Verða vondi kallinn á laugardaginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2023 08:00 Maurice Creek hefur leikið sinn síðasta leik með Hamarsliðinu. Vísir/Vilhelm Halldór Karl Þórsson, þjálfari nýliða Hamars í Subway deild karla í körfubolta, gerði stórar breytingar á leikmannahópi sínum eftir að liðið tapaði sex fyrstu leikjum sínum. Hann segist hafa vilja semja við Jalen Moore um leið og hann var rekinn frá Haukum. Halldór Karl Þórsson, þjálfari nýliða Hamars.Vísir/Vilhelm Moore var látinn fara frá Haukum í vikunni en hann er stigahæsti leikmaður Subway deild karla í vetur með 27,3 stig í leik í sex leikjum sínum með Haukum. Haukarnir unnu aðeins tvo af fyrstu sex leikjum sínum og gerðu þá þessa róttæku breytingu á liði sínu. Hamarsliðið hefur aftur á móti tapað öllum sex leikjum sínum í deildinni. Það kallaði líka á breytingar og þjálfari Hvergerðinga var óhræddur við að gera þær. Einkennilegt „Þetta var akkúrat týpan af leikmanni sem við vorum að leita eftir. Við vorum búnir að vera að skoða leikmenn og þá bakvörð sem getur búið til fyrir sig sjálfan og aðra. Að fá aðeins sneggri einstakling í leikstjórnandastöðuna,“ sagði Halldór Karl í samtali við Stefán Árna Pálsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég ræddi við mann og annan af því að það var einkennilegt að þeir skildu reka stigahæsta og stoðsendingahæsta leikmann deildarinnar. Við ákváðum að slá til þegar við vorum búnir að ná samningum,“ sagði Halldór Karl. Hann gerði fleiri breytingar því hann lét líka tvo erlenda leikmenn fara eða Bandaríkjamanninn Maurice Creek og Spánverjann Jose Medina. Creek var með 18,5 stig og 4,1 stoðsendingu að meðaltali í leik en Medina var með 12,0 stig og 5,7 stoðsendingar í leik. Eins og að láta fjölskyldumeðlim fara „Við erum búnir að rifta samningum við Jose Medina. Ég vil nýta tækifærið og þakka honum fyrir allt sem hann hefur gert fyrir félagið. Hann hefur verið risastór partur af klúbbnum og það var alls ekki auðveld ákvörðun að láta hann fara,“ sagði Halldór Karl. „Þetta var eins og láta fjölskyldumeðlim fara úr félaginu,“ sagði Halldór Karl. Medina var með Hamarsliðinu í fyrra þegar liðið fór upp en þá var hann með 28,9 stig og 7,6 stoðsendingar að meðaltali í leik í 1. deildinni. Hamar mætir Grindavík í nokkuð sérstökum leik á laugardaginn klukkan fimm í Smáranum. Umræddur leikur átti að vera heimaleikur Hamars en þeir skiptu um heimaleik við Grindvíkinga. Viðhafnarútsending frá Smáranum Sérstök viðhafnarútsending verður á Stöð 2 Sport á laugardaginn. Klukkan 14.00 hefst leikur Grindavíkur og Þórs frá Akureyri í Subway deild kvenna og seinna mæta Hamarsmenn Grindvíkingum klukkan 17.00. Leikirnir verða í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og frítt er á báða leiki. Hægt verður að styðja Rauða krossinn með frjálsum framlögum um helgina og fara fjármunirnir til þeirra sem eiga um sárt að binda í Grindavík vegna jarðhræringa á Reykjanesskaganum. „Ég var búinn að stinga upp á því við liðið að við myndum horfa saman á allar bíómyndir þar sem vondi karlinn vinnur. The Usual Suspects væri tekin í kvöld,“ sagði Halldór Karl og hélt áfram: Það munu allir styðja Grindavík nema við „Það munu allir styðja Grindavík nema við á vellinum. Jafnvel myndu nokkrir Hvergerðingar styðja Grindvíkinga enda er það ekkert skrýtið. Ég get ekki sett mig í þessar aðstæður sem þeir eru að upplifa,“ sagði Halldór. „Ef við horfum á körfuboltahliðina á þessu þá er þetta er kjöraðstaða fyrir lið sem vantar sigur. Þetta átti að vera heimaleikur hjá okkur en þegar þetta kom inn á borð til okkar þá vorum við ekki lengi að hugsa um það. Við vildum alveg taka þátt í þessu,“ sagði Halldór. Það má horfa á alla fréttina hér fyrir ofan. Subway-deild karla Hamar Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Sjá meira
Halldór Karl Þórsson, þjálfari nýliða Hamars.Vísir/Vilhelm Moore var látinn fara frá Haukum í vikunni en hann er stigahæsti leikmaður Subway deild karla í vetur með 27,3 stig í leik í sex leikjum sínum með Haukum. Haukarnir unnu aðeins tvo af fyrstu sex leikjum sínum og gerðu þá þessa róttæku breytingu á liði sínu. Hamarsliðið hefur aftur á móti tapað öllum sex leikjum sínum í deildinni. Það kallaði líka á breytingar og þjálfari Hvergerðinga var óhræddur við að gera þær. Einkennilegt „Þetta var akkúrat týpan af leikmanni sem við vorum að leita eftir. Við vorum búnir að vera að skoða leikmenn og þá bakvörð sem getur búið til fyrir sig sjálfan og aðra. Að fá aðeins sneggri einstakling í leikstjórnandastöðuna,“ sagði Halldór Karl í samtali við Stefán Árna Pálsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég ræddi við mann og annan af því að það var einkennilegt að þeir skildu reka stigahæsta og stoðsendingahæsta leikmann deildarinnar. Við ákváðum að slá til þegar við vorum búnir að ná samningum,“ sagði Halldór Karl. Hann gerði fleiri breytingar því hann lét líka tvo erlenda leikmenn fara eða Bandaríkjamanninn Maurice Creek og Spánverjann Jose Medina. Creek var með 18,5 stig og 4,1 stoðsendingu að meðaltali í leik en Medina var með 12,0 stig og 5,7 stoðsendingar í leik. Eins og að láta fjölskyldumeðlim fara „Við erum búnir að rifta samningum við Jose Medina. Ég vil nýta tækifærið og þakka honum fyrir allt sem hann hefur gert fyrir félagið. Hann hefur verið risastór partur af klúbbnum og það var alls ekki auðveld ákvörðun að láta hann fara,“ sagði Halldór Karl. „Þetta var eins og láta fjölskyldumeðlim fara úr félaginu,“ sagði Halldór Karl. Medina var með Hamarsliðinu í fyrra þegar liðið fór upp en þá var hann með 28,9 stig og 7,6 stoðsendingar að meðaltali í leik í 1. deildinni. Hamar mætir Grindavík í nokkuð sérstökum leik á laugardaginn klukkan fimm í Smáranum. Umræddur leikur átti að vera heimaleikur Hamars en þeir skiptu um heimaleik við Grindvíkinga. Viðhafnarútsending frá Smáranum Sérstök viðhafnarútsending verður á Stöð 2 Sport á laugardaginn. Klukkan 14.00 hefst leikur Grindavíkur og Þórs frá Akureyri í Subway deild kvenna og seinna mæta Hamarsmenn Grindvíkingum klukkan 17.00. Leikirnir verða í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og frítt er á báða leiki. Hægt verður að styðja Rauða krossinn með frjálsum framlögum um helgina og fara fjármunirnir til þeirra sem eiga um sárt að binda í Grindavík vegna jarðhræringa á Reykjanesskaganum. „Ég var búinn að stinga upp á því við liðið að við myndum horfa saman á allar bíómyndir þar sem vondi karlinn vinnur. The Usual Suspects væri tekin í kvöld,“ sagði Halldór Karl og hélt áfram: Það munu allir styðja Grindavík nema við „Það munu allir styðja Grindavík nema við á vellinum. Jafnvel myndu nokkrir Hvergerðingar styðja Grindvíkinga enda er það ekkert skrýtið. Ég get ekki sett mig í þessar aðstæður sem þeir eru að upplifa,“ sagði Halldór. „Ef við horfum á körfuboltahliðina á þessu þá er þetta er kjöraðstaða fyrir lið sem vantar sigur. Þetta átti að vera heimaleikur hjá okkur en þegar þetta kom inn á borð til okkar þá vorum við ekki lengi að hugsa um það. Við vildum alveg taka þátt í þessu,“ sagði Halldór. Það má horfa á alla fréttina hér fyrir ofan.
Subway-deild karla Hamar Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Sjá meira