„Geri ráð fyrir að við leggjum meiri áherslu á hraðaupphlaup en áður“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. nóvember 2023 13:58 Bjarki Már Elísson segist vera kominn á gott ról eftir meiðsli. vísir/sigurjón Bjarki Már Elísson er kominn aftur á ferðina eftir að hafa gengist undir aðgerð. Hann hlakkar til fyrstu leikjanna undir stjórn nýs landsliðsþjálfara. „Það er erfitt að segja, ég veit það ekki alveg,“ sagði Bjarki aðspurður við hverju hann byggist á fyrstu dögunum í landsliðinu með nýjum þjálfara, Snorra Steini Guðjónssyni. „Stemmingu og það er alltaf gaman að hitta hópinn. Ég veit svo sem ekkert hvernig æfingarnar verða en ég veit bara að það er spenna í hópnum fyrir því sem koma skal. Vonandi verður þetta gaman og við getum átt tvo góða leiki.“ Ísland mætir Færeyjum í tveimur vináttulandsleikjum á morgun og hinn. Landsliðið hittist svo ekkert aftur fyrr en rétt fyrir næsta stórmót, EM í Þýskalandi. Vonandi koma góðir hlutir frá Snorra „Það er svo sem gömul saga og ný að þú hefur aldrei mikinn tíma í landsliðsbolta en við þekkjum hvorn annan vel. Það vinnur með okkur. Þetta er búinn að vera sami kjarninn í nokkur ár og vonandi koma bara góðir hlutir frá Snorra ofan á það. Ég er bjartsýnn,“ sagði Bjarki. „Ég vil að við vinnum áfram í öllum atriðum leiksins, smyrjum varnarleikinn og ég geri ráð fyrir að við leggjum meiri áherslu á hraðaupphlaup en áður.“ Bjartsýnn fyrir hvert mót Bjarka finnst ekki vanta mikið upp á hjá landsliðinu til að það geti tekið skref fram á við. „Í rauninni ekki. Næsta skref, hvað er það? Við viljum eiga gott mót og til þess þarf margt að ganga upp. En það getur alveg gerst og ég trúi því fyrir hvert einasta mót að það geti gerst. Það er ekki mikið sem þarf að gerast en eitthvað,“ sagði Bjarki sem er byrjaður að spila aftur með Veszprém í Ungverjalandi eftir að hafa gengist undir aðgerð á hné í sumar. „Staðan á mér er frábær. Ég er orðinn góður. Þetta er eitthvað sem ég þurfti að gera þannig að þetta sé ekki að plaga mig. Ég hef æft á fullu í örugglega tvo mánuði og byrjaði að spila fyrir mánuði þannig ég er góður,“ sagði Bjarki að lokum. Landslið karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira
„Það er erfitt að segja, ég veit það ekki alveg,“ sagði Bjarki aðspurður við hverju hann byggist á fyrstu dögunum í landsliðinu með nýjum þjálfara, Snorra Steini Guðjónssyni. „Stemmingu og það er alltaf gaman að hitta hópinn. Ég veit svo sem ekkert hvernig æfingarnar verða en ég veit bara að það er spenna í hópnum fyrir því sem koma skal. Vonandi verður þetta gaman og við getum átt tvo góða leiki.“ Ísland mætir Færeyjum í tveimur vináttulandsleikjum á morgun og hinn. Landsliðið hittist svo ekkert aftur fyrr en rétt fyrir næsta stórmót, EM í Þýskalandi. Vonandi koma góðir hlutir frá Snorra „Það er svo sem gömul saga og ný að þú hefur aldrei mikinn tíma í landsliðsbolta en við þekkjum hvorn annan vel. Það vinnur með okkur. Þetta er búinn að vera sami kjarninn í nokkur ár og vonandi koma bara góðir hlutir frá Snorra ofan á það. Ég er bjartsýnn,“ sagði Bjarki. „Ég vil að við vinnum áfram í öllum atriðum leiksins, smyrjum varnarleikinn og ég geri ráð fyrir að við leggjum meiri áherslu á hraðaupphlaup en áður.“ Bjartsýnn fyrir hvert mót Bjarka finnst ekki vanta mikið upp á hjá landsliðinu til að það geti tekið skref fram á við. „Í rauninni ekki. Næsta skref, hvað er það? Við viljum eiga gott mót og til þess þarf margt að ganga upp. En það getur alveg gerst og ég trúi því fyrir hvert einasta mót að það geti gerst. Það er ekki mikið sem þarf að gerast en eitthvað,“ sagði Bjarki sem er byrjaður að spila aftur með Veszprém í Ungverjalandi eftir að hafa gengist undir aðgerð á hné í sumar. „Staðan á mér er frábær. Ég er orðinn góður. Þetta er eitthvað sem ég þurfti að gera þannig að þetta sé ekki að plaga mig. Ég hef æft á fullu í örugglega tvo mánuði og byrjaði að spila fyrir mánuði þannig ég er góður,“ sagði Bjarki að lokum.
Landslið karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira