Eigum við að umbera einelti? Linda Hrönn Þórisdóttir skrifar 8. nóvember 2023 22:00 Dagur gegn einelti er í dag. Markmið dagsins er m.a. að efna til umræðu, fræðslu og viðburða til að vinna gegn einelti. Barnaheill – Save the Children á Íslandi fagna þessum degi sérstaklega og hvetja sem flesta til að hafa daginn í hávegum í skólum og öðrum stofnunum landsins. Því miður hefur einelti örugglega alltaf fylgt okkur mannfólkinu og byggði mögulega upphaflega á þeirri miklu líffræðilegu þörf hjá okkur að tilheyra hóp þegar við vorum frumstæðari. Þá gat það verið spurning um líf eða dauða hvort allir fengu að vera hluti af hópnum, ef einhver var útilokaður úr hópnum var erfiðara fyrir hann að komast lífs af. Við höfum enn þessa miklu þörf fyrir að tilheyra þrátt fyrir að við höfum þróast mikið. Og enn eru mörg börn sem verða fyrir einelti. Hugmyndir og þekking sérfræðinga á einelti hefur þróast frá því að viðfangsefnið var fyrst rannsakað. UNESCO skilgreindi einelti nýlega á eftirfarandi hátt: Einelti er skaðlegt félagslegt atferli sem einkennist af valdaójafnvægi sem myndast vegna viðmiða sem sett eru í samfélaginu og innan stofnana þess. Það er oft endurtekið og birtist sem óæskileg mannleg hegðun og veldur líkamlegum, félagslegum og tilfinningalegum skaða á viðkomandi einstaklingum eða hópum. Þessi skilgreining er í samræmi við þá sem notast er við í Vináttu – forvarnaverkefni Barnaheilla gegn einelti. Öll tilheyrum við ýmsum hópum þar sem ákveðin viðmið eru ríkjandi um hvað sé talið rétt og rangt, gott og vont, flott og glatað. Þeir sem falla ekki að þessum viðmiðum eiga það á hættu að fá ekki að tilheyra hópnum, eru útskúfaðir og hundsaðir. Þar sem við höfum þessa miklu þörf til að tilheyra hópnum gerum við oft margt til að tryggja veru okkar þar. Við samsömum okkur jafnvel hópnum og breytum á yfirborðinu til dæmis hvernig við klæðumst, hvernig tónlist við hlustum á eða hvaða tómstundir við iðkum til að vera hluti af hópnum. Þeir sem skera sig úr verða fyrir aðkasti, ýmist vegna einhvers sem hópurinn lítur á sem veikleika eða yfirburða styrkleika sem ógnar líka norminu. Enginn í hópnum þorir að standa með þeim sem er útilokaður því þeir eru hræddir um að verða refsað og útilokaðir sjálfir. Þannig mótast menning sem verður samþykkt vegna þess að enginn bregst við og hefur kjark og getu til að breyta henni. Því er mikilvægt að börn læri frá unga aldri um tilfinningar, líðan, samskipti og tjáningu. Með því að leggja strax á fyrstu æviárunum áherslu á að börn setji sér og öðrum mörk í samskiptum erum við að valdefla þau. Með því að vera sjálf góðar fyrirmyndir barnanna í samskiptum og bera virðingu fyrir ólíkum skoðunum, kennum við börnunum víðsýni, umhyggju, samkennd og síðast en ekki síst; umburðarlyndi Barnaheill leggja áherslu á umburðarlyndi í tengslum við Dag gegn einelti með sérstökum Dögum umburðarlyndis. Sameinuðu þjóðirnar hafa í meira en 70 ár bent á mikilvægi þess að tileinka sér það. Í dag, hefur þörfin fyrir umburðarlyndi ekki minnkað, síður en svo. Margt hefur breyst í samfélaginu og áunnist ef litið er til baka. En þrátt fyrir miklar breytingar er ekki þar með sagt að umburðarlyndi hafi sjálfkrafa aukist á meðal fólks. Jú, það er staðreynd að auðveldara er að eiga samskipti við fólk hvaðanæva að, meðal annars með tilkomu samfélagsmiðla. Þar er í mörgum tilfellum með einföldum hætti hægt að fá innsýn í daglegt líf hvers og eins. Þessari framþróun hefur þó ekki sjálfkrafa fylgt meiri skilningur á fjölbreytileika einstaklinga, uppruna þeirra, útliti, kyni, kynhneigð, menningu, trúarbrögðum og fleira. Samfélög verða sem betur fer sífellt fjölbreyttari en samhliða því hefur því miður myndast aukið óþol gagnvart margbreytileikanum. Það hefur meðal annars birst með auknum mannréttindabrotum, ýmsum öfgum og hatursorðræðu gagnvart ákveðnum hópum fólks. Umburðarlyndi snýr ekki eingöngu að því að umbera annað fólk og sýna því einhverja aumingjagæsku vegna þess að einhver annar hefur sagt til um það. Hugtakið felur miklu meira í sér. Í námsefni Vináttu er umburðarlyndi skilgreint á eftirfarandi hátt: Að skilja mikilvægi fjölbreytileikans og koma fram við alla af virðingu. Þannig er einblínt á styrkleikana sem eru fólgnir í því að við séum mismunandi og það gerir samfélagið/bekkinn/hópinn sterkari og betri þegar allir eru metnir af eigin verðleikum. Enginn einstaklingur á að þurfa að breyta því hvernig hann er til að falla í hópinn heldur er hann samþykktur eins og hann er. Umburðarlyndi er því gríðarlega mikilvægt gildi til að skapa börnum og ungmennum öryggi til að vera þau sjálf. Sýnum hvert öðru umburðarlyndi en umberum aldrei einelti. Höfundur er leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Linda Hrönn Þórisdóttir Mest lesið Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar Sjá meira
Dagur gegn einelti er í dag. Markmið dagsins er m.a. að efna til umræðu, fræðslu og viðburða til að vinna gegn einelti. Barnaheill – Save the Children á Íslandi fagna þessum degi sérstaklega og hvetja sem flesta til að hafa daginn í hávegum í skólum og öðrum stofnunum landsins. Því miður hefur einelti örugglega alltaf fylgt okkur mannfólkinu og byggði mögulega upphaflega á þeirri miklu líffræðilegu þörf hjá okkur að tilheyra hóp þegar við vorum frumstæðari. Þá gat það verið spurning um líf eða dauða hvort allir fengu að vera hluti af hópnum, ef einhver var útilokaður úr hópnum var erfiðara fyrir hann að komast lífs af. Við höfum enn þessa miklu þörf fyrir að tilheyra þrátt fyrir að við höfum þróast mikið. Og enn eru mörg börn sem verða fyrir einelti. Hugmyndir og þekking sérfræðinga á einelti hefur þróast frá því að viðfangsefnið var fyrst rannsakað. UNESCO skilgreindi einelti nýlega á eftirfarandi hátt: Einelti er skaðlegt félagslegt atferli sem einkennist af valdaójafnvægi sem myndast vegna viðmiða sem sett eru í samfélaginu og innan stofnana þess. Það er oft endurtekið og birtist sem óæskileg mannleg hegðun og veldur líkamlegum, félagslegum og tilfinningalegum skaða á viðkomandi einstaklingum eða hópum. Þessi skilgreining er í samræmi við þá sem notast er við í Vináttu – forvarnaverkefni Barnaheilla gegn einelti. Öll tilheyrum við ýmsum hópum þar sem ákveðin viðmið eru ríkjandi um hvað sé talið rétt og rangt, gott og vont, flott og glatað. Þeir sem falla ekki að þessum viðmiðum eiga það á hættu að fá ekki að tilheyra hópnum, eru útskúfaðir og hundsaðir. Þar sem við höfum þessa miklu þörf til að tilheyra hópnum gerum við oft margt til að tryggja veru okkar þar. Við samsömum okkur jafnvel hópnum og breytum á yfirborðinu til dæmis hvernig við klæðumst, hvernig tónlist við hlustum á eða hvaða tómstundir við iðkum til að vera hluti af hópnum. Þeir sem skera sig úr verða fyrir aðkasti, ýmist vegna einhvers sem hópurinn lítur á sem veikleika eða yfirburða styrkleika sem ógnar líka norminu. Enginn í hópnum þorir að standa með þeim sem er útilokaður því þeir eru hræddir um að verða refsað og útilokaðir sjálfir. Þannig mótast menning sem verður samþykkt vegna þess að enginn bregst við og hefur kjark og getu til að breyta henni. Því er mikilvægt að börn læri frá unga aldri um tilfinningar, líðan, samskipti og tjáningu. Með því að leggja strax á fyrstu æviárunum áherslu á að börn setji sér og öðrum mörk í samskiptum erum við að valdefla þau. Með því að vera sjálf góðar fyrirmyndir barnanna í samskiptum og bera virðingu fyrir ólíkum skoðunum, kennum við börnunum víðsýni, umhyggju, samkennd og síðast en ekki síst; umburðarlyndi Barnaheill leggja áherslu á umburðarlyndi í tengslum við Dag gegn einelti með sérstökum Dögum umburðarlyndis. Sameinuðu þjóðirnar hafa í meira en 70 ár bent á mikilvægi þess að tileinka sér það. Í dag, hefur þörfin fyrir umburðarlyndi ekki minnkað, síður en svo. Margt hefur breyst í samfélaginu og áunnist ef litið er til baka. En þrátt fyrir miklar breytingar er ekki þar með sagt að umburðarlyndi hafi sjálfkrafa aukist á meðal fólks. Jú, það er staðreynd að auðveldara er að eiga samskipti við fólk hvaðanæva að, meðal annars með tilkomu samfélagsmiðla. Þar er í mörgum tilfellum með einföldum hætti hægt að fá innsýn í daglegt líf hvers og eins. Þessari framþróun hefur þó ekki sjálfkrafa fylgt meiri skilningur á fjölbreytileika einstaklinga, uppruna þeirra, útliti, kyni, kynhneigð, menningu, trúarbrögðum og fleira. Samfélög verða sem betur fer sífellt fjölbreyttari en samhliða því hefur því miður myndast aukið óþol gagnvart margbreytileikanum. Það hefur meðal annars birst með auknum mannréttindabrotum, ýmsum öfgum og hatursorðræðu gagnvart ákveðnum hópum fólks. Umburðarlyndi snýr ekki eingöngu að því að umbera annað fólk og sýna því einhverja aumingjagæsku vegna þess að einhver annar hefur sagt til um það. Hugtakið felur miklu meira í sér. Í námsefni Vináttu er umburðarlyndi skilgreint á eftirfarandi hátt: Að skilja mikilvægi fjölbreytileikans og koma fram við alla af virðingu. Þannig er einblínt á styrkleikana sem eru fólgnir í því að við séum mismunandi og það gerir samfélagið/bekkinn/hópinn sterkari og betri þegar allir eru metnir af eigin verðleikum. Enginn einstaklingur á að þurfa að breyta því hvernig hann er til að falla í hópinn heldur er hann samþykktur eins og hann er. Umburðarlyndi er því gríðarlega mikilvægt gildi til að skapa börnum og ungmennum öryggi til að vera þau sjálf. Sýnum hvert öðru umburðarlyndi en umberum aldrei einelti. Höfundur er leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi.
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun