Er Alþingi sjoppa fyrir útvalda? Vilhelm Jónsson skrifar 25. október 2023 09:30 Stjórnvöldum ber að virða þjóðarvilja og láta af áratuga einræðis tilburðum og misskiptingu til útvaldra sérhagsmunaafla sem komast upp með að mylja undir sig og sína á kostnað þjóðarinnar. Valin útgerðarfélög eru sem fyrr í fararbroddi sem helstu afætur Íslands og virðast aldrei fá nóg. Þjóðin ætti að velta fyrir sér hvaða öfl fjarstýra stjórnvöldum í krafti spillingar. Fyrir hverja vinna stjórnvöld? Stjórnmálamenn sem ekki geta virt lýðræði eiga ekkert erindi inn á Alþingi. Það þarf að höggva á hnútinn sem stærstu ágreiningsmál þjóðarinnar eru og skera endanlega úr um hvernig fara eigi með fiskveiðiheimildirnar og aðrar þjóðarauðlindir. Einnig þarf að stöðva áratuga langa vaxtarányrkju sem hlotist hefur af ónýtri fjármálastjórn og gjaldmiðli sem þjóðin hefur búið við með hörmulegum afleiðingum. Kominn er tími á að áratuga langir stjórnarhættir og sóðaskapur í boði Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks ásamt Vinstri Grænum og Samfylkingu ljúki. Hugsjónir og loforðaflaumur stjórnmálamanna vega létt þegar stólar og bitlingar eru annars vegar. Stjórnvöldum er fullkunnugt um að þjóðin vill fá að kjósa um stærstu ágreiningsmálin. Stjórnmálamenn sem vilja láta taka sig alvarlega og að virðing sé borin fyrir þeim verða að hafa burði til að berjast fyrir þeim málum sem þeir þykjast standa fyrir. Það er umhugsunarvert hvers vegna Alþingi rígheldur í áratuga úrelta þinghefð frá tíma þegar þingmenn þurftu samhliða sínum bústörfum að eyða drjúgum tíma í ferðalög um langan veg við erfiðar aðstæður á hestum og fótgangandi. Nú er öldin önnur og engin rök sem réttlæta margra mánaða sumarfrí, fimm vikna jólafríi og feitt páskafrí alþingismanna. Forystusauðir ríkisstjórnarflokkanna virðast hvorki kæra sig um þingræði né gagnsæi og stýra landinu sem einræðisherrar ásamt þeim sem anda ofan í hálsmálið á þeim. Samfélagið er sundurtætt og gjörspillt eftir áratuga valdníðslu, misskiptingu og þjófnað fyrir tilverknað ábyrgðarlausra stjórnmálamanna sem svífast einskis í verkum sínum við að útdeila þjóðarauðlindum og bitlingum með óábyrgum hætti. Fiskveiðastjórnunin er eitt ljótasta dæmið um hvað siðblindir hagsmunagæslumenn hafa komast upp með áratugum saman. Skeytingarleysið er algert og einbeittur ásetningur í að hlusta ekki á þjóðarviljann. Stjórnvöld nýta sér til hins ýtrasta sundurlyndi þjóðarinnar og flokkshollustu sem birtist í því hvernig fólk rífur hvert annað niður á samfélagsmiðlum til að verja sérhagsmuni og eigin heimsku. SFS blæs sem fyrr til árlegrar herferðar um landið fyrir tilverknað Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur og annarra skósveina útvaldra útgerðarfélaga til að hnykkja á því að rányrkjan við strendur Íslands standi óbreytt áfram í boði stjórnvalda. Það hefði verið við hæfi að halda þessar samkundur í yfirgefnum fiskvinnsluhúsum sem í besta falli hýsa gallerí. Væntanlega mun ekki vanta upp á lofræður og lófaklapp þeirra sem að góssinu sitja. Forsætisráðherra er sem fyrr ekki mjög trúverðug þegar hún skautar fram hjá erfiðum spurningum fréttamanna með villandi tilsvörum og hjali, eins og t.d. að hún „ fylgist grannt með og líti málin alvarlegum augum“. Yfirleitt er hlustandi engu nær eftir innihaldslaus svör á viðkvæmum málaflokkum, samanber mál er varða ástandið á Gasa-svæðinu. Íslendingar eiga að teljast „rík“ þjóð. Engu að síður búa þeir við að flestir innviðir eru að grotna niður sama hvert litið er. Heilbrigðiskerfið er í molum og tugþúsundir hafa ekki aðgang að heilsugæslu. Þeir sem búa við hana er gjarnan sagt að næsti lausi tími sé eftir þrjár- fjórar vikur og bráðamóttakan bendir á heilsugæsluna sem lausn. Afleiðingarnar eru skelfilegar ekki síst fyrir þá sem gjalda fyrir með lífi sínu og heilsu. Þjóðvegum landsins má helst líkja við þá fáförnu sveitavegi sem við líði voru fyrir áratugum síðan hjá nágrannaþjóðum okkar. Innviðaráðherra ætlar að kippa ástandinu í liðinn á örskotsstundu ásamt nokkrum jarðgöngum þvers og kruss um landið, Sundabrú og tvöföldun þjóðvegarins hið snarasta. Ráðherranum má helst líkja við bullukoll eða galgopa. Í þeim siðmenntuðu ríkjum sem við viljum bera okkur saman við vinna bankar með viðskiptavinum sínum og halda utan um þá en því er þveröfugt farið á Íslandi gagnvart þeim sem takast á við erfiðar fjárhagsskuldbindingar. Bankahrunið og uppgjörið eftir það gefur góða mynd af því hverskonar banka- og stjórnsýsla hefur þrifist í landinu. Þúsundir milljarða voru afskrifaðir fyrir tilverknað óábyrgs banka, viðskipta og fjármálaeftirlits þar sem flest allt regluverk var hunsað. Ísland mun seint geta þvegið sig af þeirri rányrkju og óstjórn sem þá viðgekkst og ekki tók betra við þegar 15 þúsund heimili leystust upp fyrir tilverknað misvitra stjórnmálamanna og hinnar svokölluðu „skjaldborgar heimilanna“. Efsta lagið í stjórnsýslunni ásamt vinum og vandamönnum, sem bjuggu yfir innherjaupplýsingum í aðdraganda bankahrunsins, tókst að koma fjármunum sínum í öruggt skjól. Slíkt hið sama verður ekki sagt um þær þúsundir sem urðu fyrir miklu tjóni og misstu jafnvel aleiguna. Vænn hluti gjaldeyrisforðasjóðsins gufaði upp á einni nóttu vegna ábyrgðarleysis og var aðgerðin nefnd þrautarvaralán og í framhaldinu varð algjör afneitun á því hvernig staðið var að verki. Slíkt endurspeglar hversu vitskert stjórnvöld geta verið. Það er löngu tímabært að þjóðin horfist í augu við að óvönduð stjórnsýsla þrífst í landinu. Lítil þjóð getur ekki haldið úti örmynt og allt að þúsund milljarða gjaldeyrisforðasjóði ásamt því bákni sem þrífst í Seðlabanka Íslands. Það er vandséð að ítrekaðar stýrivaxtahækkanir sem hafa verið ástundaðar áratugum saman verði forkólfum bankans eða stjórnvöldum til framdráttar hvað þá almenningi. Staðan á fasteignamarkaðnum er galin, óábyrg og má helst líkja við rússneska rúllettu. Eigi skuldug heimili og fyrirtæki að búa við verðbólgu og vaxtaokur um ókomna tíð eins og verið hefur viðvarandi í tæpa hálfa öld mun jafnt og þétt stóraukast þörf á félagslegu húsnæði. Verðbólga og óraunhæft vaxtarstig eru mannanna verk, ekki náttúruhamfarir. Í því samhengi þarf ekki annað en að líta til nágrannaþjóða síðustu 50 árin. Hver bankinn af öðrum hefur verið rændur innan frá með einum eða öðrum hætti í boði óábyrgrar banka- og stjórnsýslu. Forsætis- og fjármálaráðherra eru forhert og víla ekki fyrir sér að kenna eftirlitsaðilum um það sem úrskeiðis fór við sölu á eignarhlutanum í Íslandsbanka. Engu að síður telja þau rétt að hvika ekki frá því að ljúka sölunni á bankanum hið fyrsta. Það eina sem stjórnvöld hafa hingað til haft fram að færa til að breyta þessu ástandi er að gera ekki neitt. Afleiðingarnar eru þær að tugþúsundir manna búa í ósamþykktum grenum á uppsprengdu verði og jafnvel stærri fjölskyldur þurfa sætta sig við herbergiskytrur þar sem litið er fram hjá öllum öryggiskröfum. Það er ekki spurning hvort, heldur hvenær verður stórslyss þegar eldur brýst út þar sem ekki eru í boði fullnægjandi flóttaleiðir. Í hvert skipti sem bruna og andlát ber að vantar ekkert upp á hið kunnuglega stef að stjórnvöld líti málið grafalvarlegum augum og að hugur þeirra sé hjá aðstandendum. Hver starfshópurinn af öðrum er svo settur á laggirnar sem ræðir um hvað sé rétt að gera ásamt því að benda á að unnið sé að frumvarpi sem sé rétt handan við hornið. Sá efnahagsvandi sem þjóðin hefur glímd við um árabil er heimatilbúið sjálfskaparvíti og afleiðing græðgi en auðleystur með breyttu verklagi. Það er óábyrgt að benda á stríðsástandið í heiminum sem helstu ástæðu fyrir verðbólgu og háu vaxtastigi á Íslandi þó svo að það hjálpi auðvitað ekki til. Sú viðvarandi verðbólga sem kraumað hefur á Íslandi undanfarna hálfa öld er tilkomin vegna lélegrar stjórnsýslu enda hefur sinnu- og stjórnleysi verið hér allsráðandi. Stjórnvöld verða að fara að átta sig á því að ekki er hægt að velta ábyrgðinni yfir á lágtekjufólk og yfirskuldsetta fasteignaeigendur í komandi kjarasamningum til að halda verðbólgu í skefjum. Tíu milljóna króna ferðakostnaðu ríkisstarfsmanna á dag er glöggt dæmi um misnotkun á almannafé́ og vitskerta stjórnsýslu. Landið er stjórnlaust og því ástandi verður að linna. Fasteignakaupendur hafa ekki allir gott fjármálalæsi. Engu að síður fara þeir í greiðslumat vegna fasteignakaupa í góðri trú um að geta staðið við þær skuldbindingar sem þeir undirgangast. Blekið er svo vart þornað þegar allar forsendur eru brostnar vegna verðbólgu. Snjóhengjan sem hangir yfir skuldugum heimilum og fyrirtækjum verður ekki leyst með verðtryggingu sem veldur svívirðilegri hækkun á höfuðstól lánsins. Sú leið er fullreynd. Ferða og fasteignaruppbyggingin er stjórnlaus og tímabært að fækka túristum um helming. Það er ekki nóg að einblína bara á tekjulindina heldur þarf líka að horfa á afleiðingarnar og fórnarkostnaðinn ásamt mannlegaþáttinn. Áhrifin til hins betra gagnvart innviðum ásamt húsnæðismarkað mun lagast verulega og slá́ á spennu á vinnumarkaði og byggingarkostnaður lækka. Landsmenn geta aftur farið að ferðast um landið án þess að vera rændir. Eigi vitrænar breytingar og aðhald að eiga sér stað til hins betra þarf að skipta út ríkisstjórn Íslands og gjaldmiðli í núverandi mynd eða tengja hann við aðra og traustari mynt og fjármálaeftirlit. Það er full ástæða að þjóðin íhugi hvort hún búi í réttaríki. Höfundur er athafnamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhelm Jónsson Mest lesið Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnvöldum ber að virða þjóðarvilja og láta af áratuga einræðis tilburðum og misskiptingu til útvaldra sérhagsmunaafla sem komast upp með að mylja undir sig og sína á kostnað þjóðarinnar. Valin útgerðarfélög eru sem fyrr í fararbroddi sem helstu afætur Íslands og virðast aldrei fá nóg. Þjóðin ætti að velta fyrir sér hvaða öfl fjarstýra stjórnvöldum í krafti spillingar. Fyrir hverja vinna stjórnvöld? Stjórnmálamenn sem ekki geta virt lýðræði eiga ekkert erindi inn á Alþingi. Það þarf að höggva á hnútinn sem stærstu ágreiningsmál þjóðarinnar eru og skera endanlega úr um hvernig fara eigi með fiskveiðiheimildirnar og aðrar þjóðarauðlindir. Einnig þarf að stöðva áratuga langa vaxtarányrkju sem hlotist hefur af ónýtri fjármálastjórn og gjaldmiðli sem þjóðin hefur búið við með hörmulegum afleiðingum. Kominn er tími á að áratuga langir stjórnarhættir og sóðaskapur í boði Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks ásamt Vinstri Grænum og Samfylkingu ljúki. Hugsjónir og loforðaflaumur stjórnmálamanna vega létt þegar stólar og bitlingar eru annars vegar. Stjórnvöldum er fullkunnugt um að þjóðin vill fá að kjósa um stærstu ágreiningsmálin. Stjórnmálamenn sem vilja láta taka sig alvarlega og að virðing sé borin fyrir þeim verða að hafa burði til að berjast fyrir þeim málum sem þeir þykjast standa fyrir. Það er umhugsunarvert hvers vegna Alþingi rígheldur í áratuga úrelta þinghefð frá tíma þegar þingmenn þurftu samhliða sínum bústörfum að eyða drjúgum tíma í ferðalög um langan veg við erfiðar aðstæður á hestum og fótgangandi. Nú er öldin önnur og engin rök sem réttlæta margra mánaða sumarfrí, fimm vikna jólafríi og feitt páskafrí alþingismanna. Forystusauðir ríkisstjórnarflokkanna virðast hvorki kæra sig um þingræði né gagnsæi og stýra landinu sem einræðisherrar ásamt þeim sem anda ofan í hálsmálið á þeim. Samfélagið er sundurtætt og gjörspillt eftir áratuga valdníðslu, misskiptingu og þjófnað fyrir tilverknað ábyrgðarlausra stjórnmálamanna sem svífast einskis í verkum sínum við að útdeila þjóðarauðlindum og bitlingum með óábyrgum hætti. Fiskveiðastjórnunin er eitt ljótasta dæmið um hvað siðblindir hagsmunagæslumenn hafa komast upp með áratugum saman. Skeytingarleysið er algert og einbeittur ásetningur í að hlusta ekki á þjóðarviljann. Stjórnvöld nýta sér til hins ýtrasta sundurlyndi þjóðarinnar og flokkshollustu sem birtist í því hvernig fólk rífur hvert annað niður á samfélagsmiðlum til að verja sérhagsmuni og eigin heimsku. SFS blæs sem fyrr til árlegrar herferðar um landið fyrir tilverknað Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur og annarra skósveina útvaldra útgerðarfélaga til að hnykkja á því að rányrkjan við strendur Íslands standi óbreytt áfram í boði stjórnvalda. Það hefði verið við hæfi að halda þessar samkundur í yfirgefnum fiskvinnsluhúsum sem í besta falli hýsa gallerí. Væntanlega mun ekki vanta upp á lofræður og lófaklapp þeirra sem að góssinu sitja. Forsætisráðherra er sem fyrr ekki mjög trúverðug þegar hún skautar fram hjá erfiðum spurningum fréttamanna með villandi tilsvörum og hjali, eins og t.d. að hún „ fylgist grannt með og líti málin alvarlegum augum“. Yfirleitt er hlustandi engu nær eftir innihaldslaus svör á viðkvæmum málaflokkum, samanber mál er varða ástandið á Gasa-svæðinu. Íslendingar eiga að teljast „rík“ þjóð. Engu að síður búa þeir við að flestir innviðir eru að grotna niður sama hvert litið er. Heilbrigðiskerfið er í molum og tugþúsundir hafa ekki aðgang að heilsugæslu. Þeir sem búa við hana er gjarnan sagt að næsti lausi tími sé eftir þrjár- fjórar vikur og bráðamóttakan bendir á heilsugæsluna sem lausn. Afleiðingarnar eru skelfilegar ekki síst fyrir þá sem gjalda fyrir með lífi sínu og heilsu. Þjóðvegum landsins má helst líkja við þá fáförnu sveitavegi sem við líði voru fyrir áratugum síðan hjá nágrannaþjóðum okkar. Innviðaráðherra ætlar að kippa ástandinu í liðinn á örskotsstundu ásamt nokkrum jarðgöngum þvers og kruss um landið, Sundabrú og tvöföldun þjóðvegarins hið snarasta. Ráðherranum má helst líkja við bullukoll eða galgopa. Í þeim siðmenntuðu ríkjum sem við viljum bera okkur saman við vinna bankar með viðskiptavinum sínum og halda utan um þá en því er þveröfugt farið á Íslandi gagnvart þeim sem takast á við erfiðar fjárhagsskuldbindingar. Bankahrunið og uppgjörið eftir það gefur góða mynd af því hverskonar banka- og stjórnsýsla hefur þrifist í landinu. Þúsundir milljarða voru afskrifaðir fyrir tilverknað óábyrgs banka, viðskipta og fjármálaeftirlits þar sem flest allt regluverk var hunsað. Ísland mun seint geta þvegið sig af þeirri rányrkju og óstjórn sem þá viðgekkst og ekki tók betra við þegar 15 þúsund heimili leystust upp fyrir tilverknað misvitra stjórnmálamanna og hinnar svokölluðu „skjaldborgar heimilanna“. Efsta lagið í stjórnsýslunni ásamt vinum og vandamönnum, sem bjuggu yfir innherjaupplýsingum í aðdraganda bankahrunsins, tókst að koma fjármunum sínum í öruggt skjól. Slíkt hið sama verður ekki sagt um þær þúsundir sem urðu fyrir miklu tjóni og misstu jafnvel aleiguna. Vænn hluti gjaldeyrisforðasjóðsins gufaði upp á einni nóttu vegna ábyrgðarleysis og var aðgerðin nefnd þrautarvaralán og í framhaldinu varð algjör afneitun á því hvernig staðið var að verki. Slíkt endurspeglar hversu vitskert stjórnvöld geta verið. Það er löngu tímabært að þjóðin horfist í augu við að óvönduð stjórnsýsla þrífst í landinu. Lítil þjóð getur ekki haldið úti örmynt og allt að þúsund milljarða gjaldeyrisforðasjóði ásamt því bákni sem þrífst í Seðlabanka Íslands. Það er vandséð að ítrekaðar stýrivaxtahækkanir sem hafa verið ástundaðar áratugum saman verði forkólfum bankans eða stjórnvöldum til framdráttar hvað þá almenningi. Staðan á fasteignamarkaðnum er galin, óábyrg og má helst líkja við rússneska rúllettu. Eigi skuldug heimili og fyrirtæki að búa við verðbólgu og vaxtaokur um ókomna tíð eins og verið hefur viðvarandi í tæpa hálfa öld mun jafnt og þétt stóraukast þörf á félagslegu húsnæði. Verðbólga og óraunhæft vaxtarstig eru mannanna verk, ekki náttúruhamfarir. Í því samhengi þarf ekki annað en að líta til nágrannaþjóða síðustu 50 árin. Hver bankinn af öðrum hefur verið rændur innan frá með einum eða öðrum hætti í boði óábyrgrar banka- og stjórnsýslu. Forsætis- og fjármálaráðherra eru forhert og víla ekki fyrir sér að kenna eftirlitsaðilum um það sem úrskeiðis fór við sölu á eignarhlutanum í Íslandsbanka. Engu að síður telja þau rétt að hvika ekki frá því að ljúka sölunni á bankanum hið fyrsta. Það eina sem stjórnvöld hafa hingað til haft fram að færa til að breyta þessu ástandi er að gera ekki neitt. Afleiðingarnar eru þær að tugþúsundir manna búa í ósamþykktum grenum á uppsprengdu verði og jafnvel stærri fjölskyldur þurfa sætta sig við herbergiskytrur þar sem litið er fram hjá öllum öryggiskröfum. Það er ekki spurning hvort, heldur hvenær verður stórslyss þegar eldur brýst út þar sem ekki eru í boði fullnægjandi flóttaleiðir. Í hvert skipti sem bruna og andlát ber að vantar ekkert upp á hið kunnuglega stef að stjórnvöld líti málið grafalvarlegum augum og að hugur þeirra sé hjá aðstandendum. Hver starfshópurinn af öðrum er svo settur á laggirnar sem ræðir um hvað sé rétt að gera ásamt því að benda á að unnið sé að frumvarpi sem sé rétt handan við hornið. Sá efnahagsvandi sem þjóðin hefur glímd við um árabil er heimatilbúið sjálfskaparvíti og afleiðing græðgi en auðleystur með breyttu verklagi. Það er óábyrgt að benda á stríðsástandið í heiminum sem helstu ástæðu fyrir verðbólgu og háu vaxtastigi á Íslandi þó svo að það hjálpi auðvitað ekki til. Sú viðvarandi verðbólga sem kraumað hefur á Íslandi undanfarna hálfa öld er tilkomin vegna lélegrar stjórnsýslu enda hefur sinnu- og stjórnleysi verið hér allsráðandi. Stjórnvöld verða að fara að átta sig á því að ekki er hægt að velta ábyrgðinni yfir á lágtekjufólk og yfirskuldsetta fasteignaeigendur í komandi kjarasamningum til að halda verðbólgu í skefjum. Tíu milljóna króna ferðakostnaðu ríkisstarfsmanna á dag er glöggt dæmi um misnotkun á almannafé́ og vitskerta stjórnsýslu. Landið er stjórnlaust og því ástandi verður að linna. Fasteignakaupendur hafa ekki allir gott fjármálalæsi. Engu að síður fara þeir í greiðslumat vegna fasteignakaupa í góðri trú um að geta staðið við þær skuldbindingar sem þeir undirgangast. Blekið er svo vart þornað þegar allar forsendur eru brostnar vegna verðbólgu. Snjóhengjan sem hangir yfir skuldugum heimilum og fyrirtækjum verður ekki leyst með verðtryggingu sem veldur svívirðilegri hækkun á höfuðstól lánsins. Sú leið er fullreynd. Ferða og fasteignaruppbyggingin er stjórnlaus og tímabært að fækka túristum um helming. Það er ekki nóg að einblína bara á tekjulindina heldur þarf líka að horfa á afleiðingarnar og fórnarkostnaðinn ásamt mannlegaþáttinn. Áhrifin til hins betra gagnvart innviðum ásamt húsnæðismarkað mun lagast verulega og slá́ á spennu á vinnumarkaði og byggingarkostnaður lækka. Landsmenn geta aftur farið að ferðast um landið án þess að vera rændir. Eigi vitrænar breytingar og aðhald að eiga sér stað til hins betra þarf að skipta út ríkisstjórn Íslands og gjaldmiðli í núverandi mynd eða tengja hann við aðra og traustari mynt og fjármálaeftirlit. Það er full ástæða að þjóðin íhugi hvort hún búi í réttaríki. Höfundur er athafnamaður.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun