Nægjusamur nóvember – Taktu þátt! Guðrún Schmidt skrifar 1. nóvember 2023 08:00 Ömmur okkar og afar lifðu oft við þröngan kost, nægjusemi var dyggð og þeim lífsnauðsynleg. Neyslumöguleikar okkar í dag virðast nær takmarkalausir og aðallega háðir því hvort við höfum efni á þeim, ekki endilega hvort við höfum þörf á þeim eða einlægan áhuga. Stöðugt kemur eitthvað nýtt á markað sem á að auðvelda okkur lífið og stuðla að velgengni og hamingju. Æ fleiri átta sig þó á því að neysla er ekki lykillinn að hamingju. Vonandi er hápunkti neysluhyggju náð og mannkynið nær að þróast og þroskast áfram með breyttum áherslum og gildum þar sem nægjusemi verður aftur að eftirsóknarverðu normi. Nægjusamur nóvember – hvatningarátak Landverndar Nóvember einkennist af töluverðri neyslu. Tilboðsdagar eins og „Svartur föstudagur“, „Rafrænn mánudagur“ og „Dagur einhleypra“ hvetja okkur til innkaupa með aragrúa af auglýsingum og loforðum á öllum miðlum. Æsingur verður í kringum „góð kaup“ sem getur haft stressandi áhrif og okkur finnst við þurfa að taka þátt í kapphlaupinu. Í nóvember á síðasta ári hóf Landverndhvatningarátak undir slagorðinu nægjusamur nóvember til þess að vega upp á móti kaupæðinu og vekja athygli á nægjusemi. Í ár heldur átakið áfram, m.a. með fræðsluefni og verkefni fyrir skóla líkt og í fyrra, greinaskrifum og viðburðum. Grænfánaskólar eru hvattir til þess að taka málefnið fyrir í sinni kennslu, en efnið er opið öllum á vefsíðu Grænfánansog Landverndar. Einhver kann að spyrja sig af hverju umhverfisverndarsamtökin Landvernd séu að leggja áherslu á nægjusemi? Svarið er einfalt. Ljóst er að núverandi lifnaðar- og viðskiptahættir fólks í vestrænum löndum er langt umfram þolmörk náttúrunnar og auk þess á kostnað fátækari hluta heims og framtíðarkynslóða. Við erum að kalla yfir okkur loftslagshamfarir, tap á líffræðilegri fjölbreytni, hrun vistkerfa og siðferðislegar hörmungar. Nauðsynlegt er að gera róttækar breytingar í samfélögum okkar því núverandi lífsstíll er ekki framtíðarhæfur. Nægjusemi er ein af forsendum fyrir sjálfbærri þróun. Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál (IPCC) bendir einnig á að nægjusemi er nauðsynleg ásamt fjölmörgum öðrum loftslagsaðgerðum þar sem hún mun leiða til minni eftirspurnar eftir orku, auðlindum, landgæðum og vatni. Því við framleiðslu á öllum vörum þarf auðlindir, auk þess þarf náttúran að taka við úrganginum og mengun. Nægjusemi er áhrifamikil, fljótvirk og ódýr leið til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda, ósjálfbæra nýtingu auðlinda og jafnvel ójöfnuð. Ef íslensk stjórnvöld taka stefnu sína í loftslagsmálum, sjálfbærri þróun og breytingum yfir í hringrásarhagkerfið alvarlega ætti nægjusemi að rata ofarlega á blað um gildi sem mikilvægt er að stuðla að. Að minnka neyslu, framleiða gæðavörur sem endast, endurvinna og endurnýta sem mest aftur og aftur og vinna með öflugum hringrásarferlum eru m.a. einkenni hringrásarhagkerfis. Hugarfar sem er jákvætt fyrir einstaklinga, samfélögin og umhverfið Fyrir okkur sem fáum nóg að borða, föt, húsaskjól og búum við heilbrigðisþjónustu og menntunarmöguleika þýðir nægjusemi ekki afturhvarf til fortíðar, að fórna einhverju eða lifa við skort. Þess í stað er það tækifæri til þess að einbeita okkur að því sem veitir raunverulega gleði, hamingju og gildi í lífinu. Við hoppum út úr kapphlaupi um gervi-lífsgæði, spyrjum okkur hvort við höfum raunverulega þörf fyrir hlutina og hættum einfaldlega að kaupa hluti sem við þurfum ekki. Mjög hjálplegt er að reyna að hunsa áreiti frá auglýsingum, hætta að horfa á það sem aðrir eiga, bera sig ekki saman við aðra heldur veita því athygli sem við höfum og vera þakklát og ánægð með það. Nægjusemi er hugarástand þar sem við finnum ekki fyrir hinum ýmsum þörfum og þurfum þá heldur ekki að neita okkur um þessar þarfir þar sem þær eru ekki til staðar. Með þessu móti sparast tími, orka og peningar sem við getum nýtt í upplifanir, samveru, slökun og að skapa gott samfélag. Við nærum líkama og sálina varanlega og frelsum okkur frá því að grípa til skyndilausna með kaupum á hlutum og stöðutáknum í kapphlaupi við aðra í gagnrýnislausri trú á loforð framleiðslu- og söluaðila. Áhrifamikið er að skoða gildin okkar sem leiðarljós í gegnum lífið, þannig getum við skilgreint fyrir hvað við stöndum og hvað skiptir okkur máli. Hvernig viljum við hugsa til baka, þreytt eftir lífsgæðakapphlaup eða uppfull að góðum minningum og samböndum og þakklát fyrir verkin okkar sem hafa haft góð áhrif út á við hvort sem er í stóru eða smáu. Ímyndum okkur samfélag þar sem nægjusemi, þakklæti, virðing og umhyggja væru ráðandi, samfélag þar sem markmiðið væri að öllum liði vel og við værum hvorki að lifa á kostnað náttúrunnar né annars fólks. Þannig framtíðarsýn gefur okkur orku, getu, von og vilja til að taka þátt í að skapa svoleiðis samfélag. Einföld og áhrifamikil leið sem við getum sameinast um Miklar breytingar þurfa að eiga sér stað á öllum sviðum samfélaga til þess að ná markmiðum í loftslagsmálum og færa okkur á braut sjálfbærrar þróunar: kerfisbreytingar, hegðunarbreytingar og hugarfarsbreytingar. Nægjusemi sem hegðunar- og hugarfarsbreyting er ókeypis og skilar strax árangri. Bara með því að hætta þátttöku okkar í neyslubrjálæði tökum við mikilvægt skref í umbreytingu samfélaga til hins betra. Við getum sameinast um nægjusemi sem einfalda og áhrifamikla leið og fagnað að slík leið er til. Ásamt fjölmörgum öðrum aðgerðum er nægjusemi nauðsynleg, hún er jákvæð og á að vera eitt af leiðarljósum okkar til betri framtíðar. Verið velkomin að taka þátt í nægjusömum nóvember og fylgist með fleiri greinum, fræðsluverkefnum, góðum ráðum og viðburðum um nægjusemi allan nóvember á vefsíðu hvatningarátaksins Landverndar og Grænfánans. Höfundur er sérfræðingur hjá Landvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Verslun Neytendur Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Sjá meira
Ömmur okkar og afar lifðu oft við þröngan kost, nægjusemi var dyggð og þeim lífsnauðsynleg. Neyslumöguleikar okkar í dag virðast nær takmarkalausir og aðallega háðir því hvort við höfum efni á þeim, ekki endilega hvort við höfum þörf á þeim eða einlægan áhuga. Stöðugt kemur eitthvað nýtt á markað sem á að auðvelda okkur lífið og stuðla að velgengni og hamingju. Æ fleiri átta sig þó á því að neysla er ekki lykillinn að hamingju. Vonandi er hápunkti neysluhyggju náð og mannkynið nær að þróast og þroskast áfram með breyttum áherslum og gildum þar sem nægjusemi verður aftur að eftirsóknarverðu normi. Nægjusamur nóvember – hvatningarátak Landverndar Nóvember einkennist af töluverðri neyslu. Tilboðsdagar eins og „Svartur föstudagur“, „Rafrænn mánudagur“ og „Dagur einhleypra“ hvetja okkur til innkaupa með aragrúa af auglýsingum og loforðum á öllum miðlum. Æsingur verður í kringum „góð kaup“ sem getur haft stressandi áhrif og okkur finnst við þurfa að taka þátt í kapphlaupinu. Í nóvember á síðasta ári hóf Landverndhvatningarátak undir slagorðinu nægjusamur nóvember til þess að vega upp á móti kaupæðinu og vekja athygli á nægjusemi. Í ár heldur átakið áfram, m.a. með fræðsluefni og verkefni fyrir skóla líkt og í fyrra, greinaskrifum og viðburðum. Grænfánaskólar eru hvattir til þess að taka málefnið fyrir í sinni kennslu, en efnið er opið öllum á vefsíðu Grænfánansog Landverndar. Einhver kann að spyrja sig af hverju umhverfisverndarsamtökin Landvernd séu að leggja áherslu á nægjusemi? Svarið er einfalt. Ljóst er að núverandi lifnaðar- og viðskiptahættir fólks í vestrænum löndum er langt umfram þolmörk náttúrunnar og auk þess á kostnað fátækari hluta heims og framtíðarkynslóða. Við erum að kalla yfir okkur loftslagshamfarir, tap á líffræðilegri fjölbreytni, hrun vistkerfa og siðferðislegar hörmungar. Nauðsynlegt er að gera róttækar breytingar í samfélögum okkar því núverandi lífsstíll er ekki framtíðarhæfur. Nægjusemi er ein af forsendum fyrir sjálfbærri þróun. Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál (IPCC) bendir einnig á að nægjusemi er nauðsynleg ásamt fjölmörgum öðrum loftslagsaðgerðum þar sem hún mun leiða til minni eftirspurnar eftir orku, auðlindum, landgæðum og vatni. Því við framleiðslu á öllum vörum þarf auðlindir, auk þess þarf náttúran að taka við úrganginum og mengun. Nægjusemi er áhrifamikil, fljótvirk og ódýr leið til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda, ósjálfbæra nýtingu auðlinda og jafnvel ójöfnuð. Ef íslensk stjórnvöld taka stefnu sína í loftslagsmálum, sjálfbærri þróun og breytingum yfir í hringrásarhagkerfið alvarlega ætti nægjusemi að rata ofarlega á blað um gildi sem mikilvægt er að stuðla að. Að minnka neyslu, framleiða gæðavörur sem endast, endurvinna og endurnýta sem mest aftur og aftur og vinna með öflugum hringrásarferlum eru m.a. einkenni hringrásarhagkerfis. Hugarfar sem er jákvætt fyrir einstaklinga, samfélögin og umhverfið Fyrir okkur sem fáum nóg að borða, föt, húsaskjól og búum við heilbrigðisþjónustu og menntunarmöguleika þýðir nægjusemi ekki afturhvarf til fortíðar, að fórna einhverju eða lifa við skort. Þess í stað er það tækifæri til þess að einbeita okkur að því sem veitir raunverulega gleði, hamingju og gildi í lífinu. Við hoppum út úr kapphlaupi um gervi-lífsgæði, spyrjum okkur hvort við höfum raunverulega þörf fyrir hlutina og hættum einfaldlega að kaupa hluti sem við þurfum ekki. Mjög hjálplegt er að reyna að hunsa áreiti frá auglýsingum, hætta að horfa á það sem aðrir eiga, bera sig ekki saman við aðra heldur veita því athygli sem við höfum og vera þakklát og ánægð með það. Nægjusemi er hugarástand þar sem við finnum ekki fyrir hinum ýmsum þörfum og þurfum þá heldur ekki að neita okkur um þessar þarfir þar sem þær eru ekki til staðar. Með þessu móti sparast tími, orka og peningar sem við getum nýtt í upplifanir, samveru, slökun og að skapa gott samfélag. Við nærum líkama og sálina varanlega og frelsum okkur frá því að grípa til skyndilausna með kaupum á hlutum og stöðutáknum í kapphlaupi við aðra í gagnrýnislausri trú á loforð framleiðslu- og söluaðila. Áhrifamikið er að skoða gildin okkar sem leiðarljós í gegnum lífið, þannig getum við skilgreint fyrir hvað við stöndum og hvað skiptir okkur máli. Hvernig viljum við hugsa til baka, þreytt eftir lífsgæðakapphlaup eða uppfull að góðum minningum og samböndum og þakklát fyrir verkin okkar sem hafa haft góð áhrif út á við hvort sem er í stóru eða smáu. Ímyndum okkur samfélag þar sem nægjusemi, þakklæti, virðing og umhyggja væru ráðandi, samfélag þar sem markmiðið væri að öllum liði vel og við værum hvorki að lifa á kostnað náttúrunnar né annars fólks. Þannig framtíðarsýn gefur okkur orku, getu, von og vilja til að taka þátt í að skapa svoleiðis samfélag. Einföld og áhrifamikil leið sem við getum sameinast um Miklar breytingar þurfa að eiga sér stað á öllum sviðum samfélaga til þess að ná markmiðum í loftslagsmálum og færa okkur á braut sjálfbærrar þróunar: kerfisbreytingar, hegðunarbreytingar og hugarfarsbreytingar. Nægjusemi sem hegðunar- og hugarfarsbreyting er ókeypis og skilar strax árangri. Bara með því að hætta þátttöku okkar í neyslubrjálæði tökum við mikilvægt skref í umbreytingu samfélaga til hins betra. Við getum sameinast um nægjusemi sem einfalda og áhrifamikla leið og fagnað að slík leið er til. Ásamt fjölmörgum öðrum aðgerðum er nægjusemi nauðsynleg, hún er jákvæð og á að vera eitt af leiðarljósum okkar til betri framtíðar. Verið velkomin að taka þátt í nægjusömum nóvember og fylgist með fleiri greinum, fræðsluverkefnum, góðum ráðum og viðburðum um nægjusemi allan nóvember á vefsíðu hvatningarátaksins Landverndar og Grænfánans. Höfundur er sérfræðingur hjá Landvernd.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar