Hvað er svona hættulegt við það að segja vopnahlé? Yousef Ingi Tamimi skrifar 25. október 2023 09:01 Það verður alltaf augljósara og augljósara að ríkisstjórn Íslands ætlar ekki að hvetja til vopnahlés. Í staðinn fær Ísrael fullan stuðning íslensku ríkisstjórnarinnar til að framkvæma þjóðernishreinsanir og þjóðarmorð á Gaza. Á meðan Ísrael fær sinn stuðning til að fremja þjóðarmorð þá hefur íslenska ríkisstjórnin ákveðið að strá salti í sárin með því einu að auka við fjárhagsaðstoð sína til Palestínu um 90 milljónir. Gjörningur sem virðist hafa þann tilgang einan að hjálpa ráðamönnum að hreinsa samvisku sína vegna stuðnings við þjóðernishreinsanir í Palestínu. Staðreyndin er sú að það sem Palestína þarfnast mest er ekki fjárhagsaðstoð. Palestína þarf stuðning í formi pólitísks þrýstings á ísraelsk yfirvöld til að þau fari að alþjóðalögum, hætti hernámi og viðurkenni frjálst og fullvalda ríki Palestínu. Ísrael þarf að láta af aðskilnaðarstefnu sinni. Palestína þarfnast þess að ríki heimsins taki ábyrgð og standi með mannréttindum og alþjóðalögum í stað þess að loka augunum gagnvart stríðsglæpum Ísraels og morðæði ísraelska hersins. Hingað til hefur verið grafið undan öllum tilraunum Palestínu til að losna undan hernáminu. Þegar Palestínumenn mótmæla friðsamlega eru þeir skotnir af ísraelska hernum. Þegar Palestínumenn hvetja til sniðgöngu á Ísrael þá eru þeir gyðingahatarar. Þegar Palestínumenn setjast að samningaborðinu þá neitar Ísrael að ræða við þá. Þegar Palestína heldur lýðræðisleg kosningu, þá kusu þau rangan flokk. Þegar Palestínumenn beita vopnaðri uppreisn þá eru þeir of ofbeldisfullir. Á meðan sölsar Ísrael undir sig stærra og stærra landsvæði Palestínu. Því má spyrja sig hvaða aðferðum mega Palestínumenn beita til að fá frelsi frá hernáminu? Hvaða aðferð er nógu hentug fyrir íslensku ríkisstjórnina og hin vestrænu ríki? Því hingað til hafa allar tilraunir Palestínumanna til aðlögunar að kröfum hinna vestrænu ríkja skilað sér í auknu arðráni á landi þeirra, ofbeldisfyllra hernámi, aukinni uppbyggingu landræningjabyggða og harðari aðskilnaðarstefnu. Á meðan ríkisstjórnin hunsar voðaverk Ísraels, deyja Palestínumenn. Þúsundir hafa verið drepnir í árásum ísraelska hersins og við erum að verða ónæm fyrir þeim fjölda sem er myrtur með köldu blóði. Í stöðugum fréttaflutningi þar sem fjöldatala látinna eykst fjarlægist staðreyndin að um manneskjur er að ræða en ekki tölur á blaði. Einstaklingar sem jafnvel eiga börn og foreldra, vini og ættingja, áttu drauma um framtíð og von um betra líf. Hingað til hafa fleiri en 5.500 manneskjur verið drepnar á tveim vikum en það samsvarar því að erlent ríki myndi koma til Íslands og einfaldlega þurrka út af kortinu alla íbúa Seltjarnesbæjar eða Vestmannaeyjabæjar. Ísraelar hafa drepið yfir tvö þúsund börn og til að setja þetta áfram í samhengi þá hafa Ísrael drepið því sem samsvarar rúmlega öllum börnum í Seljaskóla, Langholtskóla og Hagaskóla til samans. Það er ómögulegt að setja sig í spor þeirra foreldra sem eru á Gaza svæðinu en reynið að ímynda ykkur ef öll börn í skólum Breiðholts myndu verða drepin í loftárásum erlends ríkis, hvernig myndi ykkur líða? Ágæta ríkisstjórn, Þið eruð samsek með stríðsglæpum. Þið hafið brugðist palestínsku þjóðinni og þar sem þið hafið ekki krafist vopnahlés hafið þið tekið afstöðu með morðæði ísraelska hersins sem hefur haft hörmulegar afleiðingar fyrir íbúa Gaza. Fyrir utan linnulausar árásir eru yfirvofandi smitsjúkdómafaraldur á Gaza, eitthvað sem mun hafa gera ástandið ennþá verra. Á meðan þið sitjið og hafið hljótt takið þið afstöðu með kúgaranum. Líf Palestínumanna eru einskis virði í ykkar augum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Yousef Ingi Tamimi Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það verður alltaf augljósara og augljósara að ríkisstjórn Íslands ætlar ekki að hvetja til vopnahlés. Í staðinn fær Ísrael fullan stuðning íslensku ríkisstjórnarinnar til að framkvæma þjóðernishreinsanir og þjóðarmorð á Gaza. Á meðan Ísrael fær sinn stuðning til að fremja þjóðarmorð þá hefur íslenska ríkisstjórnin ákveðið að strá salti í sárin með því einu að auka við fjárhagsaðstoð sína til Palestínu um 90 milljónir. Gjörningur sem virðist hafa þann tilgang einan að hjálpa ráðamönnum að hreinsa samvisku sína vegna stuðnings við þjóðernishreinsanir í Palestínu. Staðreyndin er sú að það sem Palestína þarfnast mest er ekki fjárhagsaðstoð. Palestína þarf stuðning í formi pólitísks þrýstings á ísraelsk yfirvöld til að þau fari að alþjóðalögum, hætti hernámi og viðurkenni frjálst og fullvalda ríki Palestínu. Ísrael þarf að láta af aðskilnaðarstefnu sinni. Palestína þarfnast þess að ríki heimsins taki ábyrgð og standi með mannréttindum og alþjóðalögum í stað þess að loka augunum gagnvart stríðsglæpum Ísraels og morðæði ísraelska hersins. Hingað til hefur verið grafið undan öllum tilraunum Palestínu til að losna undan hernáminu. Þegar Palestínumenn mótmæla friðsamlega eru þeir skotnir af ísraelska hernum. Þegar Palestínumenn hvetja til sniðgöngu á Ísrael þá eru þeir gyðingahatarar. Þegar Palestínumenn setjast að samningaborðinu þá neitar Ísrael að ræða við þá. Þegar Palestína heldur lýðræðisleg kosningu, þá kusu þau rangan flokk. Þegar Palestínumenn beita vopnaðri uppreisn þá eru þeir of ofbeldisfullir. Á meðan sölsar Ísrael undir sig stærra og stærra landsvæði Palestínu. Því má spyrja sig hvaða aðferðum mega Palestínumenn beita til að fá frelsi frá hernáminu? Hvaða aðferð er nógu hentug fyrir íslensku ríkisstjórnina og hin vestrænu ríki? Því hingað til hafa allar tilraunir Palestínumanna til aðlögunar að kröfum hinna vestrænu ríkja skilað sér í auknu arðráni á landi þeirra, ofbeldisfyllra hernámi, aukinni uppbyggingu landræningjabyggða og harðari aðskilnaðarstefnu. Á meðan ríkisstjórnin hunsar voðaverk Ísraels, deyja Palestínumenn. Þúsundir hafa verið drepnir í árásum ísraelska hersins og við erum að verða ónæm fyrir þeim fjölda sem er myrtur með köldu blóði. Í stöðugum fréttaflutningi þar sem fjöldatala látinna eykst fjarlægist staðreyndin að um manneskjur er að ræða en ekki tölur á blaði. Einstaklingar sem jafnvel eiga börn og foreldra, vini og ættingja, áttu drauma um framtíð og von um betra líf. Hingað til hafa fleiri en 5.500 manneskjur verið drepnar á tveim vikum en það samsvarar því að erlent ríki myndi koma til Íslands og einfaldlega þurrka út af kortinu alla íbúa Seltjarnesbæjar eða Vestmannaeyjabæjar. Ísraelar hafa drepið yfir tvö þúsund börn og til að setja þetta áfram í samhengi þá hafa Ísrael drepið því sem samsvarar rúmlega öllum börnum í Seljaskóla, Langholtskóla og Hagaskóla til samans. Það er ómögulegt að setja sig í spor þeirra foreldra sem eru á Gaza svæðinu en reynið að ímynda ykkur ef öll börn í skólum Breiðholts myndu verða drepin í loftárásum erlends ríkis, hvernig myndi ykkur líða? Ágæta ríkisstjórn, Þið eruð samsek með stríðsglæpum. Þið hafið brugðist palestínsku þjóðinni og þar sem þið hafið ekki krafist vopnahlés hafið þið tekið afstöðu með morðæði ísraelska hersins sem hefur haft hörmulegar afleiðingar fyrir íbúa Gaza. Fyrir utan linnulausar árásir eru yfirvofandi smitsjúkdómafaraldur á Gaza, eitthvað sem mun hafa gera ástandið ennþá verra. Á meðan þið sitjið og hafið hljótt takið þið afstöðu með kúgaranum. Líf Palestínumanna eru einskis virði í ykkar augum.
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar