Hættu! Kolbrún Baldursdóttir skrifar 8. nóvember 2023 19:00 Í dag 8. nóvember er hinn árlegi Dagur gegn einelti og kynferðisofbeldi í öllum aldurshópum. Í tilefni dagsins er vert að staldra við og skoða hvar við erum stödd með þessi erfiðu og viðkvæmu mál. Þessi grein fjallar um aðgerðir gegn einelti á meðal barna. Enda þótt margt hafi áunnist í eineltismálum, forvörnum og viðbrögðum við þeim er enn einelti í skólum, íþróttum og tómstundum barna. Allt of oft berast okkur lýsingar og frásagnir barna af einelti. Það er átakanlegt að heyra barn lýsa hvernig því hefur verið strítt, elt og hrellt, sparkað eða slegið í það, hæðst að því eða það hunsað. Því lengur sem einelti varir og því grófara sem það er, því meiri er skaðsemin. Afleiðingar vara oft alla ævi og geta birst í brotinni sjálfsmynd og félagslegu óöryggi. Einelti hefur alvarlegar afleiðingar bæði fyrir þolendur en einnig fyrir gerendur. Minningin um að hafa verið lagður í einelti lifir og minningar um að hafa lagt í einelti eru ekki síður þrautseigar og getur fylgt gerendum eineltis ævilangt. Barn sem er þolandi eineltis á þá ósk heitast að gerandinn láti það vera. „Hættu!“ segir það þegar eineltið byrjar, stundum á leið í eða úr skólanum, á göngum skólans, í frímínútum, á netinu eða hvar sem er þar sem þolandi og gerandi mætast og sá síðarnefndi fær tækifæri til að koma höggi á þolandann. Birtingarmyndir eineltis eru margar og stundum er einelti svo vel falið að enginn sem umgengst þolandann veit af því. Miðar okkur áfram? Ég hef í gegnum árin spurt sömu spurningar nánast árlega. Miðar okkur áfram í baráttunni gegn þessum vágesti sem einelti er eða stöndum í stað? Í skólum er sífellt rætt um þessi mál við börnin og foreldra. Sem borgarfulltrúi finnst mér nauðsynlegt að skóla- og frístundarsvið og skólasamfélagið kortleggi reglulega stöðu eineltismála í skólum borgarinnar með tilliti til forvarna, viðbragða og vinnsluferla kvörtunarmála. Yfirlit af þessu tagi gæti gefið vísbendingar um hvernig miðar áfram með þennan erfiða málaflokk og hvort þurfi að samræma aðgerðir milli skóla. Ég er einnig í starfi mínu upptekin af jafnræði milli skóla. Það er mikilvægt að skólar borgarinnar standi jafnfætis um forvarnir, viðbragðsáætlun og úrvinnsluferli. Að öðrum kosti er verið að mismuna börnum eftir því í hvaða skóla þau ganga. Í einum skóla er vinna með forvarnir og eineltismál e.t.v. til fyrirmyndar á meðan henni er ábótavant í öðrum. Í öllum skólum, íþrótta- og tómstundamiðstöðvum eiga að vera tiltæk verkfæri: aðferðir og úrræði, bæði sértæk og almenn, til að geta meðtekið og unnið úr eineltiskvörtun með faglegum hætti. Hjálpa þarf gerandanum Einelti á meðal barna má ekki ná fótfestu, hvað þá að þrífast. Byrja þarf á grunninum og það er að útskýra fyrir börnum um leið og þroski leyfir hvaða hegðun er ekki liðin. Sú hegðun sem er ekki liðin er að hóta, meiða, berja, klípa, slá, hrinda, hrækja á, eða sýna dónaskap og/eða útiloka. Barn sem stríðir og meiðir í leikskóla er í áhættu með að halda því áfram í grunnskóla og fram á fullorðinsár ef ekki er unnið með vandann strax í byrjun. Fræðslan þarf einnig að fela í sér hvað þýðir að vera fylgjandi geranda. Ef barn er t.d. að horfa á og hlæja með, þá finnst gerandanum hann vera sniðugur og er líklegri til að stríða og meiða aftur. Þetta þurfa börnin að vita. Mikilvægt er að minna börnin ítrekað á að taka aldrei þátt í að vera vond/ur við aðra. Verði þau vör við að einhver sé að stríða eða meiða eiga þau að láta strax einhvern fullorðinn vita. Regluleg umræða mikilvæg Umræðan um góða samskiptahætti þarf að vera daglega bæði í leik- og grunnskólum, í íþróttum, tómstundum og á frístundaheimilum. Barn sem hrekkir, stríðir eða leggur í einelti glímir oft sjálft við vanlíðan og óöryggi. Orsakir/áhættuþættir eru oft blanda af innri og ytri þáttum. Þessar breytur þarf að finna til að geta unnið með þær svo barnið geti slökkt á eineltishegðun sinni. Það er ekki síður mikilvægt að vinna með sjálfsmynd geranda en þolanda. Vinna þarf einnig með allan hópinn/bekkjarandann. Við megum einfaldlega aldrei sofna á verðinum í þessum málum. Ef það gerist miðar okkur ekki áfram heldur stöndum í stað. Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Borgarstjórn Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag 8. nóvember er hinn árlegi Dagur gegn einelti og kynferðisofbeldi í öllum aldurshópum. Í tilefni dagsins er vert að staldra við og skoða hvar við erum stödd með þessi erfiðu og viðkvæmu mál. Þessi grein fjallar um aðgerðir gegn einelti á meðal barna. Enda þótt margt hafi áunnist í eineltismálum, forvörnum og viðbrögðum við þeim er enn einelti í skólum, íþróttum og tómstundum barna. Allt of oft berast okkur lýsingar og frásagnir barna af einelti. Það er átakanlegt að heyra barn lýsa hvernig því hefur verið strítt, elt og hrellt, sparkað eða slegið í það, hæðst að því eða það hunsað. Því lengur sem einelti varir og því grófara sem það er, því meiri er skaðsemin. Afleiðingar vara oft alla ævi og geta birst í brotinni sjálfsmynd og félagslegu óöryggi. Einelti hefur alvarlegar afleiðingar bæði fyrir þolendur en einnig fyrir gerendur. Minningin um að hafa verið lagður í einelti lifir og minningar um að hafa lagt í einelti eru ekki síður þrautseigar og getur fylgt gerendum eineltis ævilangt. Barn sem er þolandi eineltis á þá ósk heitast að gerandinn láti það vera. „Hættu!“ segir það þegar eineltið byrjar, stundum á leið í eða úr skólanum, á göngum skólans, í frímínútum, á netinu eða hvar sem er þar sem þolandi og gerandi mætast og sá síðarnefndi fær tækifæri til að koma höggi á þolandann. Birtingarmyndir eineltis eru margar og stundum er einelti svo vel falið að enginn sem umgengst þolandann veit af því. Miðar okkur áfram? Ég hef í gegnum árin spurt sömu spurningar nánast árlega. Miðar okkur áfram í baráttunni gegn þessum vágesti sem einelti er eða stöndum í stað? Í skólum er sífellt rætt um þessi mál við börnin og foreldra. Sem borgarfulltrúi finnst mér nauðsynlegt að skóla- og frístundarsvið og skólasamfélagið kortleggi reglulega stöðu eineltismála í skólum borgarinnar með tilliti til forvarna, viðbragða og vinnsluferla kvörtunarmála. Yfirlit af þessu tagi gæti gefið vísbendingar um hvernig miðar áfram með þennan erfiða málaflokk og hvort þurfi að samræma aðgerðir milli skóla. Ég er einnig í starfi mínu upptekin af jafnræði milli skóla. Það er mikilvægt að skólar borgarinnar standi jafnfætis um forvarnir, viðbragðsáætlun og úrvinnsluferli. Að öðrum kosti er verið að mismuna börnum eftir því í hvaða skóla þau ganga. Í einum skóla er vinna með forvarnir og eineltismál e.t.v. til fyrirmyndar á meðan henni er ábótavant í öðrum. Í öllum skólum, íþrótta- og tómstundamiðstöðvum eiga að vera tiltæk verkfæri: aðferðir og úrræði, bæði sértæk og almenn, til að geta meðtekið og unnið úr eineltiskvörtun með faglegum hætti. Hjálpa þarf gerandanum Einelti á meðal barna má ekki ná fótfestu, hvað þá að þrífast. Byrja þarf á grunninum og það er að útskýra fyrir börnum um leið og þroski leyfir hvaða hegðun er ekki liðin. Sú hegðun sem er ekki liðin er að hóta, meiða, berja, klípa, slá, hrinda, hrækja á, eða sýna dónaskap og/eða útiloka. Barn sem stríðir og meiðir í leikskóla er í áhættu með að halda því áfram í grunnskóla og fram á fullorðinsár ef ekki er unnið með vandann strax í byrjun. Fræðslan þarf einnig að fela í sér hvað þýðir að vera fylgjandi geranda. Ef barn er t.d. að horfa á og hlæja með, þá finnst gerandanum hann vera sniðugur og er líklegri til að stríða og meiða aftur. Þetta þurfa börnin að vita. Mikilvægt er að minna börnin ítrekað á að taka aldrei þátt í að vera vond/ur við aðra. Verði þau vör við að einhver sé að stríða eða meiða eiga þau að láta strax einhvern fullorðinn vita. Regluleg umræða mikilvæg Umræðan um góða samskiptahætti þarf að vera daglega bæði í leik- og grunnskólum, í íþróttum, tómstundum og á frístundaheimilum. Barn sem hrekkir, stríðir eða leggur í einelti glímir oft sjálft við vanlíðan og óöryggi. Orsakir/áhættuþættir eru oft blanda af innri og ytri þáttum. Þessar breytur þarf að finna til að geta unnið með þær svo barnið geti slökkt á eineltishegðun sinni. Það er ekki síður mikilvægt að vinna með sjálfsmynd geranda en þolanda. Vinna þarf einnig með allan hópinn/bekkjarandann. Við megum einfaldlega aldrei sofna á verðinum í þessum málum. Ef það gerist miðar okkur ekki áfram heldur stöndum í stað. Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins í Reykjavík.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar