Norræn lífskjör: Alltaf meira basl á Íslandi Stefán Ólafsson skrifar 2. nóvember 2023 13:31 Atvinnurekendur tala gjarnan um að laun á Íslandi séu ein þau hæstu í Evrópu. En þeir horfa framhjá því að hér er verðlag það hæsta (ásamt Sviss). Húsnæðiskostnaður tekur hér stærri hluta af ráðstöfunartekjum þeirra yngri og tekjulægri en víða í grannríkjunum. Þá eru opinberu velferðarkerfin á hinum Norðurlöndunum öflugri, ekki síst húsnæðisstuðningur. Barnabætur sem vinnandi fólk fær greiddar (eftir skerðingar) eru almennt mun hærri þar. Þetta gerir að verkum að afkoma íslensks launafólks, einkum þeirra tekjulægri og eignaminni, er viðkvæmari fyrir sveiflum í efnahagslífi en í grannríkjunum. Síðan er það lenska í hagstjórninni á Íslandi að láta þyngstu byrðar kreppuúrræða falla á þá sem minnst hafa fyrir, þá tekjulægri. Þetta þýðir að basl er almennt algengara og meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Þetta má sjá á meðfylgjandi mynd, sem sýnir hlutfall íbúa sem eiga erfitt með að ná endum saman, frá 2007 til ársins í ár. Hlutfall heimila í basli er hæst á Íslandi öll árin - en sjáið sveiflurnar hér þegar gefið hefur á bátinn, t.d. eftir hrunið 2008 og svo nú 2022 og 2023. Erfiðleikar við að ná endum saman á Íslandi og hinum Norðurlöndunum, 2007 til 2023. Heimild: Eurostat, Hagstofa Íslands og kannanir Vörðu 2021-2023. Fjárhagserfiðleikar heimilanna jukust miklu meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum í kjölfar fjármálahrunsins 2008. Raunar tókst að tryggja afkomu heimilanna á hinum Norðurlöndunum nær alveg gegn kreppuáhrifum. Það voru helst Danir sem fundu fyrir lítillega auknum erfiðleikum. Hér fór hlutfall heimila sem áttu í basli yfir helming árin 2010 til 2013. Mikil kaupmáttarrýrnun, vegna verðbólgu, hárra vaxta og frystingar launa orsakaði það. Þungi kreppunnar varð mjög mikill fyrir heimili lágtekju- og millitekjufólks. Í Kóvid kreppunni 2020 og 2021 tókst verkalýðshreyfingunni að halda kjarasamningsbundnum hækkunum og forða þannig kaupmáttarrýrnun launa í fyrstu. En með verulega hækkandi verðbólgu eftir 2021 og öfgafullum stýrivaxtahækkunum hefur allt farið á verri veg. Könnun Vörðu, rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins, sl. vor sýndi að 44% heimila áttu þá erfitt með að ná endum saman og hafði það hækkað úr um 24% árið 2021. Erfiðleikarnir eru mestir hjá verkafólki (um 60% þeirra eiga nú í erfiðleikum). Strax árið 2022 var hlutfall heimila í fjárhagserfiðleikum komið í 31,5% hér þegar meðaltal hinna Norðurlandanna var 22,2%. Síðan jukust erfiðleikarnir mjög ört til viðbótar hér á landi á yfirstandandi ári. Tölur vantar fyrir hin löndin fyrir árið 2023, en vísbendingar eru um litlar breytingar þar. Þessi afleita þróun á Íslandi sl. tvö ár gerist þrátt fyrir að hagvöxtur hafi verið meiri hér en í grannríkjunum og hagnaður fyrirtækja í hámarki. Sérstaða Íslendinga hvað snertir afkomusveiflur og fjárhagserfiðleika er því mikil í norrænu samhengi. Sveiflujöfnun velferðarkerfisins virkar betur þar en hér á landi. Seðlabankar hinna Norðurlandanna láta byrðar verðbólgubaráttunnar heldur ekki bitna jafn harkalega á lægri tekjuhópum og gert er hér á landi. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Ólafsson Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Verðlag Mest lesið Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Atvinnurekendur tala gjarnan um að laun á Íslandi séu ein þau hæstu í Evrópu. En þeir horfa framhjá því að hér er verðlag það hæsta (ásamt Sviss). Húsnæðiskostnaður tekur hér stærri hluta af ráðstöfunartekjum þeirra yngri og tekjulægri en víða í grannríkjunum. Þá eru opinberu velferðarkerfin á hinum Norðurlöndunum öflugri, ekki síst húsnæðisstuðningur. Barnabætur sem vinnandi fólk fær greiddar (eftir skerðingar) eru almennt mun hærri þar. Þetta gerir að verkum að afkoma íslensks launafólks, einkum þeirra tekjulægri og eignaminni, er viðkvæmari fyrir sveiflum í efnahagslífi en í grannríkjunum. Síðan er það lenska í hagstjórninni á Íslandi að láta þyngstu byrðar kreppuúrræða falla á þá sem minnst hafa fyrir, þá tekjulægri. Þetta þýðir að basl er almennt algengara og meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Þetta má sjá á meðfylgjandi mynd, sem sýnir hlutfall íbúa sem eiga erfitt með að ná endum saman, frá 2007 til ársins í ár. Hlutfall heimila í basli er hæst á Íslandi öll árin - en sjáið sveiflurnar hér þegar gefið hefur á bátinn, t.d. eftir hrunið 2008 og svo nú 2022 og 2023. Erfiðleikar við að ná endum saman á Íslandi og hinum Norðurlöndunum, 2007 til 2023. Heimild: Eurostat, Hagstofa Íslands og kannanir Vörðu 2021-2023. Fjárhagserfiðleikar heimilanna jukust miklu meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum í kjölfar fjármálahrunsins 2008. Raunar tókst að tryggja afkomu heimilanna á hinum Norðurlöndunum nær alveg gegn kreppuáhrifum. Það voru helst Danir sem fundu fyrir lítillega auknum erfiðleikum. Hér fór hlutfall heimila sem áttu í basli yfir helming árin 2010 til 2013. Mikil kaupmáttarrýrnun, vegna verðbólgu, hárra vaxta og frystingar launa orsakaði það. Þungi kreppunnar varð mjög mikill fyrir heimili lágtekju- og millitekjufólks. Í Kóvid kreppunni 2020 og 2021 tókst verkalýðshreyfingunni að halda kjarasamningsbundnum hækkunum og forða þannig kaupmáttarrýrnun launa í fyrstu. En með verulega hækkandi verðbólgu eftir 2021 og öfgafullum stýrivaxtahækkunum hefur allt farið á verri veg. Könnun Vörðu, rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins, sl. vor sýndi að 44% heimila áttu þá erfitt með að ná endum saman og hafði það hækkað úr um 24% árið 2021. Erfiðleikarnir eru mestir hjá verkafólki (um 60% þeirra eiga nú í erfiðleikum). Strax árið 2022 var hlutfall heimila í fjárhagserfiðleikum komið í 31,5% hér þegar meðaltal hinna Norðurlandanna var 22,2%. Síðan jukust erfiðleikarnir mjög ört til viðbótar hér á landi á yfirstandandi ári. Tölur vantar fyrir hin löndin fyrir árið 2023, en vísbendingar eru um litlar breytingar þar. Þessi afleita þróun á Íslandi sl. tvö ár gerist þrátt fyrir að hagvöxtur hafi verið meiri hér en í grannríkjunum og hagnaður fyrirtækja í hámarki. Sérstaða Íslendinga hvað snertir afkomusveiflur og fjárhagserfiðleika er því mikil í norrænu samhengi. Sveiflujöfnun velferðarkerfisins virkar betur þar en hér á landi. Seðlabankar hinna Norðurlandanna láta byrðar verðbólgubaráttunnar heldur ekki bitna jafn harkalega á lægri tekjuhópum og gert er hér á landi. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun