Verða vondi kallinn á laugardaginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2023 08:00 Maurice Creek hefur leikið sinn síðasta leik með Hamarsliðinu. Vísir/Vilhelm Halldór Karl Þórsson, þjálfari nýliða Hamars í Subway deild karla í körfubolta, gerði stórar breytingar á leikmannahópi sínum eftir að liðið tapaði sex fyrstu leikjum sínum. Hann segist hafa vilja semja við Jalen Moore um leið og hann var rekinn frá Haukum. Halldór Karl Þórsson, þjálfari nýliða Hamars.Vísir/Vilhelm Moore var látinn fara frá Haukum í vikunni en hann er stigahæsti leikmaður Subway deild karla í vetur með 27,3 stig í leik í sex leikjum sínum með Haukum. Haukarnir unnu aðeins tvo af fyrstu sex leikjum sínum og gerðu þá þessa róttæku breytingu á liði sínu. Hamarsliðið hefur aftur á móti tapað öllum sex leikjum sínum í deildinni. Það kallaði líka á breytingar og þjálfari Hvergerðinga var óhræddur við að gera þær. Einkennilegt „Þetta var akkúrat týpan af leikmanni sem við vorum að leita eftir. Við vorum búnir að vera að skoða leikmenn og þá bakvörð sem getur búið til fyrir sig sjálfan og aðra. Að fá aðeins sneggri einstakling í leikstjórnandastöðuna,“ sagði Halldór Karl í samtali við Stefán Árna Pálsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég ræddi við mann og annan af því að það var einkennilegt að þeir skildu reka stigahæsta og stoðsendingahæsta leikmann deildarinnar. Við ákváðum að slá til þegar við vorum búnir að ná samningum,“ sagði Halldór Karl. Hann gerði fleiri breytingar því hann lét líka tvo erlenda leikmenn fara eða Bandaríkjamanninn Maurice Creek og Spánverjann Jose Medina. Creek var með 18,5 stig og 4,1 stoðsendingu að meðaltali í leik en Medina var með 12,0 stig og 5,7 stoðsendingar í leik. Eins og að láta fjölskyldumeðlim fara „Við erum búnir að rifta samningum við Jose Medina. Ég vil nýta tækifærið og þakka honum fyrir allt sem hann hefur gert fyrir félagið. Hann hefur verið risastór partur af klúbbnum og það var alls ekki auðveld ákvörðun að láta hann fara,“ sagði Halldór Karl. „Þetta var eins og láta fjölskyldumeðlim fara úr félaginu,“ sagði Halldór Karl. Medina var með Hamarsliðinu í fyrra þegar liðið fór upp en þá var hann með 28,9 stig og 7,6 stoðsendingar að meðaltali í leik í 1. deildinni. Hamar mætir Grindavík í nokkuð sérstökum leik á laugardaginn klukkan fimm í Smáranum. Umræddur leikur átti að vera heimaleikur Hamars en þeir skiptu um heimaleik við Grindvíkinga. Viðhafnarútsending frá Smáranum Sérstök viðhafnarútsending verður á Stöð 2 Sport á laugardaginn. Klukkan 14.00 hefst leikur Grindavíkur og Þórs frá Akureyri í Subway deild kvenna og seinna mæta Hamarsmenn Grindvíkingum klukkan 17.00. Leikirnir verða í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og frítt er á báða leiki. Hægt verður að styðja Rauða krossinn með frjálsum framlögum um helgina og fara fjármunirnir til þeirra sem eiga um sárt að binda í Grindavík vegna jarðhræringa á Reykjanesskaganum. „Ég var búinn að stinga upp á því við liðið að við myndum horfa saman á allar bíómyndir þar sem vondi karlinn vinnur. The Usual Suspects væri tekin í kvöld,“ sagði Halldór Karl og hélt áfram: Það munu allir styðja Grindavík nema við „Það munu allir styðja Grindavík nema við á vellinum. Jafnvel myndu nokkrir Hvergerðingar styðja Grindvíkinga enda er það ekkert skrýtið. Ég get ekki sett mig í þessar aðstæður sem þeir eru að upplifa,“ sagði Halldór. „Ef við horfum á körfuboltahliðina á þessu þá er þetta er kjöraðstaða fyrir lið sem vantar sigur. Þetta átti að vera heimaleikur hjá okkur en þegar þetta kom inn á borð til okkar þá vorum við ekki lengi að hugsa um það. Við vildum alveg taka þátt í þessu,“ sagði Halldór. Það má horfa á alla fréttina hér fyrir ofan. Subway-deild karla Hamar Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Sjá meira
Halldór Karl Þórsson, þjálfari nýliða Hamars.Vísir/Vilhelm Moore var látinn fara frá Haukum í vikunni en hann er stigahæsti leikmaður Subway deild karla í vetur með 27,3 stig í leik í sex leikjum sínum með Haukum. Haukarnir unnu aðeins tvo af fyrstu sex leikjum sínum og gerðu þá þessa róttæku breytingu á liði sínu. Hamarsliðið hefur aftur á móti tapað öllum sex leikjum sínum í deildinni. Það kallaði líka á breytingar og þjálfari Hvergerðinga var óhræddur við að gera þær. Einkennilegt „Þetta var akkúrat týpan af leikmanni sem við vorum að leita eftir. Við vorum búnir að vera að skoða leikmenn og þá bakvörð sem getur búið til fyrir sig sjálfan og aðra. Að fá aðeins sneggri einstakling í leikstjórnandastöðuna,“ sagði Halldór Karl í samtali við Stefán Árna Pálsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég ræddi við mann og annan af því að það var einkennilegt að þeir skildu reka stigahæsta og stoðsendingahæsta leikmann deildarinnar. Við ákváðum að slá til þegar við vorum búnir að ná samningum,“ sagði Halldór Karl. Hann gerði fleiri breytingar því hann lét líka tvo erlenda leikmenn fara eða Bandaríkjamanninn Maurice Creek og Spánverjann Jose Medina. Creek var með 18,5 stig og 4,1 stoðsendingu að meðaltali í leik en Medina var með 12,0 stig og 5,7 stoðsendingar í leik. Eins og að láta fjölskyldumeðlim fara „Við erum búnir að rifta samningum við Jose Medina. Ég vil nýta tækifærið og þakka honum fyrir allt sem hann hefur gert fyrir félagið. Hann hefur verið risastór partur af klúbbnum og það var alls ekki auðveld ákvörðun að láta hann fara,“ sagði Halldór Karl. „Þetta var eins og láta fjölskyldumeðlim fara úr félaginu,“ sagði Halldór Karl. Medina var með Hamarsliðinu í fyrra þegar liðið fór upp en þá var hann með 28,9 stig og 7,6 stoðsendingar að meðaltali í leik í 1. deildinni. Hamar mætir Grindavík í nokkuð sérstökum leik á laugardaginn klukkan fimm í Smáranum. Umræddur leikur átti að vera heimaleikur Hamars en þeir skiptu um heimaleik við Grindvíkinga. Viðhafnarútsending frá Smáranum Sérstök viðhafnarútsending verður á Stöð 2 Sport á laugardaginn. Klukkan 14.00 hefst leikur Grindavíkur og Þórs frá Akureyri í Subway deild kvenna og seinna mæta Hamarsmenn Grindvíkingum klukkan 17.00. Leikirnir verða í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og frítt er á báða leiki. Hægt verður að styðja Rauða krossinn með frjálsum framlögum um helgina og fara fjármunirnir til þeirra sem eiga um sárt að binda í Grindavík vegna jarðhræringa á Reykjanesskaganum. „Ég var búinn að stinga upp á því við liðið að við myndum horfa saman á allar bíómyndir þar sem vondi karlinn vinnur. The Usual Suspects væri tekin í kvöld,“ sagði Halldór Karl og hélt áfram: Það munu allir styðja Grindavík nema við „Það munu allir styðja Grindavík nema við á vellinum. Jafnvel myndu nokkrir Hvergerðingar styðja Grindvíkinga enda er það ekkert skrýtið. Ég get ekki sett mig í þessar aðstæður sem þeir eru að upplifa,“ sagði Halldór. „Ef við horfum á körfuboltahliðina á þessu þá er þetta er kjöraðstaða fyrir lið sem vantar sigur. Þetta átti að vera heimaleikur hjá okkur en þegar þetta kom inn á borð til okkar þá vorum við ekki lengi að hugsa um það. Við vildum alveg taka þátt í þessu,“ sagði Halldór. Það má horfa á alla fréttina hér fyrir ofan.
Subway-deild karla Hamar Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Sjá meira