á hvernig þjónustu þú getur fengið, búseta á ekki að segja til um hversu lengi þú þarft að keyra til þess að hitta fagaðila eða komast í skjól frá ógn, búseta á ekki að ákvarða hvernig eða hvenær þú vinnur úr afleiðingum ofbeldis. Húsnæði Aflsins við Aðalstræti 14 á Akureyri. Aðsend Aflið hefur unnið að því að opna fleiri starfsstöðvar á landsbyggðinni og hefur það sýnt að þegar úrræðið stendur til boða, þá fjölgar einstaklingum sem nýta sér þjónustuna á því svæði. Sem gefur til kynna að nálægð við úrræði auki líkurnar á því að fólk leiti sér hjálpar. Úrræði á landsbyggðinni þurfa auknar fjárveitingar til þess að sinna allri landsbyggðinni jafn vel. Eins og staðan er í dag er frí þolendamiðuð þjónusta á landsbyggðinni ekki viðunandi. Aflið er með viðtalsþjónustu í fimm bæjarfélögum og í einu þeirra eru Kvennaathvarfið og Bjarmahlíð. Hvað eru aftur mörg bæjarfélög á landsbyggðinni? Höfundur er framkvæmdarstýra Aflsins. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun