Afbrotavarnir í þágu öruggs samfélags Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 31. október 2023 07:32 Skýrar vísbendingar hafa komið fram á síðustu árum um að umfang og eðli skipulagðrar brotastarfsemi hafi tekið verulegum breytingum hér á landi til hins verra. Hópar innlendra jafnt sem erlendra aðila hafa það að atvinnu að fremja fjölda afbrota með skipulegum hætti, þar á meðal alvarleg ofbeldisbrot, þjófnað, fjársvik, fíkniefnabrot og peningaþvætti. Þetta er verulegt áhyggjuefni. Nauðsynlegt er að mæta þessari stöðu með markvissum aðgerðum til að varna afbrotum enda eru afbrotavarnir grundvallaratriði í því að halda uppi allsherjarreglu og lögum í landinu. Til þess að byggja öruggara og traustara samfélag er vitundarvakning almennings um afbrotavarnir nauðsynleg. Í því felst ekki síst að ræða og skilja í hverju afbrotavarnir felast. Afbrotavarnir eru ekki ein einstök aðgerð heldur samsafn mismunandi aðgerða sem hafa það markmið að sporna gegn afbrotum. Forvarnir og fræðsla eru hornsteinar áhrifaríkra afbrotavarna auk snemmtæks stuðnings við aðila sem höllum fæti standa í okkar samfélagi. Þá er mikilvægt að löggæsla í nærsamfélögum sé góð og að eftirlits- og fullnustukerfi okkar séu skilvirk, þar sem tryggð er skýr eftirfylgni með afbrotum. Löggæsla nær samfélaginu Aukin áhersla hefur verið lögð á að styrkja tengsl lögreglu og nærsamfélaga, meðal annars með því að koma á fót samfélagslöggæslu. Með samfélagslögreglumönnum er löggæslan færð nær samfélaginu og sköpuð sterkari tengsl. Með uppbyggingu á svæðisbundnu samráði vegna afbrotavarna fá lögreglan og hennar helstu samstarfsaðilar innsýn í áskoranir hvers svæðis. Með reglulegum samráðsfundum, nágrannavörslu, foreldrarölti, gagnkvæmum heimsóknum og sameiginlegum viðburðum byggist upp traust, opnari samskipti og skilningur á sameiginlegri ábyrgð á afbrotavörnum. Hluti af auknu fjármagni til löggæslu hefur verið eyrnamerktur eflingu samfélagslöggæslu og unnið er að því að efla svæðisbundið samstarf á landsvísu með helstu lykilaðilum og lögreglu. Brýnar breytingar á lögreglulögum Breytt afbrotamynstur, fjölgun stafrænna brota og afbrotamenn sem virða engin landamæri krefjast þess að lögreglan hafi skýrar heimildir til afbrotavarna svo unnt sé að bregðast við þessari þróun. Afbrotavarnir lögregluyfirvalda felast ekki síst í greiningu gagna sem hjálpar lögreglunni að meta m.a. hver er þróun afbrota, að greina „heita reiti“ og sjá mögulegan vanda í uppsiglingu. Þar með getur lögreglan gripið fyrr inn í atburðarrás og fyrirbyggt að framin séu alvarleg afbrot. Það er því mikilvægur liður í afbrotavörnum að efla aðgerðarheimildir lögreglunnar til að nýta þær upplýsingar sem hún býr yfir og aflar til greiningar með frumkvæðisvinnu. Þegar litið er til nágrannaríkja okkar höfum við, því miður, veitt lögreglunni hér á landi mun takmarkaðri heimildir til að varna afbrotum að þessu leyti. Úr því verður að bæta. Af þeirri ástæðu er brýnt að gera breytingar á lögreglulögum með það að markmiði að skýra heimildir lögreglu til að grípa til aðgerða í þágu afbrotavarna, einkum til að sporna gegn skipulagðri brotastarfsemi og koma í veg fyrir afbrot eða athafnir sem raskað geta öryggi borgaranna og ríkisins. Frumvarp liggur nú í Samráðsgátt þess efnis en um er að ræða endurflutt frumvarp sem tók töluverðum breytingum undir meðförum þingsins á síðasta löggjafarþingi. Frumvarpið, auk annarra aðgerða, er liður í því að styrkja afbrotavarnir íslensks samfélags. Með því er unnið að því að fyrirbyggja afbrot og stuðla að auknu almannaöryggi og velferð allra. Það er nauðsynlegt skref að stíga. Höfundur er dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Lögreglumál Efnahagsbrot Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Sjá meira
Skýrar vísbendingar hafa komið fram á síðustu árum um að umfang og eðli skipulagðrar brotastarfsemi hafi tekið verulegum breytingum hér á landi til hins verra. Hópar innlendra jafnt sem erlendra aðila hafa það að atvinnu að fremja fjölda afbrota með skipulegum hætti, þar á meðal alvarleg ofbeldisbrot, þjófnað, fjársvik, fíkniefnabrot og peningaþvætti. Þetta er verulegt áhyggjuefni. Nauðsynlegt er að mæta þessari stöðu með markvissum aðgerðum til að varna afbrotum enda eru afbrotavarnir grundvallaratriði í því að halda uppi allsherjarreglu og lögum í landinu. Til þess að byggja öruggara og traustara samfélag er vitundarvakning almennings um afbrotavarnir nauðsynleg. Í því felst ekki síst að ræða og skilja í hverju afbrotavarnir felast. Afbrotavarnir eru ekki ein einstök aðgerð heldur samsafn mismunandi aðgerða sem hafa það markmið að sporna gegn afbrotum. Forvarnir og fræðsla eru hornsteinar áhrifaríkra afbrotavarna auk snemmtæks stuðnings við aðila sem höllum fæti standa í okkar samfélagi. Þá er mikilvægt að löggæsla í nærsamfélögum sé góð og að eftirlits- og fullnustukerfi okkar séu skilvirk, þar sem tryggð er skýr eftirfylgni með afbrotum. Löggæsla nær samfélaginu Aukin áhersla hefur verið lögð á að styrkja tengsl lögreglu og nærsamfélaga, meðal annars með því að koma á fót samfélagslöggæslu. Með samfélagslögreglumönnum er löggæslan færð nær samfélaginu og sköpuð sterkari tengsl. Með uppbyggingu á svæðisbundnu samráði vegna afbrotavarna fá lögreglan og hennar helstu samstarfsaðilar innsýn í áskoranir hvers svæðis. Með reglulegum samráðsfundum, nágrannavörslu, foreldrarölti, gagnkvæmum heimsóknum og sameiginlegum viðburðum byggist upp traust, opnari samskipti og skilningur á sameiginlegri ábyrgð á afbrotavörnum. Hluti af auknu fjármagni til löggæslu hefur verið eyrnamerktur eflingu samfélagslöggæslu og unnið er að því að efla svæðisbundið samstarf á landsvísu með helstu lykilaðilum og lögreglu. Brýnar breytingar á lögreglulögum Breytt afbrotamynstur, fjölgun stafrænna brota og afbrotamenn sem virða engin landamæri krefjast þess að lögreglan hafi skýrar heimildir til afbrotavarna svo unnt sé að bregðast við þessari þróun. Afbrotavarnir lögregluyfirvalda felast ekki síst í greiningu gagna sem hjálpar lögreglunni að meta m.a. hver er þróun afbrota, að greina „heita reiti“ og sjá mögulegan vanda í uppsiglingu. Þar með getur lögreglan gripið fyrr inn í atburðarrás og fyrirbyggt að framin séu alvarleg afbrot. Það er því mikilvægur liður í afbrotavörnum að efla aðgerðarheimildir lögreglunnar til að nýta þær upplýsingar sem hún býr yfir og aflar til greiningar með frumkvæðisvinnu. Þegar litið er til nágrannaríkja okkar höfum við, því miður, veitt lögreglunni hér á landi mun takmarkaðri heimildir til að varna afbrotum að þessu leyti. Úr því verður að bæta. Af þeirri ástæðu er brýnt að gera breytingar á lögreglulögum með það að markmiði að skýra heimildir lögreglu til að grípa til aðgerða í þágu afbrotavarna, einkum til að sporna gegn skipulagðri brotastarfsemi og koma í veg fyrir afbrot eða athafnir sem raskað geta öryggi borgaranna og ríkisins. Frumvarp liggur nú í Samráðsgátt þess efnis en um er að ræða endurflutt frumvarp sem tók töluverðum breytingum undir meðförum þingsins á síðasta löggjafarþingi. Frumvarpið, auk annarra aðgerða, er liður í því að styrkja afbrotavarnir íslensks samfélags. Með því er unnið að því að fyrirbyggja afbrot og stuðla að auknu almannaöryggi og velferð allra. Það er nauðsynlegt skref að stíga. Höfundur er dómsmálaráðherra.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun