Formúla 1

Pirraður út í Red­Bull orð­róm

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ekki sáttur.
Ekki sáttur. EPA-EFE/SHAWN THEW

Fernando Alonso, ökumaður Aston Martin, er pirraður út í orðróminn sem segir hann vera á leiðinni til meistaraliðs RedBull.

Eftir kappaksturinn í Mexíkó um síðustu helgi fór sú saga á flug að hinn 42 ára gamli Spánverji gæti tekið sæti Sergio Pérez.

Alonso sjálfur sagðist ekki hafa gaman að orðrómnum og að þetta kæmi frá fólki sem væri að reyna ná sér í fleiri fylgjendur.

„Ég mun sjá til þess að það verði afleiðingar,“ sagði hinn tvöfaldaði heimsmeistari þegar hann ræddi við blaðamenn. Hann fór hins vegar ekkert nánar út í hverjar þær afleiðingar væru.

„Þessi orðrómur kemur frá fólki sem er ekki í þessu herbergi, þau eru bara að þessu til að skemmta sér en þetta er hreinlega ekki fyndið,“ bætti Alonso við.

Spánverjinn er samningsbundinn Martin til 2024.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×