Táknmál í sveitarfélögin Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar 14. nóvember 2023 17:01 Nú á þessum dögum almanaksárinu eru mörg sveitarfélög að vinna við að uppfæra og betrumbæta í stefnumálum sínum varðandi allt sem sveitarfélögum viðkemur og þeim er skylt að vinna að þ.e. lögbundin verkefni sveitarfélaga. Þessi vinna er að mörgu leyti unnin að öllu jöfnu yfir árið og oft samhliða gerð fjárhagsáætlana. Að mörgu er að huga og að mörgu er að sinna. Mörg málefni og verkefni vilja fá sitt brautargengi í sveitarfélaginu og nú fá íbúar sveitarfélagsins til dæmis að leggja sitt á vogarskálarnar og geta komið á framfæri sínum hugðarefnum, hugmyndum og athugasemdum sínum um verkefni sveitarfélagsins síns. Ég vil með þessari grein koma því á framfæri að íslenskt táknmál er jafnrétthátt íslenskri tungu samkvæmt lögum nr. 61/2011. Íslenskt táknmál hefur með þessum lögum sama vægi og íslensk tunga. Íslenskt táknmál mætti því alveg sjást jafn mikið og íslensk tunga kemur fram í starfi sveitarfélagsins. Í hverju sveitarfélagi búa alltaf táknmálsnotendur. Líklegast búa flestir táknmálsnotendur/táknmálsfólk á höfuðborgarsvæðinu. Ekkert þessara sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu notar íslenskt táknmál sem upplýsingamiðill í sama mæli og íslensk tunga eða hefur gefið táknmálinu mikið vægi og þar með orðið til fyrirmyndar fyrir aðra þegar kemur að táknmálinu. Ég leyfi mér að koma með nokkrar hugmyndir þar sem táknmál mætti koma að í sveitarfélögum og íbúar sem eru táknmálstalandi myndu geta notið táknmálsins - sjá það notað á sínum heimaslóðum gerir meira en hægt er að segja í einni setningu fyrir táknmálsfólkið og þeirra fólk allt í kring. Eins myndi það lyfta táknmálinu sjálfu upp og gera það þar með mikilvægt, atvinnuskapandi og aðgengisvænt. Ég er ekki leggja fram að lausnin sé bara að panta táknmálstúlk. Ég vil frekar fá að koma því að að táknmálsfólkið sjálft fengi verkefni og fengi greitt fyrir sína vinnu. að upplýsingar, fræðsluefni og annað sem er að finna á t.d. heimasíðu sveitarfélagsins séu líka á táknmáli að starfsfólk velferðarsviðs fái fræðslu um heyrnarleysi, heyrnarskerðingu, táknmál frá táknmálsfólki að táknmálið sé sýnilegt í menningarviðburðum sveitarfélagins að táknmálsfólk sé ráðið í störf í sveitarfélaginu að túlkur sé til staðar og auglýstur á viðburðum sveitarfélagins að táknmálsfólki sé gefinn kostur á að vera með í verkefnum á vegum sveitarfélagsins að haft sé samráð við táknmálsfólk við gerð jafnréttisstefnu, mannréttindastefnu og aðgengisstefnu sveitarfélagsins að sveitarfélagið taki fullan þátt í kostnaði táknmálskennslu og fræðslu fyrir heyrandi aðstandendur táknmálsfólks og ráði til sín táknmálskennara/leiðbeinanda úr röðum táknmálsfólks Ávinningurinn af táknmáls verkefnum sveitarfélaga er ótvíræður. Það er mikilvægt að stuðningur við táknmálið sé sýnilegur fyrir táknmáls samfélagið sem býr í sveitarfélaginu og að sá stuðningur sé fjölbreyttur og atvinnuskapandi þ.e. á þann hátt að táknmálsfólk fær vinnu og störf við sitt móðurmál sem er íslenska táknmálið. Hér á Íslandi eru um 350 manns sem eiga íslenskt táknmál að sínu móðurmáli/fyrsta máli. Við erum ekkert fámenn og eigum ekki skilið að það sé sagt um táknmálsverkefni að það sé ekki þess virði vegna fámennis táknmálsfólksins og mikil kostnaðar við táknmálið. Það er úrelt viðhorf og hefur hamlandi/mannskemmandi áhrif á táknmálsfólk og þeirra nánustu. Lítum frekar á að íslenska táknmálið er styrkleiki fyrir fámenna þjóð. Við táknmálsfólk getum kennt ykkur svo margt og við viljum fá að koma því á framfæri. Táknmálið á skilið virðingu og að sú virðing sé í verki og verkefnum sveitarfélaganna sem táknmálsfólk á búsetu. Það er af nógu að taka þegar táknmálið er annars vegar en það snýst allt um að vilji, geta, þor og áræðni sveitarfélaganna sé til staðar. Táknmál í sveitarfélagið, takk :-) Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá 8 ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Höfundur er með alþjóðlega diplómu í frumkvöðlafræðum og leiðsögumaður í ferðaþjónustu með táknmál sem aðalmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Táknmál Sveitarstjórnarmál Málefni fatlaðs fólks Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Sjá meira
Nú á þessum dögum almanaksárinu eru mörg sveitarfélög að vinna við að uppfæra og betrumbæta í stefnumálum sínum varðandi allt sem sveitarfélögum viðkemur og þeim er skylt að vinna að þ.e. lögbundin verkefni sveitarfélaga. Þessi vinna er að mörgu leyti unnin að öllu jöfnu yfir árið og oft samhliða gerð fjárhagsáætlana. Að mörgu er að huga og að mörgu er að sinna. Mörg málefni og verkefni vilja fá sitt brautargengi í sveitarfélaginu og nú fá íbúar sveitarfélagsins til dæmis að leggja sitt á vogarskálarnar og geta komið á framfæri sínum hugðarefnum, hugmyndum og athugasemdum sínum um verkefni sveitarfélagsins síns. Ég vil með þessari grein koma því á framfæri að íslenskt táknmál er jafnrétthátt íslenskri tungu samkvæmt lögum nr. 61/2011. Íslenskt táknmál hefur með þessum lögum sama vægi og íslensk tunga. Íslenskt táknmál mætti því alveg sjást jafn mikið og íslensk tunga kemur fram í starfi sveitarfélagsins. Í hverju sveitarfélagi búa alltaf táknmálsnotendur. Líklegast búa flestir táknmálsnotendur/táknmálsfólk á höfuðborgarsvæðinu. Ekkert þessara sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu notar íslenskt táknmál sem upplýsingamiðill í sama mæli og íslensk tunga eða hefur gefið táknmálinu mikið vægi og þar með orðið til fyrirmyndar fyrir aðra þegar kemur að táknmálinu. Ég leyfi mér að koma með nokkrar hugmyndir þar sem táknmál mætti koma að í sveitarfélögum og íbúar sem eru táknmálstalandi myndu geta notið táknmálsins - sjá það notað á sínum heimaslóðum gerir meira en hægt er að segja í einni setningu fyrir táknmálsfólkið og þeirra fólk allt í kring. Eins myndi það lyfta táknmálinu sjálfu upp og gera það þar með mikilvægt, atvinnuskapandi og aðgengisvænt. Ég er ekki leggja fram að lausnin sé bara að panta táknmálstúlk. Ég vil frekar fá að koma því að að táknmálsfólkið sjálft fengi verkefni og fengi greitt fyrir sína vinnu. að upplýsingar, fræðsluefni og annað sem er að finna á t.d. heimasíðu sveitarfélagsins séu líka á táknmáli að starfsfólk velferðarsviðs fái fræðslu um heyrnarleysi, heyrnarskerðingu, táknmál frá táknmálsfólki að táknmálið sé sýnilegt í menningarviðburðum sveitarfélagins að táknmálsfólk sé ráðið í störf í sveitarfélaginu að túlkur sé til staðar og auglýstur á viðburðum sveitarfélagins að táknmálsfólki sé gefinn kostur á að vera með í verkefnum á vegum sveitarfélagsins að haft sé samráð við táknmálsfólk við gerð jafnréttisstefnu, mannréttindastefnu og aðgengisstefnu sveitarfélagsins að sveitarfélagið taki fullan þátt í kostnaði táknmálskennslu og fræðslu fyrir heyrandi aðstandendur táknmálsfólks og ráði til sín táknmálskennara/leiðbeinanda úr röðum táknmálsfólks Ávinningurinn af táknmáls verkefnum sveitarfélaga er ótvíræður. Það er mikilvægt að stuðningur við táknmálið sé sýnilegur fyrir táknmáls samfélagið sem býr í sveitarfélaginu og að sá stuðningur sé fjölbreyttur og atvinnuskapandi þ.e. á þann hátt að táknmálsfólk fær vinnu og störf við sitt móðurmál sem er íslenska táknmálið. Hér á Íslandi eru um 350 manns sem eiga íslenskt táknmál að sínu móðurmáli/fyrsta máli. Við erum ekkert fámenn og eigum ekki skilið að það sé sagt um táknmálsverkefni að það sé ekki þess virði vegna fámennis táknmálsfólksins og mikil kostnaðar við táknmálið. Það er úrelt viðhorf og hefur hamlandi/mannskemmandi áhrif á táknmálsfólk og þeirra nánustu. Lítum frekar á að íslenska táknmálið er styrkleiki fyrir fámenna þjóð. Við táknmálsfólk getum kennt ykkur svo margt og við viljum fá að koma því á framfæri. Táknmálið á skilið virðingu og að sú virðing sé í verki og verkefnum sveitarfélaganna sem táknmálsfólk á búsetu. Það er af nógu að taka þegar táknmálið er annars vegar en það snýst allt um að vilji, geta, þor og áræðni sveitarfélaganna sé til staðar. Táknmál í sveitarfélagið, takk :-) Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá 8 ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Höfundur er með alþjóðlega diplómu í frumkvöðlafræðum og leiðsögumaður í ferðaþjónustu með táknmál sem aðalmál.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun