Lóðaskorturinn, til varnar sveitarfélögum Jón Ingi Hákonarson skrifar 25. október 2023 07:31 Stóra samfélagsverkefnið næstu ára og áratuga er húsnæðisuppbygging . Himinháir vextir og verðbólga hefur gert það að verkum að enn á ný er uppbygging við frostmark. Margir hafa bent á sveitarfélögin sem sökudólg vegna of lítils framboðs byggingalóða. En þetta ekki svona einfalt. Það er dýrt að skipuleggja og þróa ný hverfi. Það þarf að fjárfesta í innviðum, skólum, leikskólum, gatnakerfi og veitukerfum svo eitthvað sé nefnt. Sveitarfélög verða að taka þetta að láni. Í Hafnarfirði, þar sem ég þekki ágætlega til, erum við enn að súpa seyðið af því að hafa skipulagt nýtt hverfi á óheppilegum tíma, við lok góðærisins. Við Hrunið fraus byggingamarkaðurinn og við sátum uppi með stökkbreytt lán sem við gátum illa borgað af og lóðir sem ekki seldust. Það sama virðist mér hafa gerst í Árborg. Þar ákvað sveitarfélagið að hlýða kallinu um að sveitarfélögin færu í stórfellda uppbyggingu til að koma til móts við hina miklu og hröðu eftirspurn sem þá var, í kjölfar Covid 19. Á skömmum tíma breyttist efnahagsumhverfi landsins sem leiddi til þess að eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði hvarf á örskotsstundu. Eftir situr sveitarfélag í fjárhagslegri öndunarvél. Þessi tvö dæmi benda til þess að uppbygging stórra nýrra hverfi getur verið mikil áhættufjárfesting og því óheppilegt að sveitarfélög þurfi að taka þá áhættu án aðstoðar. Sveitarfélög hafa ekki efni á því að sitja á fullbúnum lóðum og innviðum í langan tíma. Best er að byggja upp jafnt og rólega án tillits til þess hvernig árar í samfélaginu. Það minnkar fjárhagslega áhættu sveitarfélaga og ætti að skapa grundvöll fyrir meiri verðstöðugleika á fasteignamarkaði. Þannig er þetta ekki því raunveruleikinn er dyntótt efnahagslíf sem annað hvort frystir markaðinn eða þenur upp að suðumarki. Það þarf töluverða heppni að ná að byggja og selja á milli frosts og funa. Hver er lausnin? Ef við viljum hafa hér jafna uppbyggingu húsnæðismarkaðar þá verða ríki, sveitarfélög og fjármálakerfið að taka höndum saman og skapa hér umgjörð um nægt lóðaframboð, örugga fjármögnun og regluverk sem stuðlar að styttri byggingartíma og þar með minni fjármagnskostnaði. En það má einnig spyrja sig þeirrar spurningar af hverju þetta hafi ekki verið gert. Ein ástæðan gæti verið sú að eftir töluverðu sé að slægjast því bólumyndun á fasteignamarkaði hefur gert marga ríka með tiltölulega auðveldum hætti. Það er ekki vænlegt til árangurs að leggja alla ábyrgð á þann aðila sem hefur minnstu fjárhagslegu burðina til að standa undir áhættunni. Þessari áhættu þarf að dreifa, annars náum við aldrei jafnvægi á þessum markaði. Almennt efnahagsástand, þungt regluverk og hátt vaxtastig hafa mest áhrif á þennan markað. Viðbrögðin hafa verið þau að hver bendir á annan. Þau viðbrögð skila nákvæmlega engu. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Húsnæðismál Fasteignamarkaður Sveitarstjórnarmál Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Stóra samfélagsverkefnið næstu ára og áratuga er húsnæðisuppbygging . Himinháir vextir og verðbólga hefur gert það að verkum að enn á ný er uppbygging við frostmark. Margir hafa bent á sveitarfélögin sem sökudólg vegna of lítils framboðs byggingalóða. En þetta ekki svona einfalt. Það er dýrt að skipuleggja og þróa ný hverfi. Það þarf að fjárfesta í innviðum, skólum, leikskólum, gatnakerfi og veitukerfum svo eitthvað sé nefnt. Sveitarfélög verða að taka þetta að láni. Í Hafnarfirði, þar sem ég þekki ágætlega til, erum við enn að súpa seyðið af því að hafa skipulagt nýtt hverfi á óheppilegum tíma, við lok góðærisins. Við Hrunið fraus byggingamarkaðurinn og við sátum uppi með stökkbreytt lán sem við gátum illa borgað af og lóðir sem ekki seldust. Það sama virðist mér hafa gerst í Árborg. Þar ákvað sveitarfélagið að hlýða kallinu um að sveitarfélögin færu í stórfellda uppbyggingu til að koma til móts við hina miklu og hröðu eftirspurn sem þá var, í kjölfar Covid 19. Á skömmum tíma breyttist efnahagsumhverfi landsins sem leiddi til þess að eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði hvarf á örskotsstundu. Eftir situr sveitarfélag í fjárhagslegri öndunarvél. Þessi tvö dæmi benda til þess að uppbygging stórra nýrra hverfi getur verið mikil áhættufjárfesting og því óheppilegt að sveitarfélög þurfi að taka þá áhættu án aðstoðar. Sveitarfélög hafa ekki efni á því að sitja á fullbúnum lóðum og innviðum í langan tíma. Best er að byggja upp jafnt og rólega án tillits til þess hvernig árar í samfélaginu. Það minnkar fjárhagslega áhættu sveitarfélaga og ætti að skapa grundvöll fyrir meiri verðstöðugleika á fasteignamarkaði. Þannig er þetta ekki því raunveruleikinn er dyntótt efnahagslíf sem annað hvort frystir markaðinn eða þenur upp að suðumarki. Það þarf töluverða heppni að ná að byggja og selja á milli frosts og funa. Hver er lausnin? Ef við viljum hafa hér jafna uppbyggingu húsnæðismarkaðar þá verða ríki, sveitarfélög og fjármálakerfið að taka höndum saman og skapa hér umgjörð um nægt lóðaframboð, örugga fjármögnun og regluverk sem stuðlar að styttri byggingartíma og þar með minni fjármagnskostnaði. En það má einnig spyrja sig þeirrar spurningar af hverju þetta hafi ekki verið gert. Ein ástæðan gæti verið sú að eftir töluverðu sé að slægjast því bólumyndun á fasteignamarkaði hefur gert marga ríka með tiltölulega auðveldum hætti. Það er ekki vænlegt til árangurs að leggja alla ábyrgð á þann aðila sem hefur minnstu fjárhagslegu burðina til að standa undir áhættunni. Þessari áhættu þarf að dreifa, annars náum við aldrei jafnvægi á þessum markaði. Almennt efnahagsástand, þungt regluverk og hátt vaxtastig hafa mest áhrif á þennan markað. Viðbrögðin hafa verið þau að hver bendir á annan. Þau viðbrögð skila nákvæmlega engu. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar