Norðurlandamet í rangfærslum án atrennu Stefán Pálsson skrifar 22. nóvember 2023 11:01 Atli Bollason heitir tæplega fertugur maður sem er titlaður fjöllistamaður (e. „multi disciplinary artist“) og munar um minna. Í grein á Vísi í gær, undir titlinum „Takk, Katrín!“ útbýr hann einhvers konar innsetningu þar sem hver staðreyndavillan og rangtúlkunin rekur aðra. Í raun má telja það allnokkurt afrek að hnoða saman pistli sem er jafn alrangur frá fyrsta staf til þess síðasta. Ögrandi list á að kalla á viðbrögð og hér skal gerð tilraun til að leiðrétta sitthvað af því sem fram kom í greininni: Íslensk stjórnvöld tryggðu það að viðsnúningur eftir heimsfaraldur sem lamaði íslenskt atvinnulíf með tilheyrandi afleiðingum fyrir fólkið í landinu varð snarpur. Ísland er eitt af örfáum löndum þar sem kaupmáttur almennings var varðveittur í gegnum heimsfaraldur. Íslensk stjórnvöld hafa ítrekað kallað eftir vopnahléi á Gaza, hvatt til þess að framganga ísraelskra stjórnvalda sé rannsökuð og veitt fé til þeirra rannsókna. Ísland er í hópi stærstu stuðningsaðila mannúðaraðstoðar á Gaza. Það var bæjarstjórnin í Reykjanesbæ sem seldi hlut sinn í HS Orku – en það breytir því ekki að fyrirtækið sinnir almannaþjónustuhlutverki fyrir 30 þúsund manns. Líklega myndi greinarhöfundur óska þess helst að fyrirtækið færi undir hraun svo að hægt sé að virkja fyrir rafmagni og finna heitt vatn annars staðar með tilheyrandi samfélagslegum kostnaði. Valdheimildir lögreglu hafa ekki verið auknar undanfarin ár. Lögum og reglum um skatta hefur verið breytt á undanförnum árum til að tryggja réttlátar skattgreiðslur stóriðjunnar. Fiskeldisgjöld munu hækka nú um áramótin og búið að kynna miklar breytingar á eftirliti með fiskeldi. Auðlindin okkar er grundvöllur stefnumótunar um fiskveiðistjórnunarkerfið þar sem margir hafa tekið þátt – kannski ekki greinarhöfundur en margir aðrir. Kolefnishlutleysi var lögfest á Alþingi 2021. Ísland er eitt af fáum ríkjum sem hefur gert það. Sama ár voru sett lög um hringrásarhagkerfi sem gerir það að verkum að núna erum við loksins farin að endurvinna lífræna úrganginn okkar alls staðar en ekki bara í sumum sveitarfélögum. Ísland er í öðru sæti í heimi þegar kemur rafbílavæðingu. Og vissulega finnst mér gott að það hafi dregið úr einnota plasti en greinilega sakna einhverjir plastpokanna sinna svo mikið að þeir taka ekki eftir neinu öðru sem gert er. Ástæðan fyrir því að meirihluti Alþingis ákvað að skipta fæðingarorlofi jafnt milli beggja foreldra og hafa sex vikur framseljanlegar var að meirihluti Alþingis styður jafnréttismarkmið fæðingarorlofskerfisins og vill tryggja jafna þátttöku foreldra í uppeldi barna sinna og á vinnumarkaði. Og þar er forsætisráðherra vissulega fremst í flokki enda umhugað um jafnrétti kynjanna. Núverandi forsætisráðherra hefur lagt raunverulega vinnu í að skapa sátt um breytingar á stjórnarskrá og lagt fram framsæknar breytingatillögur í þá veru ólíkt flestum öðrum þingmönnum. Upphafi hvalveiðitímabils var frestað enda ekki hægt að bregðast ekki við áliti fagráðs um dýravelferð. Fjárframlög til heilbrigðiskerfisins hafa verið stóraukin í tíð þessarar ríkisstjórnar. Meðal annars hefur heilsugæslan verið stórefld, dregið úr gjöldum á sjúklinga í heilbrigðiskerfinu og loksins ráðist í byggingu nýs Landspítala sem engin ríkisstjórn hafði treyst sér í fram að því. Um þriðjungur nýrra íbúða hefur verið byggður með framlögum ríkisins á undanförnum árum sem er eðlisbreyting á íslenskum húsnæðismarki og til marks um stórauknar félagslegar áherslur í kerfinu. Það hefur verið mörkuð stefna í húsnæðismálum í fyrsta sinn en því miður hefur verið skortur á byggingarhæfum lóðum sem er umhugsunarefni fyrir sveitarfélögin. Fjármagnstekjuskattur hefur verið hækkaður og gjöld í heilbrigðiskerfinu lækkuð með markvissum skrefum allt frá því að núverandi ríkisstjórn tók við. Á Íslandi er tekið á móti hlutfallslega fleiri umsækjendum um alþjóðlega vernd en annars staðar á Norðurlöndum. Mér er sannast sagna til efs að þessar ábendingar muni hafa mikil áhrif á heimsmynd Atla Bollasonar en fyrir skarpari lesendur þessa ágæta vefmiðils er ágætt að hafa staðreyndir á hreinu. Höfundur er varaborgarfulltrúi og félagi Í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Pálsson Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Atli Bollason heitir tæplega fertugur maður sem er titlaður fjöllistamaður (e. „multi disciplinary artist“) og munar um minna. Í grein á Vísi í gær, undir titlinum „Takk, Katrín!“ útbýr hann einhvers konar innsetningu þar sem hver staðreyndavillan og rangtúlkunin rekur aðra. Í raun má telja það allnokkurt afrek að hnoða saman pistli sem er jafn alrangur frá fyrsta staf til þess síðasta. Ögrandi list á að kalla á viðbrögð og hér skal gerð tilraun til að leiðrétta sitthvað af því sem fram kom í greininni: Íslensk stjórnvöld tryggðu það að viðsnúningur eftir heimsfaraldur sem lamaði íslenskt atvinnulíf með tilheyrandi afleiðingum fyrir fólkið í landinu varð snarpur. Ísland er eitt af örfáum löndum þar sem kaupmáttur almennings var varðveittur í gegnum heimsfaraldur. Íslensk stjórnvöld hafa ítrekað kallað eftir vopnahléi á Gaza, hvatt til þess að framganga ísraelskra stjórnvalda sé rannsökuð og veitt fé til þeirra rannsókna. Ísland er í hópi stærstu stuðningsaðila mannúðaraðstoðar á Gaza. Það var bæjarstjórnin í Reykjanesbæ sem seldi hlut sinn í HS Orku – en það breytir því ekki að fyrirtækið sinnir almannaþjónustuhlutverki fyrir 30 þúsund manns. Líklega myndi greinarhöfundur óska þess helst að fyrirtækið færi undir hraun svo að hægt sé að virkja fyrir rafmagni og finna heitt vatn annars staðar með tilheyrandi samfélagslegum kostnaði. Valdheimildir lögreglu hafa ekki verið auknar undanfarin ár. Lögum og reglum um skatta hefur verið breytt á undanförnum árum til að tryggja réttlátar skattgreiðslur stóriðjunnar. Fiskeldisgjöld munu hækka nú um áramótin og búið að kynna miklar breytingar á eftirliti með fiskeldi. Auðlindin okkar er grundvöllur stefnumótunar um fiskveiðistjórnunarkerfið þar sem margir hafa tekið þátt – kannski ekki greinarhöfundur en margir aðrir. Kolefnishlutleysi var lögfest á Alþingi 2021. Ísland er eitt af fáum ríkjum sem hefur gert það. Sama ár voru sett lög um hringrásarhagkerfi sem gerir það að verkum að núna erum við loksins farin að endurvinna lífræna úrganginn okkar alls staðar en ekki bara í sumum sveitarfélögum. Ísland er í öðru sæti í heimi þegar kemur rafbílavæðingu. Og vissulega finnst mér gott að það hafi dregið úr einnota plasti en greinilega sakna einhverjir plastpokanna sinna svo mikið að þeir taka ekki eftir neinu öðru sem gert er. Ástæðan fyrir því að meirihluti Alþingis ákvað að skipta fæðingarorlofi jafnt milli beggja foreldra og hafa sex vikur framseljanlegar var að meirihluti Alþingis styður jafnréttismarkmið fæðingarorlofskerfisins og vill tryggja jafna þátttöku foreldra í uppeldi barna sinna og á vinnumarkaði. Og þar er forsætisráðherra vissulega fremst í flokki enda umhugað um jafnrétti kynjanna. Núverandi forsætisráðherra hefur lagt raunverulega vinnu í að skapa sátt um breytingar á stjórnarskrá og lagt fram framsæknar breytingatillögur í þá veru ólíkt flestum öðrum þingmönnum. Upphafi hvalveiðitímabils var frestað enda ekki hægt að bregðast ekki við áliti fagráðs um dýravelferð. Fjárframlög til heilbrigðiskerfisins hafa verið stóraukin í tíð þessarar ríkisstjórnar. Meðal annars hefur heilsugæslan verið stórefld, dregið úr gjöldum á sjúklinga í heilbrigðiskerfinu og loksins ráðist í byggingu nýs Landspítala sem engin ríkisstjórn hafði treyst sér í fram að því. Um þriðjungur nýrra íbúða hefur verið byggður með framlögum ríkisins á undanförnum árum sem er eðlisbreyting á íslenskum húsnæðismarki og til marks um stórauknar félagslegar áherslur í kerfinu. Það hefur verið mörkuð stefna í húsnæðismálum í fyrsta sinn en því miður hefur verið skortur á byggingarhæfum lóðum sem er umhugsunarefni fyrir sveitarfélögin. Fjármagnstekjuskattur hefur verið hækkaður og gjöld í heilbrigðiskerfinu lækkuð með markvissum skrefum allt frá því að núverandi ríkisstjórn tók við. Á Íslandi er tekið á móti hlutfallslega fleiri umsækjendum um alþjóðlega vernd en annars staðar á Norðurlöndum. Mér er sannast sagna til efs að þessar ábendingar muni hafa mikil áhrif á heimsmynd Atla Bollasonar en fyrir skarpari lesendur þessa ágæta vefmiðils er ágætt að hafa staðreyndir á hreinu. Höfundur er varaborgarfulltrúi og félagi Í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun