Hættum að ræða fátækt barna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar 2. nóvember 2023 10:01 Margir hafa miklar áhyggjur af fátækt barna, enda er fátækt barna að aukast á milli ára, frá 12,7 í 13,1%. Meðal þeirra sem opinberað hafa áhyggjur sínar af fátækt barna eru t.d. forsætisráðherra og þingmenn. Við hljótum öll að vera sammála um að það eiga engin börn að búa við fátækt eða líða skort. En þá kemur að kjarna málsins; börn geta ekki verið fátæk. Þau geta búið við fátækt, en þar sem þau eru ekki fjárráða þá er það í besta falli blekking að láta eins og börn séu fátæk. Börn búa við fátækt einfaldlega af því að foreldrar þeirra eru fátækir. Börn búa t.d. við fátækt af því að foreldrar þeirra eru einstæðir og börn búa við fátækt af því að foreldrar þeirra vinna láglaunastörf. Einnig búa börn við fátækt af því að foreldrar þeirra eru á leigumarkaði og greiða allt of mikið í húsaleigu. Svo búa fjölmörg börn við fátækt af því foreldrar þeirra eru öryrkjar á fáránlega lágum bótum sem skerðast grimmilega. Ítrekað er rætt um fátækt barna, eins og enginn skilji hvers vegna svo er. Eins og við getum ekkert að þessu gert, að um náttúrulögmál sé að ræða. En við breytum ekki fátækt barna fyrr en við lögum kjör foreldra þeirra. Ef forsætisráðherra, aðrir ráðherrar og þingmenn, hafa í alvöru áhyggjur af fátækt barna, þá verða þau að bæta kjör foreldra þeirra, og nákvæmlega þar virðist hnífurinn standa í kúnni. Áhyggjurnar af fátækt barna eru ekki nógu miklar til að samstaða náist um það. Flokkur fólksins hefur ítrekað lagt fram þingsályktunartillögu um 400 þúsund króna skatta- og skerðingarlaust. Þessi hógværa tillaga hefur ekki verið samþykkt, en hún er samt sem áður algjört lágmark sem við þurfum að tryggja fólki sé einhver vilji til þess að forða börnum frá fátækt. Til að fá um 400 þúsund krónur útborgaðar fyrir vinnu þarf fólk að hafa 525 þúsund króna laun. Það eru margir á töxtum hjá bæði Eflingu og VR sem eru með lægri laun fyrir fulla vinnu. En þrátt fyrir það er þetta fólkið sem ber víst ábyrgð á verðbólgunni og á að sýna skynsemi í kjarasamningum, ef marka má orð fulltrúa atvinnulífsins. Já, fólkið sem á vart til hnífs og skeiðar á að sýna hófsemi í kröfum, segja þeir sem eru með í kringum tvær milljónir í mánaðarlaun og vita ekkert hvernig það er að skorta fyrir nauðþurftum. Það er engin skynsemi í því að semja um laun sem ekki duga til framfærslu og ekki mun það hafa góð áhrif á fátækt barna. Ísland er eitt af ríkustu löndum heims og hér eiga allir að geta lifað hófsömu og mannsæmandi lífi. Hér þarf að setja fólkið í forgang, hækka laun og bætur, koma reglu á húsnæðismarkað og bæta kjör öryrkja og aldraðra. Hér á kjörorðið að vera: Fólkið fyrst og svo allt hitt. Aðeins þannig komum við í veg fyrir fátækt barna. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásthildur Lóa Þórsdóttir Flokkur fólksins Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Margir hafa miklar áhyggjur af fátækt barna, enda er fátækt barna að aukast á milli ára, frá 12,7 í 13,1%. Meðal þeirra sem opinberað hafa áhyggjur sínar af fátækt barna eru t.d. forsætisráðherra og þingmenn. Við hljótum öll að vera sammála um að það eiga engin börn að búa við fátækt eða líða skort. En þá kemur að kjarna málsins; börn geta ekki verið fátæk. Þau geta búið við fátækt, en þar sem þau eru ekki fjárráða þá er það í besta falli blekking að láta eins og börn séu fátæk. Börn búa við fátækt einfaldlega af því að foreldrar þeirra eru fátækir. Börn búa t.d. við fátækt af því að foreldrar þeirra eru einstæðir og börn búa við fátækt af því að foreldrar þeirra vinna láglaunastörf. Einnig búa börn við fátækt af því að foreldrar þeirra eru á leigumarkaði og greiða allt of mikið í húsaleigu. Svo búa fjölmörg börn við fátækt af því foreldrar þeirra eru öryrkjar á fáránlega lágum bótum sem skerðast grimmilega. Ítrekað er rætt um fátækt barna, eins og enginn skilji hvers vegna svo er. Eins og við getum ekkert að þessu gert, að um náttúrulögmál sé að ræða. En við breytum ekki fátækt barna fyrr en við lögum kjör foreldra þeirra. Ef forsætisráðherra, aðrir ráðherrar og þingmenn, hafa í alvöru áhyggjur af fátækt barna, þá verða þau að bæta kjör foreldra þeirra, og nákvæmlega þar virðist hnífurinn standa í kúnni. Áhyggjurnar af fátækt barna eru ekki nógu miklar til að samstaða náist um það. Flokkur fólksins hefur ítrekað lagt fram þingsályktunartillögu um 400 þúsund króna skatta- og skerðingarlaust. Þessi hógværa tillaga hefur ekki verið samþykkt, en hún er samt sem áður algjört lágmark sem við þurfum að tryggja fólki sé einhver vilji til þess að forða börnum frá fátækt. Til að fá um 400 þúsund krónur útborgaðar fyrir vinnu þarf fólk að hafa 525 þúsund króna laun. Það eru margir á töxtum hjá bæði Eflingu og VR sem eru með lægri laun fyrir fulla vinnu. En þrátt fyrir það er þetta fólkið sem ber víst ábyrgð á verðbólgunni og á að sýna skynsemi í kjarasamningum, ef marka má orð fulltrúa atvinnulífsins. Já, fólkið sem á vart til hnífs og skeiðar á að sýna hófsemi í kröfum, segja þeir sem eru með í kringum tvær milljónir í mánaðarlaun og vita ekkert hvernig það er að skorta fyrir nauðþurftum. Það er engin skynsemi í því að semja um laun sem ekki duga til framfærslu og ekki mun það hafa góð áhrif á fátækt barna. Ísland er eitt af ríkustu löndum heims og hér eiga allir að geta lifað hófsömu og mannsæmandi lífi. Hér þarf að setja fólkið í forgang, hækka laun og bætur, koma reglu á húsnæðismarkað og bæta kjör öryrkja og aldraðra. Hér á kjörorðið að vera: Fólkið fyrst og svo allt hitt. Aðeins þannig komum við í veg fyrir fátækt barna. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun