Viðskipti erlent

Segja upp allt að fjór­tán þúsund manns

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Höfuðstöðvar Nokia er að finna í Espoo í Finnlandi.
Höfuðstöðvar Nokia er að finna í Espoo í Finnlandi. Jussi Nukari/Lehtikuva/AP

Finnska fjar­skipta­fyrir­tækið Nokia hyggst segja upp á milli níu þúsund til fjór­tán þúsund starfs­manna fyrir lok árs 2026. Er um að ræða að­halds­að­gerðir. Um er að ræða rúmlega sextán prósent af heildarfjölda starfsfólks.

Breska ríkis­út­varpið greinir frá málinu. Þar kemur fram að sölu­tölur fyrir­tækisins hafi tekið dýfu og fallið um tuttugu prósent í júlí mánuði og fram í septem­ber. Segja for­svars­menn fyrir­tækisins minnkandi eftir­spurn eftir 5G búnaði í Banda­ríkjunum um að kenna.

Fyrir­tækið var eitt sinn stærsti far­síma­fram­leiðandi í heimi en tekjur þess skruppu saman eftir að snjall­símar úr smiðju App­le og Sam­sung ruddu sér til rúms á markaðnum. Snjall­símar Nokia náðu aldrei sömu vin­sældum og var far­síma­fram­leiðsla þess seld til banda­ríska tækni­fyrir­tækisins Micros­oft.

Undan­farin ár hefur fyrir­tækið því ein­beitt sér að fram­leiðslu á fjar­skipta­búnaði. Breska ríkis­út­varpið lætur þess getið að Nokia hafi grætt vel á því árið 2020 þegar bresk og banda­rísk stjórn­völd hættu við­skiptum við kín­verska fjar­skipta­fyrir­tækið Huawei af öryggis­á­stæðum.

Haft er eftir for­stjóra fyrir­tækisins, Pekka Lund­mark, að fyrir­tækið vonist til þess að koma í veg fyrir frekara tap með þessum að­gerum. Á­kvörðunin hafi verið gríðar­lega erfið en nauð­syn­leg til að tryggja rekstur fyrir­tækisins.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×