„Svo þegar þeir fara að dæma þá koma einhverjir algjörlega út úr hött dómar“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. október 2023 13:01 Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var harðorður í viðtali eftir leik liðsins gegn Þór Þorlákshöfn í Subway-deild karla í körfubolta síðastliðinn fimmtudag. Teitur Örlygsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds, var sammála ummælum Viðars um dómara leiksins. „Það var þungaviktarviðtal við Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfara Hattar eftir þennan leik. Hann var ekki sáttur - bara mjög ósáttur,“ sagði Stefán Árni Pálsson, stjórnandi Körfuboltakvölds, áður en viðtalið við Viðar var sýnt. Viðar var afar ósáttur við dómara leiksins og lét óánægju sína í ljós. Hann talaði meðal annars um að sami dómarinn í dómaratríóinu bæri ábyrgð á öllum vafadómum leiksins. „Í þessari deild eru þrusulið og þrusuleikir. Síðan er það sami gæinn í dómaratríóinu sem á alla vafadómana. Hann labbar að manni og hótar frekar tæknivillum en tala við menn. Ég veit alveg að ég get verið aggressífur út í dómarana og talað hátt. En ég set miklar kröfur á mig og mitt lið. Önnur lið gera það líka. Þetta verður að laga til að standardinn haldi áfram að rísa í deildinni. Þessi frammistaða var óviðunandi,“ sagði Viðar meðal annars eftir leik. Skilja pirring Viðars Þeir félagar í Körfuboltakvöldi, Stefán Árni, Teitur Örlygsson og Ómar Örn Sævarsson, ræddu um viðtalið í kjölfarið og þeir Teitur og Ómar segjast að einhverju leyti skilja pirring Viðars. „Ég veit nákvæmlega hvert hann er að fara og ég er að mörgu leyti bara mjög sammála honum,“ sagði Teitur. „Körfuboltinn er orðinn ofboðslega góður og ég ætla ekkert að segja að dómararnir séu ekki að reyna að halda í við það, mér finnst dómgæslan búin að skána. En það er samt sem áður fullt af dómurum í deildinni sem eru greinilega að æfa sig mjög mikið því það eru allir komnir með alveg hárréttar hreyfingar og standa á hárréttum stöðum og líta rosalega vel út, en svo þegar þeir fara að dæma þá grípur maður oft utan um hausinn og það koma einhverjir algjörlega út úr hött dómar,“ sagði Teitur meðal annars, en innslagið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Viðtalið við Viðar og umræða Subway-deild karla Höttur Körfuboltakvöld Mest lesið Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Íslenski boltinn Hélt að rauð viðvörun þýddi stórsigur Liverpool-manna Enski boltinn Merseyside-slagnum frestað vegna veðurs Enski boltinn Michail Antonio lenti í alvarlegu bílslysi Enski boltinn City kom tvisvar til baka á Selhurst Park Enski boltinn Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR Íslenski boltinn Forest aftur á sigurbraut en United tapað tveimur í röð Enski boltinn Þurftu að halda Guardiola svo hann myndi ekki hjóla í mann Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 76-75 | Bikarmeistararnir úr leik Körfubolti Undrabarnið bætti 56 ára gamalt met Sport Fleiri fréttir „Við vorum aldrei að fara gefast upp“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 76-75 | Bikarmeistararnir úr leik Fjórar fengu enga hvíld í bikarsigri Ármanns gegn Aþenu Yfir sig hrifnir af Alexander: „Þetta er ekta Keflavíkur-Kani“ LeBron og Davis með samtals 77 stig en Lakers tapaði enn og aftur Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri „Byggjum á þessu og höldum áfram að verða betri“ Njarðvíkingar bæta við sig „Eitthvað til að byggja á og halda áfram að leggja allt í þetta“ Leikurinn í Keflavík loks hafinn eftir klukkuvandræði Uppgjörið: Álftanes - Stjarnan 77-97 | Þægilegur sigur gestanna Jokic fór upp fyrir Magic Johnson í nótt Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Benedikt í bann Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ „Lið með hæfileikana til að spila í úrslitakeppni“ Uppgjörið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur staðreynd „Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“ Emil: Stundum þarf breytingar Uppgjörið: KR - ÍR 95-97 | Þriðji sigurinn í röð eftir dramatík Uppgjörið: Þór Þ. - Höttur 106-84 | Þórsarar afhentu Hetti þriðja tapið í röð Spilar báða leikina við Keflavík með bann hangandi yfir sér Stórar fréttir úr Þorlákshöfn: Tomsick snýr aftur Gaz-leikur Pavels: ÍR-ingar horfðu á þetta og ég held að þeir hafi móðgast Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Sjá meira
„Það var þungaviktarviðtal við Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfara Hattar eftir þennan leik. Hann var ekki sáttur - bara mjög ósáttur,“ sagði Stefán Árni Pálsson, stjórnandi Körfuboltakvölds, áður en viðtalið við Viðar var sýnt. Viðar var afar ósáttur við dómara leiksins og lét óánægju sína í ljós. Hann talaði meðal annars um að sami dómarinn í dómaratríóinu bæri ábyrgð á öllum vafadómum leiksins. „Í þessari deild eru þrusulið og þrusuleikir. Síðan er það sami gæinn í dómaratríóinu sem á alla vafadómana. Hann labbar að manni og hótar frekar tæknivillum en tala við menn. Ég veit alveg að ég get verið aggressífur út í dómarana og talað hátt. En ég set miklar kröfur á mig og mitt lið. Önnur lið gera það líka. Þetta verður að laga til að standardinn haldi áfram að rísa í deildinni. Þessi frammistaða var óviðunandi,“ sagði Viðar meðal annars eftir leik. Skilja pirring Viðars Þeir félagar í Körfuboltakvöldi, Stefán Árni, Teitur Örlygsson og Ómar Örn Sævarsson, ræddu um viðtalið í kjölfarið og þeir Teitur og Ómar segjast að einhverju leyti skilja pirring Viðars. „Ég veit nákvæmlega hvert hann er að fara og ég er að mörgu leyti bara mjög sammála honum,“ sagði Teitur. „Körfuboltinn er orðinn ofboðslega góður og ég ætla ekkert að segja að dómararnir séu ekki að reyna að halda í við það, mér finnst dómgæslan búin að skána. En það er samt sem áður fullt af dómurum í deildinni sem eru greinilega að æfa sig mjög mikið því það eru allir komnir með alveg hárréttar hreyfingar og standa á hárréttum stöðum og líta rosalega vel út, en svo þegar þeir fara að dæma þá grípur maður oft utan um hausinn og það koma einhverjir algjörlega út úr hött dómar,“ sagði Teitur meðal annars, en innslagið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Viðtalið við Viðar og umræða
Subway-deild karla Höttur Körfuboltakvöld Mest lesið Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Íslenski boltinn Hélt að rauð viðvörun þýddi stórsigur Liverpool-manna Enski boltinn Merseyside-slagnum frestað vegna veðurs Enski boltinn Michail Antonio lenti í alvarlegu bílslysi Enski boltinn City kom tvisvar til baka á Selhurst Park Enski boltinn Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR Íslenski boltinn Forest aftur á sigurbraut en United tapað tveimur í röð Enski boltinn Þurftu að halda Guardiola svo hann myndi ekki hjóla í mann Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 76-75 | Bikarmeistararnir úr leik Körfubolti Undrabarnið bætti 56 ára gamalt met Sport Fleiri fréttir „Við vorum aldrei að fara gefast upp“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 76-75 | Bikarmeistararnir úr leik Fjórar fengu enga hvíld í bikarsigri Ármanns gegn Aþenu Yfir sig hrifnir af Alexander: „Þetta er ekta Keflavíkur-Kani“ LeBron og Davis með samtals 77 stig en Lakers tapaði enn og aftur Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri „Byggjum á þessu og höldum áfram að verða betri“ Njarðvíkingar bæta við sig „Eitthvað til að byggja á og halda áfram að leggja allt í þetta“ Leikurinn í Keflavík loks hafinn eftir klukkuvandræði Uppgjörið: Álftanes - Stjarnan 77-97 | Þægilegur sigur gestanna Jokic fór upp fyrir Magic Johnson í nótt Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Benedikt í bann Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ „Lið með hæfileikana til að spila í úrslitakeppni“ Uppgjörið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur staðreynd „Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“ Emil: Stundum þarf breytingar Uppgjörið: KR - ÍR 95-97 | Þriðji sigurinn í röð eftir dramatík Uppgjörið: Þór Þ. - Höttur 106-84 | Þórsarar afhentu Hetti þriðja tapið í röð Spilar báða leikina við Keflavík með bann hangandi yfir sér Stórar fréttir úr Þorlákshöfn: Tomsick snýr aftur Gaz-leikur Pavels: ÍR-ingar horfðu á þetta og ég held að þeir hafi móðgast Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Sjá meira