Verða vondi kallinn á laugardaginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2023 08:00 Maurice Creek hefur leikið sinn síðasta leik með Hamarsliðinu. Vísir/Vilhelm Halldór Karl Þórsson, þjálfari nýliða Hamars í Subway deild karla í körfubolta, gerði stórar breytingar á leikmannahópi sínum eftir að liðið tapaði sex fyrstu leikjum sínum. Hann segist hafa vilja semja við Jalen Moore um leið og hann var rekinn frá Haukum. Halldór Karl Þórsson, þjálfari nýliða Hamars.Vísir/Vilhelm Moore var látinn fara frá Haukum í vikunni en hann er stigahæsti leikmaður Subway deild karla í vetur með 27,3 stig í leik í sex leikjum sínum með Haukum. Haukarnir unnu aðeins tvo af fyrstu sex leikjum sínum og gerðu þá þessa róttæku breytingu á liði sínu. Hamarsliðið hefur aftur á móti tapað öllum sex leikjum sínum í deildinni. Það kallaði líka á breytingar og þjálfari Hvergerðinga var óhræddur við að gera þær. Einkennilegt „Þetta var akkúrat týpan af leikmanni sem við vorum að leita eftir. Við vorum búnir að vera að skoða leikmenn og þá bakvörð sem getur búið til fyrir sig sjálfan og aðra. Að fá aðeins sneggri einstakling í leikstjórnandastöðuna,“ sagði Halldór Karl í samtali við Stefán Árna Pálsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég ræddi við mann og annan af því að það var einkennilegt að þeir skildu reka stigahæsta og stoðsendingahæsta leikmann deildarinnar. Við ákváðum að slá til þegar við vorum búnir að ná samningum,“ sagði Halldór Karl. Hann gerði fleiri breytingar því hann lét líka tvo erlenda leikmenn fara eða Bandaríkjamanninn Maurice Creek og Spánverjann Jose Medina. Creek var með 18,5 stig og 4,1 stoðsendingu að meðaltali í leik en Medina var með 12,0 stig og 5,7 stoðsendingar í leik. Eins og að láta fjölskyldumeðlim fara „Við erum búnir að rifta samningum við Jose Medina. Ég vil nýta tækifærið og þakka honum fyrir allt sem hann hefur gert fyrir félagið. Hann hefur verið risastór partur af klúbbnum og það var alls ekki auðveld ákvörðun að láta hann fara,“ sagði Halldór Karl. „Þetta var eins og láta fjölskyldumeðlim fara úr félaginu,“ sagði Halldór Karl. Medina var með Hamarsliðinu í fyrra þegar liðið fór upp en þá var hann með 28,9 stig og 7,6 stoðsendingar að meðaltali í leik í 1. deildinni. Hamar mætir Grindavík í nokkuð sérstökum leik á laugardaginn klukkan fimm í Smáranum. Umræddur leikur átti að vera heimaleikur Hamars en þeir skiptu um heimaleik við Grindvíkinga. Viðhafnarútsending frá Smáranum Sérstök viðhafnarútsending verður á Stöð 2 Sport á laugardaginn. Klukkan 14.00 hefst leikur Grindavíkur og Þórs frá Akureyri í Subway deild kvenna og seinna mæta Hamarsmenn Grindvíkingum klukkan 17.00. Leikirnir verða í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og frítt er á báða leiki. Hægt verður að styðja Rauða krossinn með frjálsum framlögum um helgina og fara fjármunirnir til þeirra sem eiga um sárt að binda í Grindavík vegna jarðhræringa á Reykjanesskaganum. „Ég var búinn að stinga upp á því við liðið að við myndum horfa saman á allar bíómyndir þar sem vondi karlinn vinnur. The Usual Suspects væri tekin í kvöld,“ sagði Halldór Karl og hélt áfram: Það munu allir styðja Grindavík nema við „Það munu allir styðja Grindavík nema við á vellinum. Jafnvel myndu nokkrir Hvergerðingar styðja Grindvíkinga enda er það ekkert skrýtið. Ég get ekki sett mig í þessar aðstæður sem þeir eru að upplifa,“ sagði Halldór. „Ef við horfum á körfuboltahliðina á þessu þá er þetta er kjöraðstaða fyrir lið sem vantar sigur. Þetta átti að vera heimaleikur hjá okkur en þegar þetta kom inn á borð til okkar þá vorum við ekki lengi að hugsa um það. Við vildum alveg taka þátt í þessu,“ sagði Halldór. Það má horfa á alla fréttina hér fyrir ofan. Subway-deild karla Hamar Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira
Halldór Karl Þórsson, þjálfari nýliða Hamars.Vísir/Vilhelm Moore var látinn fara frá Haukum í vikunni en hann er stigahæsti leikmaður Subway deild karla í vetur með 27,3 stig í leik í sex leikjum sínum með Haukum. Haukarnir unnu aðeins tvo af fyrstu sex leikjum sínum og gerðu þá þessa róttæku breytingu á liði sínu. Hamarsliðið hefur aftur á móti tapað öllum sex leikjum sínum í deildinni. Það kallaði líka á breytingar og þjálfari Hvergerðinga var óhræddur við að gera þær. Einkennilegt „Þetta var akkúrat týpan af leikmanni sem við vorum að leita eftir. Við vorum búnir að vera að skoða leikmenn og þá bakvörð sem getur búið til fyrir sig sjálfan og aðra. Að fá aðeins sneggri einstakling í leikstjórnandastöðuna,“ sagði Halldór Karl í samtali við Stefán Árna Pálsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég ræddi við mann og annan af því að það var einkennilegt að þeir skildu reka stigahæsta og stoðsendingahæsta leikmann deildarinnar. Við ákváðum að slá til þegar við vorum búnir að ná samningum,“ sagði Halldór Karl. Hann gerði fleiri breytingar því hann lét líka tvo erlenda leikmenn fara eða Bandaríkjamanninn Maurice Creek og Spánverjann Jose Medina. Creek var með 18,5 stig og 4,1 stoðsendingu að meðaltali í leik en Medina var með 12,0 stig og 5,7 stoðsendingar í leik. Eins og að láta fjölskyldumeðlim fara „Við erum búnir að rifta samningum við Jose Medina. Ég vil nýta tækifærið og þakka honum fyrir allt sem hann hefur gert fyrir félagið. Hann hefur verið risastór partur af klúbbnum og það var alls ekki auðveld ákvörðun að láta hann fara,“ sagði Halldór Karl. „Þetta var eins og láta fjölskyldumeðlim fara úr félaginu,“ sagði Halldór Karl. Medina var með Hamarsliðinu í fyrra þegar liðið fór upp en þá var hann með 28,9 stig og 7,6 stoðsendingar að meðaltali í leik í 1. deildinni. Hamar mætir Grindavík í nokkuð sérstökum leik á laugardaginn klukkan fimm í Smáranum. Umræddur leikur átti að vera heimaleikur Hamars en þeir skiptu um heimaleik við Grindvíkinga. Viðhafnarútsending frá Smáranum Sérstök viðhafnarútsending verður á Stöð 2 Sport á laugardaginn. Klukkan 14.00 hefst leikur Grindavíkur og Þórs frá Akureyri í Subway deild kvenna og seinna mæta Hamarsmenn Grindvíkingum klukkan 17.00. Leikirnir verða í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og frítt er á báða leiki. Hægt verður að styðja Rauða krossinn með frjálsum framlögum um helgina og fara fjármunirnir til þeirra sem eiga um sárt að binda í Grindavík vegna jarðhræringa á Reykjanesskaganum. „Ég var búinn að stinga upp á því við liðið að við myndum horfa saman á allar bíómyndir þar sem vondi karlinn vinnur. The Usual Suspects væri tekin í kvöld,“ sagði Halldór Karl og hélt áfram: Það munu allir styðja Grindavík nema við „Það munu allir styðja Grindavík nema við á vellinum. Jafnvel myndu nokkrir Hvergerðingar styðja Grindvíkinga enda er það ekkert skrýtið. Ég get ekki sett mig í þessar aðstæður sem þeir eru að upplifa,“ sagði Halldór. „Ef við horfum á körfuboltahliðina á þessu þá er þetta er kjöraðstaða fyrir lið sem vantar sigur. Þetta átti að vera heimaleikur hjá okkur en þegar þetta kom inn á borð til okkar þá vorum við ekki lengi að hugsa um það. Við vildum alveg taka þátt í þessu,“ sagði Halldór. Það má horfa á alla fréttina hér fyrir ofan.
Subway-deild karla Hamar Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira