Handbolti

Dagur og Aron berjast um sæti á Ólympíu­leikunum eftir stór­sigur Japans

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Dagur Sigurðsson er þjálfari japanska karlalandsliðsins í handbolta.
Dagur Sigurðsson er þjálfari japanska karlalandsliðsins í handbolta. Getty/Slavko Midzor

Japanska karlalandsliðið í handbolta vann í kvöld öruggan ellefu marka sigur er liðið mætti Suður-Kóreu í undanúrslitum undankeppninnar um sæti á Ólympíuleikunum í París á næsta ári, 34-23.

Japanska liðið mun því leika til úrslita um laust sæti á Ólympíuleikunum, en mótherjar þeirra verða Aron Kristjánsson og lærisveinar hans frá Barein. Dagur Sigurðsson er þjálfari japanska liðsins og munu íslensku þjálfararnir því berjast um hið eftirsótta sæti á Ólympíuleikunum.

Japanska liðið hafði mikla yfirburði gegn Suður-Kóreu í kvöld og leiddi með sex mörkum í hálfleik, staðan 15-9. Japanir juku svo forskot sitt enn frekar í síðari hálfleik og unnu að lokum öruggan ellefu marka sigur, 34-23.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×