Allir hata konur og allt sökkar Auður Inga Rúnarsdóttir skrifar 23. október 2023 12:30 Þriðjudaginn 24. október er Kvennaverkfall. Þá leggja konur og kvár niður störf til að mótmæla vanmati á störfum kvenna, kynbundnu ofbeldi og öðru óréttlæti sem fólk verður fyrir kyns síns vegna. Verkfallið er skipulagt af félagasamtökum sem berjast fyrir jafnrétti með ýmsum hætti og stéttarfélögum. Ég er stjórnarkona í einum slíkum félagasamtökum: Femínískum fjármálum. Ég vil vekja athygli á því hvers vegna konur og kvár þurfa að fara í verkfall. Við mótmælum kynbundnum launamun, kerfisbundnu vanmati á störfum kvenna og ofbeldi sem við sætum. Samfélagið okkar er svo gegnumsýrt af misrétti að sjötta hver stúlka í tíunda bekk hefur verið beitt ofbeldi, og meirihluti þeirra geta ekki sótt sér aðstoð vegna þessa. Atvinnutekjur kvenna eru 21% lægri en atvinnutekjur karla. Engin tölfræði er til um atvinnutekjur kvára. Sveitarfélög bregðast við mönnunarvanda umönnunarstarfa með því að skila ábyrgðinni til heimilanna, sem kemur verst niður á þeim sem búa við þröngan efnahag. Konur, einstæðir foreldrar, og innflytjendur eru í meirihluti þeirra sem eiga erfitt með að ná endum saman. Í nýlegri rannsókn um valdbeitingu á vinnustað greina 25% kvenna frá því að hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustað. Þessu mótmælum við á þriðjudaginn. Við leggjum niður störf til þess að mótmæla vanmati kvennastarfa. Við leggjum niður störf til að mótmæla kynbundnu ofbeldi og kynferðislegri áreitni. Á dögunum var ég spurð „hvers vegna er verið að mótmæla báðu? Hver er eiginlega tengingin milli ofbeldis og kynbundins launamunar?“ Þessi spurning sat í mér. Ég veit að þetta er tengt. Ég finn það í beinunum, að misréttið sem konur upplifa í vinnumarkaði, á heimilum, í skólum, og alls staðar annars staðar á sér sömu rætur. Hvernig eiga konur og kvár að geta verið frjáls til að gera það sem þau vilja í lífinu þegar þau burðast með afleiðingar kynferðislegs ofbeldis alla daga? En þegar ég reyndi að koma þessu niður á blað fann ég fyrir vanmætti og óöryggi. Ég fylltist efasemdum um það hvort ég vissi nóg. Tengingin sem mér kemur til hugar er einfaldlega: Allir hata konur og allt sökkar. Það er ekki málefnalegt. Ég verð að færa rök fyrir máli mínu á vel upplýstan og skynsamlegan hátt, þar sem ég vísa í fjölda heimilda, því annars mun enginn taka mark á því sem ég segi. Ég er jú bara kona. Bitur kona, ef út í það er farið. Ég er kona sem hefur orðið fyrir ofbeldi og áreitni. Ég er kona sem bað um launahækkun í febrúar og er enn að bíða eftir svari við þeirri fyrirspurn. Ég er kona sem efast um að ég viti nóg til þess að mega skrifa svona grein. Vegna þess að allir hata konur og allt sökkar. Ég er líka femínískur hagfræðingur með tvær meistaragráður, og ég gerði nýlega við uppþvottavélina mína sjálf. Ég ætti að vita nóg. En bara til öryggis, þá kynnti ég mér efnið í þaula. Því meira sem ég las mér til, því reiðari varð ég. Af hverju er enn svona mikill launamunur? Af hverju er enn svona mikið misrétti? Á Ísland ekki að vera best í þessu? Eða allavega skást? Þegar upp er staðið, held ég að svarið sé einfalt. Konur eru ekki taldar marktækar. Kvár enn síður. Ég finn fyrir óöryggi vegna þess að samfélagið sendir okkur stöðugt skilaboð um það að við eigum ekki erindi í umræður. Stúlkurnar sem verða fyrir kynferðisbrotum og áreitni eru ekki taldar marktækar. Þess vegna segja þær ekki frá, og geta því ekki leitað sér hjálpar. Þær sem benda á að kynbundinn launamunur sé til staðar eru gjarnan ekki taldar marktækar, því það er hægt að skýra launamuninn í burt með ýmiss konar æfingum og mótsögnum. Þar má t.d. nefna umfjöllun Samtaka Atvinnulífsins í kvöldfréttum Rúv sunnudaginn 22. október, þar sem launamunur kynjanna er skýrður með þeim hætti að konur velji sér rangar atvinnugreinar. Önnur algeng mótsögn er sú að ef konur geta ekki unnið jafn lengi og karlar, þá sé launamunurinn eðlilegur. Þrátt fyrir að ólaunuðu heimilisstörfin og umönnunarábyrgðin hvíli þyngra á þeim. Gott dæmi um þetta er þegar að Kópavogsbær tók nýlega upp breytingar á leikskólagjöldum, þar sem 6 klukkustundir á dag eru gjaldfrjálsar, og gjald fyrir klukkustundir umfram það er í kringum 25 þúsund krónur. Með þessu stefnir Kópavogsbær á að bregðast við manneklu í umönnunarstörfum með því að færa ábyrgðina frá sveitarfélaginu og yfir á heimilið. Þegar foreldrar standa frammi fyrir því að ákveða hvort þeirra eigi að fara fyrr úr vinnu, eða minnka við sig starfshlutfall, þá er það yfirleitt foreldrið með lægri tekjur sem verður fyrir valinu. Í gagnkynja samböndum er það oftar konan sem er í þeirri stöðu. Fólk sem vinnur sjálft umönnunarstörf á erfiðara með að hagræða sínum vinnutíma þannig að börnin séu sótt fyrr. Konur eru í meirihluta í umönnunarstörfum og láglaunastörfum. Ennþá flóknari er staðan fyrir einstæða foreldra, þar sem konur eru enn og aftur í meirihluta Þessar aðgerðir ýta konum út af vinnumarkaði, draga saman launatekjur kvenna, lífeyrisgreiðslur þeirra til framtíðar og eru atlaga að þeirra fjárhagslega sjálfstæði. Þegar Kópavogsbær reiknar út sparnaðinn sem verður við það að stytta leikskóladvöl barna, er álagið sem færist á herðar kvenna ekki tekið með í reikninginn. Vegna þess að framlag kvenna telst einfaldlega ekki með. Vinnuframlag kvenna, bæði launað og ólaunað, er vanmetið með kerfisbundnum hætti. Umönunnarábyrgð og vanmat á vinnuframlagi endurspeglast í lægri ævitekjum, lakari lífskjörum, og dregur úr fjárhagslegu sjálfstæði kvenna. Þessi staða gerir konum og kvárum erfiðara fyrir að yfirgefa aðstæður þar sem þau verða fyrir ofbeldi, hvort sem um er að ræða störf eða náin sambönd. Fyrir þau sem sleppa úr slíkri prísund tekur við langt og erfitt ferli þess að vinna úr andlegum og líkamlegum afleiðingum ofbeldis samhliða því að sjá fyrir sér og sínum. Kallarðu þetta jafnrétti? Höfundur er stjórnarkona í Femínískum fjármálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennaverkfall Kjaramál Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Þriðjudaginn 24. október er Kvennaverkfall. Þá leggja konur og kvár niður störf til að mótmæla vanmati á störfum kvenna, kynbundnu ofbeldi og öðru óréttlæti sem fólk verður fyrir kyns síns vegna. Verkfallið er skipulagt af félagasamtökum sem berjast fyrir jafnrétti með ýmsum hætti og stéttarfélögum. Ég er stjórnarkona í einum slíkum félagasamtökum: Femínískum fjármálum. Ég vil vekja athygli á því hvers vegna konur og kvár þurfa að fara í verkfall. Við mótmælum kynbundnum launamun, kerfisbundnu vanmati á störfum kvenna og ofbeldi sem við sætum. Samfélagið okkar er svo gegnumsýrt af misrétti að sjötta hver stúlka í tíunda bekk hefur verið beitt ofbeldi, og meirihluti þeirra geta ekki sótt sér aðstoð vegna þessa. Atvinnutekjur kvenna eru 21% lægri en atvinnutekjur karla. Engin tölfræði er til um atvinnutekjur kvára. Sveitarfélög bregðast við mönnunarvanda umönnunarstarfa með því að skila ábyrgðinni til heimilanna, sem kemur verst niður á þeim sem búa við þröngan efnahag. Konur, einstæðir foreldrar, og innflytjendur eru í meirihluti þeirra sem eiga erfitt með að ná endum saman. Í nýlegri rannsókn um valdbeitingu á vinnustað greina 25% kvenna frá því að hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustað. Þessu mótmælum við á þriðjudaginn. Við leggjum niður störf til þess að mótmæla vanmati kvennastarfa. Við leggjum niður störf til að mótmæla kynbundnu ofbeldi og kynferðislegri áreitni. Á dögunum var ég spurð „hvers vegna er verið að mótmæla báðu? Hver er eiginlega tengingin milli ofbeldis og kynbundins launamunar?“ Þessi spurning sat í mér. Ég veit að þetta er tengt. Ég finn það í beinunum, að misréttið sem konur upplifa í vinnumarkaði, á heimilum, í skólum, og alls staðar annars staðar á sér sömu rætur. Hvernig eiga konur og kvár að geta verið frjáls til að gera það sem þau vilja í lífinu þegar þau burðast með afleiðingar kynferðislegs ofbeldis alla daga? En þegar ég reyndi að koma þessu niður á blað fann ég fyrir vanmætti og óöryggi. Ég fylltist efasemdum um það hvort ég vissi nóg. Tengingin sem mér kemur til hugar er einfaldlega: Allir hata konur og allt sökkar. Það er ekki málefnalegt. Ég verð að færa rök fyrir máli mínu á vel upplýstan og skynsamlegan hátt, þar sem ég vísa í fjölda heimilda, því annars mun enginn taka mark á því sem ég segi. Ég er jú bara kona. Bitur kona, ef út í það er farið. Ég er kona sem hefur orðið fyrir ofbeldi og áreitni. Ég er kona sem bað um launahækkun í febrúar og er enn að bíða eftir svari við þeirri fyrirspurn. Ég er kona sem efast um að ég viti nóg til þess að mega skrifa svona grein. Vegna þess að allir hata konur og allt sökkar. Ég er líka femínískur hagfræðingur með tvær meistaragráður, og ég gerði nýlega við uppþvottavélina mína sjálf. Ég ætti að vita nóg. En bara til öryggis, þá kynnti ég mér efnið í þaula. Því meira sem ég las mér til, því reiðari varð ég. Af hverju er enn svona mikill launamunur? Af hverju er enn svona mikið misrétti? Á Ísland ekki að vera best í þessu? Eða allavega skást? Þegar upp er staðið, held ég að svarið sé einfalt. Konur eru ekki taldar marktækar. Kvár enn síður. Ég finn fyrir óöryggi vegna þess að samfélagið sendir okkur stöðugt skilaboð um það að við eigum ekki erindi í umræður. Stúlkurnar sem verða fyrir kynferðisbrotum og áreitni eru ekki taldar marktækar. Þess vegna segja þær ekki frá, og geta því ekki leitað sér hjálpar. Þær sem benda á að kynbundinn launamunur sé til staðar eru gjarnan ekki taldar marktækar, því það er hægt að skýra launamuninn í burt með ýmiss konar æfingum og mótsögnum. Þar má t.d. nefna umfjöllun Samtaka Atvinnulífsins í kvöldfréttum Rúv sunnudaginn 22. október, þar sem launamunur kynjanna er skýrður með þeim hætti að konur velji sér rangar atvinnugreinar. Önnur algeng mótsögn er sú að ef konur geta ekki unnið jafn lengi og karlar, þá sé launamunurinn eðlilegur. Þrátt fyrir að ólaunuðu heimilisstörfin og umönnunarábyrgðin hvíli þyngra á þeim. Gott dæmi um þetta er þegar að Kópavogsbær tók nýlega upp breytingar á leikskólagjöldum, þar sem 6 klukkustundir á dag eru gjaldfrjálsar, og gjald fyrir klukkustundir umfram það er í kringum 25 þúsund krónur. Með þessu stefnir Kópavogsbær á að bregðast við manneklu í umönnunarstörfum með því að færa ábyrgðina frá sveitarfélaginu og yfir á heimilið. Þegar foreldrar standa frammi fyrir því að ákveða hvort þeirra eigi að fara fyrr úr vinnu, eða minnka við sig starfshlutfall, þá er það yfirleitt foreldrið með lægri tekjur sem verður fyrir valinu. Í gagnkynja samböndum er það oftar konan sem er í þeirri stöðu. Fólk sem vinnur sjálft umönnunarstörf á erfiðara með að hagræða sínum vinnutíma þannig að börnin séu sótt fyrr. Konur eru í meirihluta í umönnunarstörfum og láglaunastörfum. Ennþá flóknari er staðan fyrir einstæða foreldra, þar sem konur eru enn og aftur í meirihluta Þessar aðgerðir ýta konum út af vinnumarkaði, draga saman launatekjur kvenna, lífeyrisgreiðslur þeirra til framtíðar og eru atlaga að þeirra fjárhagslega sjálfstæði. Þegar Kópavogsbær reiknar út sparnaðinn sem verður við það að stytta leikskóladvöl barna, er álagið sem færist á herðar kvenna ekki tekið með í reikninginn. Vegna þess að framlag kvenna telst einfaldlega ekki með. Vinnuframlag kvenna, bæði launað og ólaunað, er vanmetið með kerfisbundnum hætti. Umönunnarábyrgð og vanmat á vinnuframlagi endurspeglast í lægri ævitekjum, lakari lífskjörum, og dregur úr fjárhagslegu sjálfstæði kvenna. Þessi staða gerir konum og kvárum erfiðara fyrir að yfirgefa aðstæður þar sem þau verða fyrir ofbeldi, hvort sem um er að ræða störf eða náin sambönd. Fyrir þau sem sleppa úr slíkri prísund tekur við langt og erfitt ferli þess að vinna úr andlegum og líkamlegum afleiðingum ofbeldis samhliða því að sjá fyrir sér og sínum. Kallarðu þetta jafnrétti? Höfundur er stjórnarkona í Femínískum fjármálum.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun