Svartur blettur á samfélagi okkar Hjörtur Hjartarson skrifar 20. október 2023 12:01 11 ár frá þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá Það lýsir stjórnmálamenningu í miklum ógöngum að fólk í æðstu stöðum reyni að breiða gleymsku yfir þetta allt saman og láti sem ekkert sérstakt hafi gerst. Í dag eru 11 ár frá því kjósendur á Íslandi gengu til þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá. Alþingi boðaði til atkvæðagreiðslunnar að undangengnu einstöku lýðæðislegu ferli. Úrslit kosningarinnar hafa ekki enn verið virt. — Íbúar landsins átta sig flestir á því hvað veldur: Fámennum en valdamiklum öflum þóknast að halda í óbreytt ástand og valdaleysi almennings sem úrelt stjórnarskrá tryggir þeim. Almenningi er líka ljóst að þetta er fullkomlega andlýðræðislegt. Og mun aldrei gleymast. Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, Brexit, fór fram í júní 2016. Útganga var samþykkt naumlega. Tæpum níu mánuðum síðar hafði breska þingið afgreitt málið og staðfest vilja kjósenda. Eins þótt meiri hluti þingsins væri ósammála niðurstöðunni. Þegar Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, reyndi að hafa að engu niðurstöðu kosninga var það fordæmt um allan heim. Líka af íslensku ráðafólki. Enda grundvallarregla í lýðræðisríki að úrslit kosninga séu virt. Afdráttarlaust — og ekkert fimbulfamb. Þann 20. október 2012 samþykktu yfir 2/3 hlutar kjósenda (67%) að tillögur sem fyrir þá voru lagðar skyldu verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár Íslands. Það er sama hve margir herrar og frúr og háttvirtir og hæstvirtir líta undan og forðast að nefna það. Sama hve lengi óréttlætið verður látið viðgangast: Að Alþingi virði ekki úrslit kosningarinnar um nýja stjórnarskrá er viðvarandi atlaga að lýðræði í landinu. Svartur blettur á samfélagi okkar sem við verðum að ná burt. Til að ljúka málinu farsællega þarf hugrekki, virðingu fyrir lýðræðislegum grundvallargildum og heilindi. Viðurkenna verður efnislega niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar og hætta tilburðum til að byrja nýtt stjórnarskrárferli og smíða stjórnarskrá stjórnmálaflokkanna. Fást þarf við þær tillögur sem kjósendur samþykktu og fylgja almennum lýðræðislegum leikreglum og viðmiðum Feneyjarnefndarinnar frá 2020 og Ragnars Aðalsteinssonar lögmanns. Sjónarmið Ragnars eru þessi: Tillögurnar urðu til í víðtæku lýðræðislegu ferli og voru samþykktar í lýðræðislegum kosningum. Þeim sem vilja gera efnislegar breytingar á tillögunum er því vandi á höndum. Þeir þurfa að færa ótvíræðar sönnur á að þær breytingarnar treysti betur almannahag en óbreyttar tillögur. Sama sjónarmið kom fram í áliti Feneyjanefndarinnar frá 9. október 2020 til forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur. Þar segir að íslensk stjórnvöld verði að gefa þjóðinni gegnsæjar, skýrar og sannfærandi ástæður ef vikið yrði efnislega frá tillögum sem samþykktar voru i þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012 sem grundvöllur nýrrar stjórnarskrár. Að fenginni langri reynslu yrði farsælast að koma á stjórnlagaþingi sem legði lokahönd á tillögurnar sem kjósendur samþykktu sem grundvöll nýrrar stjórnarskrár fyrir 11 árum. — Við eigum nýja stjórnarskrá. Höfundur er í stjórn Stjórnarskrárfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnarskrá Stjórnlagaþing Hjörtur Hjartarson Mest lesið Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
11 ár frá þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá Það lýsir stjórnmálamenningu í miklum ógöngum að fólk í æðstu stöðum reyni að breiða gleymsku yfir þetta allt saman og láti sem ekkert sérstakt hafi gerst. Í dag eru 11 ár frá því kjósendur á Íslandi gengu til þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá. Alþingi boðaði til atkvæðagreiðslunnar að undangengnu einstöku lýðæðislegu ferli. Úrslit kosningarinnar hafa ekki enn verið virt. — Íbúar landsins átta sig flestir á því hvað veldur: Fámennum en valdamiklum öflum þóknast að halda í óbreytt ástand og valdaleysi almennings sem úrelt stjórnarskrá tryggir þeim. Almenningi er líka ljóst að þetta er fullkomlega andlýðræðislegt. Og mun aldrei gleymast. Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, Brexit, fór fram í júní 2016. Útganga var samþykkt naumlega. Tæpum níu mánuðum síðar hafði breska þingið afgreitt málið og staðfest vilja kjósenda. Eins þótt meiri hluti þingsins væri ósammála niðurstöðunni. Þegar Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, reyndi að hafa að engu niðurstöðu kosninga var það fordæmt um allan heim. Líka af íslensku ráðafólki. Enda grundvallarregla í lýðræðisríki að úrslit kosninga séu virt. Afdráttarlaust — og ekkert fimbulfamb. Þann 20. október 2012 samþykktu yfir 2/3 hlutar kjósenda (67%) að tillögur sem fyrir þá voru lagðar skyldu verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár Íslands. Það er sama hve margir herrar og frúr og háttvirtir og hæstvirtir líta undan og forðast að nefna það. Sama hve lengi óréttlætið verður látið viðgangast: Að Alþingi virði ekki úrslit kosningarinnar um nýja stjórnarskrá er viðvarandi atlaga að lýðræði í landinu. Svartur blettur á samfélagi okkar sem við verðum að ná burt. Til að ljúka málinu farsællega þarf hugrekki, virðingu fyrir lýðræðislegum grundvallargildum og heilindi. Viðurkenna verður efnislega niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar og hætta tilburðum til að byrja nýtt stjórnarskrárferli og smíða stjórnarskrá stjórnmálaflokkanna. Fást þarf við þær tillögur sem kjósendur samþykktu og fylgja almennum lýðræðislegum leikreglum og viðmiðum Feneyjarnefndarinnar frá 2020 og Ragnars Aðalsteinssonar lögmanns. Sjónarmið Ragnars eru þessi: Tillögurnar urðu til í víðtæku lýðræðislegu ferli og voru samþykktar í lýðræðislegum kosningum. Þeim sem vilja gera efnislegar breytingar á tillögunum er því vandi á höndum. Þeir þurfa að færa ótvíræðar sönnur á að þær breytingarnar treysti betur almannahag en óbreyttar tillögur. Sama sjónarmið kom fram í áliti Feneyjanefndarinnar frá 9. október 2020 til forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur. Þar segir að íslensk stjórnvöld verði að gefa þjóðinni gegnsæjar, skýrar og sannfærandi ástæður ef vikið yrði efnislega frá tillögum sem samþykktar voru i þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012 sem grundvöllur nýrrar stjórnarskrár. Að fenginni langri reynslu yrði farsælast að koma á stjórnlagaþingi sem legði lokahönd á tillögurnar sem kjósendur samþykktu sem grundvöll nýrrar stjórnarskrár fyrir 11 árum. — Við eigum nýja stjórnarskrá. Höfundur er í stjórn Stjórnarskrárfélagsins.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun