„Mér finnst svo augljóst að hún nenni ekki að vera þarna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2023 11:01 Karina Konstantinova lék með Keflavík í fyrra en er nú með Val. Hún tapaði stórt á móti gömlu félögunum í síðasta leik. Vísir/Vilhelm Íslandsmeistarar Vals hafa ekki byrjað titilvörnina vel í Subway deild kvenna í körfubolta og þær fengu skell á móti Keflavík í síðasta leik. Subway Körfuboltakvöld kvenna ræddi Valsliðið og þá sérstaklega búlgarska leikmanninn Karinu Konstantinovu. Þau eru á því að bakvörðurinn hafi engan áhuga á því að spila með Val. „Valsarar vissu alveg hvað þær voru að fá. Ekki bara spilaði hún í deildinni í fyrra heldur spilaði hún fyrir bróður mannsins sem er að þjálfa liðið,“ sagði Hörður Unnsteinsson. Hörður Axel Vilhjálmsson þjálfaði Karinu Konstantinovu hjá Keflavík í fyrra og Hjalti Þór Vilhjálmsson er með Valsliðið í vetur. Klippa: Körfuboltakvöld: Karina og Valsliðið „Hann var líka að þjálfa með honum. Þeir voru saman í allri úrslitakeppninni og hann þekkti hana. Ég hélt að hann hefði tekið hana inn af því að hann þekkti hana það vel að hún myndi koma vel inn í hlutina. Mér fannst hún passa betur inn í Keflavíkurliðið í fyrra en þær spila aðeins viltari bolta,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Keflavík vill spila á heilum velli en Valur er meira í því að setja upp á hálfum velli og hafa meiri aga og flæði. Hún passar eiginlega ekkert inn í þetta lið og það er alltof stórt að fara úr Kiönu og yfir í hana,“ sagði Ólöf Helga. Kiana Johnson var frábær með Valsliðinu í fyrra. „Mér finnst svo augljóst að hún nenni ekki að vera þarna. Ég veit um þjálfara sem reyndi að tala við hana fyrr í sumar, í apríl eða maí. Þá sagði hún aldrei Ísland, ekki til Íslands,“ sagði Hörður. „Hún er of góð fyrir okkur,“ skaut Ólöf inn í. „Líkamstjáningin er skelfileg,“ sagði Hörður og sýndi svipmyndir frá leik Keflavíkur og Vals sem Valskonur töpuðu með tuttugu stiga mun. Það má sjá alla umfjöllunin um Karinu og Valsliðið hér fyrir ofan. Subway-deild kvenna Valur Körfuboltakvöld Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Myndasyrpa frá svekkelsinu í Zagreb Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Handbolti Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Enski boltinn Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Fleiri fréttir Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Sjá meira
Subway Körfuboltakvöld kvenna ræddi Valsliðið og þá sérstaklega búlgarska leikmanninn Karinu Konstantinovu. Þau eru á því að bakvörðurinn hafi engan áhuga á því að spila með Val. „Valsarar vissu alveg hvað þær voru að fá. Ekki bara spilaði hún í deildinni í fyrra heldur spilaði hún fyrir bróður mannsins sem er að þjálfa liðið,“ sagði Hörður Unnsteinsson. Hörður Axel Vilhjálmsson þjálfaði Karinu Konstantinovu hjá Keflavík í fyrra og Hjalti Þór Vilhjálmsson er með Valsliðið í vetur. Klippa: Körfuboltakvöld: Karina og Valsliðið „Hann var líka að þjálfa með honum. Þeir voru saman í allri úrslitakeppninni og hann þekkti hana. Ég hélt að hann hefði tekið hana inn af því að hann þekkti hana það vel að hún myndi koma vel inn í hlutina. Mér fannst hún passa betur inn í Keflavíkurliðið í fyrra en þær spila aðeins viltari bolta,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Keflavík vill spila á heilum velli en Valur er meira í því að setja upp á hálfum velli og hafa meiri aga og flæði. Hún passar eiginlega ekkert inn í þetta lið og það er alltof stórt að fara úr Kiönu og yfir í hana,“ sagði Ólöf Helga. Kiana Johnson var frábær með Valsliðinu í fyrra. „Mér finnst svo augljóst að hún nenni ekki að vera þarna. Ég veit um þjálfara sem reyndi að tala við hana fyrr í sumar, í apríl eða maí. Þá sagði hún aldrei Ísland, ekki til Íslands,“ sagði Hörður. „Hún er of góð fyrir okkur,“ skaut Ólöf inn í. „Líkamstjáningin er skelfileg,“ sagði Hörður og sýndi svipmyndir frá leik Keflavíkur og Vals sem Valskonur töpuðu með tuttugu stiga mun. Það má sjá alla umfjöllunin um Karinu og Valsliðið hér fyrir ofan.
Subway-deild kvenna Valur Körfuboltakvöld Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Myndasyrpa frá svekkelsinu í Zagreb Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Handbolti Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Enski boltinn Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Fleiri fréttir Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Sjá meira