Hryllingssögur um ofsóknir á hinsegin fólki Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 7. nóvember 2023 08:01 Undanfarið höfum við, því miður, orðið vitni að bakslagi þegar kemur að réttindum hinsegin fólks, m.a.s. í okkar heimshluta. Í heiminum öllum telst mér svo til að í einu af hverjum þremur ríkjum teljist hinsegin sambönd enn vera glæpur lögum samkvæmt. Ástandið er mjög slæmt að þessu leyti víða í Afríku og í Mið-Austurlöndum, m.a. þar sem við störfum við þróunarsamvinnu. Hryllingssögur þaðan um ofsóknir á hinsegin fólki láta engan ósnortinn. Sem dæmi má nefna, þá undirritaði forseti Úganda nýlega þá löggjöf heims sem gengur lengst í andstöðu við réttindi hinsegin fólks. Við höfum sendiráð í Úganda og höfum haft þar tvíhliða þróunarsamvinnu áratugum saman. Nú liggur dauðarefsing við samkynhneigð í ríkinu. Lögin voru samþykkt á þingi Úganda með yfirgnæfandi meirihluta. Ég spurði því utanríkisráðherra um þetta á Alþingi. Þar spurði ég hann út í áherslu á réttindabaráttu hinsegin fólks í þróunarsamvinnu Íslands. Jafnframt hvort hann hygðist leggja aukna áherslu á réttindabaráttu hinsegin fólks á þessum vettvangi og þá með hvaða hætti. Enda virðist fullt tilefni til. Utanríkisráðherra greindi frá að á síðustu árum hefði utanríkisþjónustan beitt sér af sífellt meiri þunga í baráttu fyrir réttindum hinsegin fólks á alþjóðavettvangi. Það gerum við með virku málsvarastarfi, m.a. á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðabankans og í Evrópuráðinu, en einnig með fjárframlögum. Við fylgjumst grannt með stöðunni í samstarfs- og áherslulöndum okkar í þróunarsamvinnu. Metnaður standi til að styðja þétt við baráttuna í nýju samstarfslandi, Sierra Leone. Áherslur Íslands sem ráðherra lýsti, áherslur á réttindi hinsegin fólks í utanríkisþjónustunni, eru til eftirbreytni, enda eru mannréttindi hornsteinn íslensku utanríkisstefnunnar. Mannréttindabrot valda öðrum vandamála í þróunarríkjum: t.d. misskiptingu, fátækt og spillingu, og betrumbót er grundvallarforsenda þess að hægt sé að leysa úr áskorunum þróunarríkja til frambúðar. Það er því skylda okkar að halda því á lofti að mannréttindi eru algild, eiga alltaf við og um alla. Það er því mjög jákvætt að tíma og fjármunum sé varið í þróunarsamvinnuverkefni sem styðja við réttindi hinsegin fólks í þróunarríkjum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Diljá Mist Einarsdóttir Mest lesið Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Skoðun Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið höfum við, því miður, orðið vitni að bakslagi þegar kemur að réttindum hinsegin fólks, m.a.s. í okkar heimshluta. Í heiminum öllum telst mér svo til að í einu af hverjum þremur ríkjum teljist hinsegin sambönd enn vera glæpur lögum samkvæmt. Ástandið er mjög slæmt að þessu leyti víða í Afríku og í Mið-Austurlöndum, m.a. þar sem við störfum við þróunarsamvinnu. Hryllingssögur þaðan um ofsóknir á hinsegin fólki láta engan ósnortinn. Sem dæmi má nefna, þá undirritaði forseti Úganda nýlega þá löggjöf heims sem gengur lengst í andstöðu við réttindi hinsegin fólks. Við höfum sendiráð í Úganda og höfum haft þar tvíhliða þróunarsamvinnu áratugum saman. Nú liggur dauðarefsing við samkynhneigð í ríkinu. Lögin voru samþykkt á þingi Úganda með yfirgnæfandi meirihluta. Ég spurði því utanríkisráðherra um þetta á Alþingi. Þar spurði ég hann út í áherslu á réttindabaráttu hinsegin fólks í þróunarsamvinnu Íslands. Jafnframt hvort hann hygðist leggja aukna áherslu á réttindabaráttu hinsegin fólks á þessum vettvangi og þá með hvaða hætti. Enda virðist fullt tilefni til. Utanríkisráðherra greindi frá að á síðustu árum hefði utanríkisþjónustan beitt sér af sífellt meiri þunga í baráttu fyrir réttindum hinsegin fólks á alþjóðavettvangi. Það gerum við með virku málsvarastarfi, m.a. á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðabankans og í Evrópuráðinu, en einnig með fjárframlögum. Við fylgjumst grannt með stöðunni í samstarfs- og áherslulöndum okkar í þróunarsamvinnu. Metnaður standi til að styðja þétt við baráttuna í nýju samstarfslandi, Sierra Leone. Áherslur Íslands sem ráðherra lýsti, áherslur á réttindi hinsegin fólks í utanríkisþjónustunni, eru til eftirbreytni, enda eru mannréttindi hornsteinn íslensku utanríkisstefnunnar. Mannréttindabrot valda öðrum vandamála í þróunarríkjum: t.d. misskiptingu, fátækt og spillingu, og betrumbót er grundvallarforsenda þess að hægt sé að leysa úr áskorunum þróunarríkja til frambúðar. Það er því skylda okkar að halda því á lofti að mannréttindi eru algild, eiga alltaf við og um alla. Það er því mjög jákvætt að tíma og fjármunum sé varið í þróunarsamvinnuverkefni sem styðja við réttindi hinsegin fólks í þróunarríkjum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun