Til hamingju, ég samhryggist: Af kvennaverkfalli og Huldu Jónsdóttur Tölgyes Thelma Hafþórsdóttir Byrd skrifar 25. október 2023 13:00 Við lögðum leið okkar í miðbæ Reykjavíkur í gær, 24. október. Daginn sem man langaði helst að heilsa fólki með hamingjuóskum en einnig samúðarkveðjum. Undarlegt tilefni, ekki satt? Ég hlustaði á magnaðar konur og kvár á Arnarhóli og það var allt í senn ánægjuleg, mögnuð en líka erfið stund. Þær sem lengur hafa lifað en ég rifjuðu upp baráttuna og uppruna kvennafrídagsins. Talið barst að sjálfsögðu að Bríeti Bjarnhéðinsdóttur og ég fór að hugsa um hvað við erum blessuð með okkar forystukonur, hverra herðum við stöndum á. Konur sem stóðu með sjálfum sér og um leið okkur öllum. Ekki bara konum, kvárum, stúlkum og stálpum því karlmenn og drengir hagnast svo sannarlega á jafnrétti líka. Og þessar dugnaðarkonur stóðu alltaf keikar, þrátt fyrir allt mótlætið. Þrátt fyrir að allt beinlínis öskraði á þær að hætta þessari vitleysu og setjast niður. Þær höfðu kannski ekki margar fyrirmyndir en þær sóttu andagiftina og hugrekkið greinilega á vísan stað. Sjálfkrafa reikaði hugur minn til Huldu Jónsdóttur Tölgyes sálfræðings. Hún hefur lyft grettistaki í baráttunni með dýrmætri þekkingu, ekki síst núna með hinni umtöluðu þriðju vakt. Áður hafði hún fjallað ítarlega um aðra vaktina en umræðu um huglægu byrðina sem þriðja vaktin er, hafði ég ekki heyrt áður. Hún tók óhrædd samtalið og opinberaði þessa byrði sem við höfum allar burðast með en erum misfeimnar að opna á. Ég veit að framlag Huldu til íslenskrar kvenréttindabaráttu á eftir að rata í sögubækurnar og það greiðlega. Hún er skelegg, kærleiksrík en líka með ógrynni af heimildum og rannsóknum til að styðja mál sitt. Þrátt fyrir það hefur hún oft þurft að svara ómálefnalegri og óvæginni gagnrýni. Hún hefur líka þurft að færa fórnir baráttunnar vegna og leggur nú lokahönd á bókina Þriðja vaktin, ásamt Þorsteini Einarssyni, auk að vera í fæðingarorlofi. Samhliða því heldur hún úti eigin miðli um þau málefni sem brenna á henni og miðlar áfram fræðsluefni, ásamt því að halda fyrirlestra. Slær hún dyggðarryki í augu okkar hinna þar sem hún flýtur fram úr okkur sveimandi á ljósbleiku skýi? Nei, þvert á móti. Hún talar einmitt opinskátt um allar þær tilfinningar, hindranir og hlutverkatogstreituna sem þessu fylgir. Hún er einfaldlega svo mennsk og fær í að tala um hlutina að hún skilur, réttmætir (e. validates) og valdeflir okkur hin á sama tíma. Þá tekur hún skýra afstöðu með þolendum ofbeldis og deilir fræðsluefni um mörk og ofbeldissambönd. Mig langar að færa þetta framlag hennar til bókar en best væri auðvitað að veita henni verðskuldaðan titil sem kona ársins. Þið sem eruð sammála megið sýna þessu efni stuðning. Munum að hylli einnar konu dregur ekki úr velgengni annarrar svo ykkur er frjálst að hafa aðra skoðun líka. Þau sem vilja kynna sér starfið hennar Huldu geta gert það hér: https://instagram.com/hulda.tolgyes?igshid=MzRlODBiNWFlZA== https://huldatolgyes.is https://www.thridja.is Áfram og upp kæru kynsystur og kvárar! Höfundur er iðjuþjálfi, eiginkona og móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennaverkfall Kvennafrídagurinn Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Við lögðum leið okkar í miðbæ Reykjavíkur í gær, 24. október. Daginn sem man langaði helst að heilsa fólki með hamingjuóskum en einnig samúðarkveðjum. Undarlegt tilefni, ekki satt? Ég hlustaði á magnaðar konur og kvár á Arnarhóli og það var allt í senn ánægjuleg, mögnuð en líka erfið stund. Þær sem lengur hafa lifað en ég rifjuðu upp baráttuna og uppruna kvennafrídagsins. Talið barst að sjálfsögðu að Bríeti Bjarnhéðinsdóttur og ég fór að hugsa um hvað við erum blessuð með okkar forystukonur, hverra herðum við stöndum á. Konur sem stóðu með sjálfum sér og um leið okkur öllum. Ekki bara konum, kvárum, stúlkum og stálpum því karlmenn og drengir hagnast svo sannarlega á jafnrétti líka. Og þessar dugnaðarkonur stóðu alltaf keikar, þrátt fyrir allt mótlætið. Þrátt fyrir að allt beinlínis öskraði á þær að hætta þessari vitleysu og setjast niður. Þær höfðu kannski ekki margar fyrirmyndir en þær sóttu andagiftina og hugrekkið greinilega á vísan stað. Sjálfkrafa reikaði hugur minn til Huldu Jónsdóttur Tölgyes sálfræðings. Hún hefur lyft grettistaki í baráttunni með dýrmætri þekkingu, ekki síst núna með hinni umtöluðu þriðju vakt. Áður hafði hún fjallað ítarlega um aðra vaktina en umræðu um huglægu byrðina sem þriðja vaktin er, hafði ég ekki heyrt áður. Hún tók óhrædd samtalið og opinberaði þessa byrði sem við höfum allar burðast með en erum misfeimnar að opna á. Ég veit að framlag Huldu til íslenskrar kvenréttindabaráttu á eftir að rata í sögubækurnar og það greiðlega. Hún er skelegg, kærleiksrík en líka með ógrynni af heimildum og rannsóknum til að styðja mál sitt. Þrátt fyrir það hefur hún oft þurft að svara ómálefnalegri og óvæginni gagnrýni. Hún hefur líka þurft að færa fórnir baráttunnar vegna og leggur nú lokahönd á bókina Þriðja vaktin, ásamt Þorsteini Einarssyni, auk að vera í fæðingarorlofi. Samhliða því heldur hún úti eigin miðli um þau málefni sem brenna á henni og miðlar áfram fræðsluefni, ásamt því að halda fyrirlestra. Slær hún dyggðarryki í augu okkar hinna þar sem hún flýtur fram úr okkur sveimandi á ljósbleiku skýi? Nei, þvert á móti. Hún talar einmitt opinskátt um allar þær tilfinningar, hindranir og hlutverkatogstreituna sem þessu fylgir. Hún er einfaldlega svo mennsk og fær í að tala um hlutina að hún skilur, réttmætir (e. validates) og valdeflir okkur hin á sama tíma. Þá tekur hún skýra afstöðu með þolendum ofbeldis og deilir fræðsluefni um mörk og ofbeldissambönd. Mig langar að færa þetta framlag hennar til bókar en best væri auðvitað að veita henni verðskuldaðan titil sem kona ársins. Þið sem eruð sammála megið sýna þessu efni stuðning. Munum að hylli einnar konu dregur ekki úr velgengni annarrar svo ykkur er frjálst að hafa aðra skoðun líka. Þau sem vilja kynna sér starfið hennar Huldu geta gert það hér: https://instagram.com/hulda.tolgyes?igshid=MzRlODBiNWFlZA== https://huldatolgyes.is https://www.thridja.is Áfram og upp kæru kynsystur og kvárar! Höfundur er iðjuþjálfi, eiginkona og móðir.
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun