„Þetta reddast“ bara ekkert alltaf Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 26. október 2023 19:00 Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2024 er lögð fram tillaga að breytingu á gildissviði gistináttaskatts samhliða áformum um auknar álögur á ferðaþjónustu. Breytingartillagan felur í sér „að skatturinn verði lagður á hvern gest í stað gistieiningar, eins og nú er, og nái einnig til gesta um borð í skemmtiferðaskipum sem dvelja á íslensku tollsvæði“. Það hefur legið fyrir að gistináttaskattur yrði lagður á að nýju, eftir að hann var felldur niður tímabundið við upphaf heimsfaraldurs. Hins vegar lá ekki fyrir að honum yrði breytt með örskömmum fyrirvara. Nú, þegar einungis eru rúmlega tveir mánuðir þangað til skatturinn leggst aftur á, vita þeir sem eiga að innheimta hann ekkert um form hans og hvað þá fjárhæðirnar sem innheimta skal. Það eina sem er vitað, er að skatturinn hækkar. Svona stuttur fyrirvari á skattahækkunum er auðvitað algjörlega óásættanlegur fyrir atvinnugrein sem starfar, skuldbindur sig og verðleggur langt fram í tímann. Þá er enn alls óljóst hvernig skatturinn mun leggjast á farþega skemmtiferðaskipa og enn virðist heimagisting eiga að vera undanþegin skattinum. Gistináttaskattur brenglar samkeppnisstöðu gististaða Gistináttaskattur er skattur á ferðamenn og var upphaflega hugmyndin með skattinum að afla tekna til að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun fjölsóttra ferðamannastaða, friðlýstra svæða og þjóðgarða. Jafnframt að afla tekna til þess að tryggja öryggi ferðamanna og vernda náttúru landsins. Gott og vel. Hugmyndin var líka sú að ferðamenn, jafnt innlendir sem erlendir, greiði þennan skatt. Breytingar með svona skömmum fyrirvara munu hins vegar leiða til þess að ferðaþjónustufyrirtæki á borð við gististaði og ferðaskipuleggjendur munu sitja uppi með hann að stórum hluta. Þau munu í stað ferðamannsins þurfa að greiða þennan skatt, sem bætist við bragðmikla skattasúpuna sem þau greiða nú þegar. Ástæðan fyrir því er einföld: Sala gistingar fyrir árið 2024 hefur nú þegar að stórum hluta farið fram og verðbreytingar því ekki í boði. Þetta mun því ekki „reddast“ á nokkurn hátt fyrir þessi fyrirtæki. Gistináttaskattur brenglar nú þegar samkeppnisstöðu gististaða hér innanlands, vegna þess að hann leggst aðeins á hluta þeirrar gistingar sem er í boði. Gistináttaskattur hefur sömuleiðis og eðlilega áhrif á samkeppnisstöðu okkar á erlendum mörkuðum, þar sem við eigum nú sem oftar í vök að verjast vegna mikilla verðhækkana undanfarin ár. Það má vel orða það svo að áætlaðar breytingar muni einfaldlega færa það ástand úr öskunni yfir í eldinn. Samkeppnishæfni gististaða hér á landi sem og áfangastaðarins Íslands gagnvart til dæmis Norðurlöndunum mun versna enn frekar enda skatturinn ekki innheimtur í neinu hinna Norðurlandanna. SAF leggjast því gegn boðuðum áformum um auknar álögur á ferðaþjónustu og telja mikilvægt að gistináttaskattur verði afnuminn. Stöðugleiki og fyrirsjáanleiki lykilatriði Samkvæmt viðhorfskönnun SAF telja yfir 72% félagsmanna að skattar og gjöld hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga, séu nú þegar íþyngjandi fyrir fjárhagsstöðu síns fyrirtækis og skerði samkeppnishæfni þeirra á alþjóðamörkuðum. Afar mikilvægt er fyrir ferðaþjónustu að búa við stöðugleika og fyrirsjáanleika. Ákvörðun um ferðalag er oftar en ekki tekin með löngum fyrirvara og er því fjárfesting sem myndar skuldbindingu um tiltekið fast verð fram í tímann. Rúmlega 80% félagsmanna í SAF telja að 12 til 18 mánuðir séu lágmarksfyrirvari til að fyrirtæki þeirra geti brugðist við breytingum (sem er auðvitað oftast hækkun) á sköttum og gjöldum. Aðeins með þeim hætti verður markmiðum um að það sé ferðamaðurinn sjálfur sem greiði viðkomandi gjöld eða skatta náð. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Bjarnheiður Hallsdóttir Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2024 er lögð fram tillaga að breytingu á gildissviði gistináttaskatts samhliða áformum um auknar álögur á ferðaþjónustu. Breytingartillagan felur í sér „að skatturinn verði lagður á hvern gest í stað gistieiningar, eins og nú er, og nái einnig til gesta um borð í skemmtiferðaskipum sem dvelja á íslensku tollsvæði“. Það hefur legið fyrir að gistináttaskattur yrði lagður á að nýju, eftir að hann var felldur niður tímabundið við upphaf heimsfaraldurs. Hins vegar lá ekki fyrir að honum yrði breytt með örskömmum fyrirvara. Nú, þegar einungis eru rúmlega tveir mánuðir þangað til skatturinn leggst aftur á, vita þeir sem eiga að innheimta hann ekkert um form hans og hvað þá fjárhæðirnar sem innheimta skal. Það eina sem er vitað, er að skatturinn hækkar. Svona stuttur fyrirvari á skattahækkunum er auðvitað algjörlega óásættanlegur fyrir atvinnugrein sem starfar, skuldbindur sig og verðleggur langt fram í tímann. Þá er enn alls óljóst hvernig skatturinn mun leggjast á farþega skemmtiferðaskipa og enn virðist heimagisting eiga að vera undanþegin skattinum. Gistináttaskattur brenglar samkeppnisstöðu gististaða Gistináttaskattur er skattur á ferðamenn og var upphaflega hugmyndin með skattinum að afla tekna til að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun fjölsóttra ferðamannastaða, friðlýstra svæða og þjóðgarða. Jafnframt að afla tekna til þess að tryggja öryggi ferðamanna og vernda náttúru landsins. Gott og vel. Hugmyndin var líka sú að ferðamenn, jafnt innlendir sem erlendir, greiði þennan skatt. Breytingar með svona skömmum fyrirvara munu hins vegar leiða til þess að ferðaþjónustufyrirtæki á borð við gististaði og ferðaskipuleggjendur munu sitja uppi með hann að stórum hluta. Þau munu í stað ferðamannsins þurfa að greiða þennan skatt, sem bætist við bragðmikla skattasúpuna sem þau greiða nú þegar. Ástæðan fyrir því er einföld: Sala gistingar fyrir árið 2024 hefur nú þegar að stórum hluta farið fram og verðbreytingar því ekki í boði. Þetta mun því ekki „reddast“ á nokkurn hátt fyrir þessi fyrirtæki. Gistináttaskattur brenglar nú þegar samkeppnisstöðu gististaða hér innanlands, vegna þess að hann leggst aðeins á hluta þeirrar gistingar sem er í boði. Gistináttaskattur hefur sömuleiðis og eðlilega áhrif á samkeppnisstöðu okkar á erlendum mörkuðum, þar sem við eigum nú sem oftar í vök að verjast vegna mikilla verðhækkana undanfarin ár. Það má vel orða það svo að áætlaðar breytingar muni einfaldlega færa það ástand úr öskunni yfir í eldinn. Samkeppnishæfni gististaða hér á landi sem og áfangastaðarins Íslands gagnvart til dæmis Norðurlöndunum mun versna enn frekar enda skatturinn ekki innheimtur í neinu hinna Norðurlandanna. SAF leggjast því gegn boðuðum áformum um auknar álögur á ferðaþjónustu og telja mikilvægt að gistináttaskattur verði afnuminn. Stöðugleiki og fyrirsjáanleiki lykilatriði Samkvæmt viðhorfskönnun SAF telja yfir 72% félagsmanna að skattar og gjöld hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga, séu nú þegar íþyngjandi fyrir fjárhagsstöðu síns fyrirtækis og skerði samkeppnishæfni þeirra á alþjóðamörkuðum. Afar mikilvægt er fyrir ferðaþjónustu að búa við stöðugleika og fyrirsjáanleika. Ákvörðun um ferðalag er oftar en ekki tekin með löngum fyrirvara og er því fjárfesting sem myndar skuldbindingu um tiltekið fast verð fram í tímann. Rúmlega 80% félagsmanna í SAF telja að 12 til 18 mánuðir séu lágmarksfyrirvari til að fyrirtæki þeirra geti brugðist við breytingum (sem er auðvitað oftast hækkun) á sköttum og gjöldum. Aðeins með þeim hætti verður markmiðum um að það sé ferðamaðurinn sjálfur sem greiði viðkomandi gjöld eða skatta náð. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun