Vernd mannlegra innviða á Reykjanesi Diljá Ámundadóttir Zoega skrifar 14. nóvember 2023 10:31 Íbúar Grindavíkur eru þessa dagana að ganga í gegnum mikið sálrænt áfall. Það er búið að kippa undan þeim þeirra grunnöryggi. Jörðin hefur bókstaflega rofnað fyrir framan þau. Heimilin þeirra eru að slitna í sundur og sökkva ofan í jörðina. Ég er að reyna að ímynda mér hvernig það væri ef ég hefði þurft að ganga út af heimilinu mínu á föstudaginn sl. Og ekki vitað hvort eða hvenær ég gæti snúið til baka. Eða hvað ég myndi taka með mér ef ég hefði fengið 5 mínútur til að taka dót með mér út í óvissuna. Ofan á þetta bætist við óvissa um atvinnu og afkomuótti. Ég fæ aukinn hjartslátt bara við tilhugsunina. Við treystum á öryggi Til þess að fara í gegnum okkar lífsins daga þurfum við að treysta. Við þurfum að treysta ákveðnu lögmáli um að umhverfið og samfélagið sem við lifum í sé í grunninn réttlátt og öruggt. Við þurfum að treysta því að almennt séð sé annað fólk gott og fari eftir lögum og reglum. Við þurfum að treysta því að geta gengið um án þess að til dæmis jörðin opnist og þar myndist gat ofan í iðrar hennar. Ef það verður rof á þessu grunntrausti þá verður til áfall*. Því áfall lamar alla fyrri þekkingu um öruggan heim. Ég las færslu á Facebook hjá ungri konu úr Grindavík sem er komin í öruggt skjól með fjölskylduna sína. Hún talar um að hana langi samt bara svo heim til sín. Drekka morgun kaffibollann sinn í eldhúsinu sínu, byrja að huga að jólaskreytingum heima í stofunni, sofna og vakna í rúminu sínu. Því þetta er öryggið í hennar heimsmynd. Núna er búið að höggva á það. Það þarf líka að grípa fólk Í fréttatímum gærdagsins fengum við að sjá rifurnar og götin sem hafa myndast á húsum, götum og lóðum í Grindavík eftir jarðskjálftana sl. dagana, auk þess að sjá íbúa Grindavíkur í langri bílaröð að bíða eftir sínum 5 mínútum á heimili sínu og sækja nauðsynjar og nokkrir komu í viðtal í eðlilegri geðshræringu og töluðu um vanmáttinn sem þau upplifa. Við fengum líka fregnir af því að Alþingi hafi samþykkt frumvarp forsætisráðherra til laga um vernd innviða á Reykjanesi. Þetta er að mínu mati sjálfsagt og mikilvægt frumvarp og gott að sjá að einróma samhugur ráði ferð. Mig langar samt að biðla til ykkar sem farið með ákvörðunarvaldið í okkar landi að huga líka að vernd mannlegra innviða á Suðurnesjum. Það að fjárfesta í mannlegum innviðum borgar sig margfalt til framtíðar.. Áföll geta haft víðtækar afleiðingar, orsakað líkamlega og geðræna sjúkdóma, fíknivanda og örorku. Kostnaður samfélagsins vegna áfalla nema tæplega 100 milljarða árlega og birtist í auknum útgjöldum heilbrigðiskerfisins, menntakerfisins, í félagslegri þjónustu og réttarvörslukerfinu. Íbúar Grindavíkur eru að upplifa áfall sem mun hafa áhrif á þau til frambúðar. Það getur skipt sköpum að grípa þetta fólk með markvissum sálrænum stuðningi strax og á næstu misserum. Vonandi fáum við að sjá frumvarp til laga um vernd mannlegra innviða á Reykjanesi. Höfundur er með diplómu á meistarastigi í sálgæslufræðum. *Áfall (e. trauma), er markandi upplifun/reynsla af atburði eða samskiptum (ofbeldi) þar sem sá/sú sem fyrir verður upplifir afgerandi hjálparleysi, yfirþyrmandi lífs- og öryggisógn gagnvart sjálfum sér eða öðrum án þess að geta komið nokkrum vörnum við. *Samfélagsleg áföll (e. collective trauma) aftur á móti verða vegna atburða sem hafa gífurleg áhrif á tiltekið samfélag eins og bæjarfélag eða landssvæði, með því að rjúfa eða laska verulega tengsl einstaklinga í samfélaginu og skapa aðstæður sem geta ógnað lífi og heilsu þeirra, umhverfi og eignum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Íbúar Grindavíkur eru þessa dagana að ganga í gegnum mikið sálrænt áfall. Það er búið að kippa undan þeim þeirra grunnöryggi. Jörðin hefur bókstaflega rofnað fyrir framan þau. Heimilin þeirra eru að slitna í sundur og sökkva ofan í jörðina. Ég er að reyna að ímynda mér hvernig það væri ef ég hefði þurft að ganga út af heimilinu mínu á föstudaginn sl. Og ekki vitað hvort eða hvenær ég gæti snúið til baka. Eða hvað ég myndi taka með mér ef ég hefði fengið 5 mínútur til að taka dót með mér út í óvissuna. Ofan á þetta bætist við óvissa um atvinnu og afkomuótti. Ég fæ aukinn hjartslátt bara við tilhugsunina. Við treystum á öryggi Til þess að fara í gegnum okkar lífsins daga þurfum við að treysta. Við þurfum að treysta ákveðnu lögmáli um að umhverfið og samfélagið sem við lifum í sé í grunninn réttlátt og öruggt. Við þurfum að treysta því að almennt séð sé annað fólk gott og fari eftir lögum og reglum. Við þurfum að treysta því að geta gengið um án þess að til dæmis jörðin opnist og þar myndist gat ofan í iðrar hennar. Ef það verður rof á þessu grunntrausti þá verður til áfall*. Því áfall lamar alla fyrri þekkingu um öruggan heim. Ég las færslu á Facebook hjá ungri konu úr Grindavík sem er komin í öruggt skjól með fjölskylduna sína. Hún talar um að hana langi samt bara svo heim til sín. Drekka morgun kaffibollann sinn í eldhúsinu sínu, byrja að huga að jólaskreytingum heima í stofunni, sofna og vakna í rúminu sínu. Því þetta er öryggið í hennar heimsmynd. Núna er búið að höggva á það. Það þarf líka að grípa fólk Í fréttatímum gærdagsins fengum við að sjá rifurnar og götin sem hafa myndast á húsum, götum og lóðum í Grindavík eftir jarðskjálftana sl. dagana, auk þess að sjá íbúa Grindavíkur í langri bílaröð að bíða eftir sínum 5 mínútum á heimili sínu og sækja nauðsynjar og nokkrir komu í viðtal í eðlilegri geðshræringu og töluðu um vanmáttinn sem þau upplifa. Við fengum líka fregnir af því að Alþingi hafi samþykkt frumvarp forsætisráðherra til laga um vernd innviða á Reykjanesi. Þetta er að mínu mati sjálfsagt og mikilvægt frumvarp og gott að sjá að einróma samhugur ráði ferð. Mig langar samt að biðla til ykkar sem farið með ákvörðunarvaldið í okkar landi að huga líka að vernd mannlegra innviða á Suðurnesjum. Það að fjárfesta í mannlegum innviðum borgar sig margfalt til framtíðar.. Áföll geta haft víðtækar afleiðingar, orsakað líkamlega og geðræna sjúkdóma, fíknivanda og örorku. Kostnaður samfélagsins vegna áfalla nema tæplega 100 milljarða árlega og birtist í auknum útgjöldum heilbrigðiskerfisins, menntakerfisins, í félagslegri þjónustu og réttarvörslukerfinu. Íbúar Grindavíkur eru að upplifa áfall sem mun hafa áhrif á þau til frambúðar. Það getur skipt sköpum að grípa þetta fólk með markvissum sálrænum stuðningi strax og á næstu misserum. Vonandi fáum við að sjá frumvarp til laga um vernd mannlegra innviða á Reykjanesi. Höfundur er með diplómu á meistarastigi í sálgæslufræðum. *Áfall (e. trauma), er markandi upplifun/reynsla af atburði eða samskiptum (ofbeldi) þar sem sá/sú sem fyrir verður upplifir afgerandi hjálparleysi, yfirþyrmandi lífs- og öryggisógn gagnvart sjálfum sér eða öðrum án þess að geta komið nokkrum vörnum við. *Samfélagsleg áföll (e. collective trauma) aftur á móti verða vegna atburða sem hafa gífurleg áhrif á tiltekið samfélag eins og bæjarfélag eða landssvæði, með því að rjúfa eða laska verulega tengsl einstaklinga í samfélaginu og skapa aðstæður sem geta ógnað lífi og heilsu þeirra, umhverfi og eignum.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar