Að gefa sér niðurstöðuna fyrirfram Stefán Pálsson skrifar 18. október 2023 16:00 Árið 1993 kom félagsmálaráðuneytið því til leiðar að kosið var um sameiningar sveitarfélaga vítt og breitt um landið. Ráðuneytið, sem sinnti meðal annars sveitarstjórnarmálum, hafði lengi hvatt til hreppa og kaupstaði landsins til að mynda stærri og sjálfbærari einingar, en undirtektir verið harla litlar. Að lokum greip ráðherra til þess bragðs að skikka flestallar sveitarstjórnir til að halda kosningar þar sem boðið var upp á sameiningu við nágranna. Hér var hátt reitt til höggs og við fyrstu sýn leit út fyrir að tilraunin hefði mistekist illilega. Nær engar þeirra sameininga sem lagt var upp með í kosningunum náðu fram að ganga og sumstaðar var hugmyndunum hafnað með miklum meirihluta atkvæða. En á næstu misserum kom í ljós að kosningarnar og þær undirbúningsviðræður sem þeim tengdust höfðu náð að sá fræjum. Tilraunin árið 1993 leiddi því í mörgum tilvikum til annarra en þó minni sameininga en lagt hafði verið upp með í fyrstu og í öðrum tilvikum tóku viðhorf íbúa sem í fyrstu höfðu einkennst af vanafestu og íhaldsemi að breytast þegar málin voru skoðuð betur. Í kosningunum fyrir þrjátíu árum voru greidd atkvæði um sameiningu Seltjarnarness, Reykjavíkur, Mosfellsbæjar, Kjalarness og Kjósarhrepps. Á Seltjarnarnesi og í Mosfellsbæ var tillagan felld með allnokkrum mun, Reykvíkingar og Kjalnesingar samþykktu hins vegar og sáralitlu mátti muna að Kjósin gerði slíkt hið sama. Í kjölfarið var fyrir alvöru farið að vinna að sameiningu Reykjavíkur og Kjalarness sem gekk í gegn skömmu síðar. Það er umhugsunarefni að fyrir arið 1993 hafði engin opinber umræða átt sér stað um samruna þessara tveggja sveitarfélaga, en um leið og umræðan hófst fór boltinn að rúlla og það þrátt fyrir að frumkvæðið hafi komið ofanfrá en ekki frá íbúunum sjálfum. Sameinum norðursvæðið Það var m.a. með þessa sögu í huga sem við Vinstri græn í borgarstjórn Reykjavíkur lögðum fram sakleysislega tillögu um að Reykjavíkurborg myndi bjóða Seltjarnarnesbæ og Mosfellsbæ við viðræðna um mögulega kosti sameiningar sveitarfélaganna þriggja. Það er sannfæring okkar að þessi þrjú samliggjandi sveitarfélög gætu myndað öfluga heild sem væri fær um að þjóna íbúum sínum jafnvel enn betur en nú er gert. Samstarfið er nú þegar mikið á hinum ýmsu sviðum og samlegðaráhrifin augljós, einkum þegar kemur að skipulagsmálum. Það er t.d. umhugsunarefni að Reykjavíkurborg og Mosfellsbær stefna á gríðarlega mikla uppbyggingu í nálega samliggjandi hverfum, Keldnaholti og Blikastaðalandi, á næstu árum. Fleiri dæmi mætti telja til á sviði menningarmála, íþróttamála og skólamála. Skemmst er frá því að segja að tillögunni var vísað frá af fulltrúum meirihlutaflokkanna í borgarstjórn. Ekki vegna þess að þau væru öll andsnúin efni hennar, þvert á móti lýstu einstakir borgarfulltrúar meirihlutans sig sammála markmiðinu. Frávísunin var hins vegar rökstudd með fyrirfram uppgjöf. Bæjarstjórar sveitarfélaganna tveggja, annar pólitískt kjörinn en hin ráðinn embættismaður, höfðu í viðtölum við blaðamenn lýst sig andsnúin hugmyndinni. Bæjarstjóri Seltjarnarness bætti því raunar við að hann teldi fráleitt að ræða svona mál á vettvangi borgarstjórnar þar sem hin rétta málsmeðferð væri sú að hringja í hann persónulega til að fá já eða nei. Á þessum grunni ákvað meirihluti borgarstjórnar að tilgangslaust væri að láta á málið reyna. Missum ekki kjarkinn En líkt og reynslan frá 1993 ætti að kenna okkur, þá eru fyrstu viðbrögð við því að hrófla við rótgrónum fyrirbærum á borð við sveitarfélög alltaf neikvæð. Ef einungis ætti að byggja á fyrstu svörum við sameiningarhugmyndum myndi okkur aldrei takast að sameina íþróttafélög, kirkjusóknir, verkalýðsfélög eða stjórnmálahreyfingar. Raunin er hins vegar sú að þegar samræðurnar hefjast og fólk leyfir sér að sjá hlutina öðru vísi en út frá fyrirframgefnum forsendum, verður oft eitthvað til. Rétt eins og enginn gat séð fyrir sameiningu Reykjavíkur og Kjalarness fyrir árið 1993 þá er aldrei að vita hvað Seltirningum og Mosfellingum kann í raun að finnast þegar kostirnir og gallarnir eru skoðaðir oní kjölinn. Fræg er skrítlan af manninum sem lenti í að sprengja dekk á bílnum og arkaði í átt að næsta sveitabæ til að fá lánaðan tjakk. Á leiðinni steyptust yfir hann svartsýnislegar vangaveltur og ótal mögulegar ástæður fyrir því hvers vegna bóndinn á bænum kynni að neita honum um tjakkinn. Þegar komið var heim að bæ var hann orðinn svo sannfærður um neikvæð viðbrögð að þegar bóndinn opnaði dyrnar öskraði ferðalangurinn á hann: „Þú getur bara átt þennan helvítis tjakk þinn sjálfur og vertu blessaður!“ – Við meirihlutafulltrúana í Reykjavík hef ég þetta eitt að segja: það gerist ekkert nema þið spyrjið og meira að segja önugir bæjarstjórar utan af Nesi eru líklegir til að lána tjakk ef fallega er beðið. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarmál Stefán Pálsson Reykjavík Borgarstjórn Vinstri græn Seltjarnarnes Mosfellsbær Mest lesið Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Sjá meira
Árið 1993 kom félagsmálaráðuneytið því til leiðar að kosið var um sameiningar sveitarfélaga vítt og breitt um landið. Ráðuneytið, sem sinnti meðal annars sveitarstjórnarmálum, hafði lengi hvatt til hreppa og kaupstaði landsins til að mynda stærri og sjálfbærari einingar, en undirtektir verið harla litlar. Að lokum greip ráðherra til þess bragðs að skikka flestallar sveitarstjórnir til að halda kosningar þar sem boðið var upp á sameiningu við nágranna. Hér var hátt reitt til höggs og við fyrstu sýn leit út fyrir að tilraunin hefði mistekist illilega. Nær engar þeirra sameininga sem lagt var upp með í kosningunum náðu fram að ganga og sumstaðar var hugmyndunum hafnað með miklum meirihluta atkvæða. En á næstu misserum kom í ljós að kosningarnar og þær undirbúningsviðræður sem þeim tengdust höfðu náð að sá fræjum. Tilraunin árið 1993 leiddi því í mörgum tilvikum til annarra en þó minni sameininga en lagt hafði verið upp með í fyrstu og í öðrum tilvikum tóku viðhorf íbúa sem í fyrstu höfðu einkennst af vanafestu og íhaldsemi að breytast þegar málin voru skoðuð betur. Í kosningunum fyrir þrjátíu árum voru greidd atkvæði um sameiningu Seltjarnarness, Reykjavíkur, Mosfellsbæjar, Kjalarness og Kjósarhrepps. Á Seltjarnarnesi og í Mosfellsbæ var tillagan felld með allnokkrum mun, Reykvíkingar og Kjalnesingar samþykktu hins vegar og sáralitlu mátti muna að Kjósin gerði slíkt hið sama. Í kjölfarið var fyrir alvöru farið að vinna að sameiningu Reykjavíkur og Kjalarness sem gekk í gegn skömmu síðar. Það er umhugsunarefni að fyrir arið 1993 hafði engin opinber umræða átt sér stað um samruna þessara tveggja sveitarfélaga, en um leið og umræðan hófst fór boltinn að rúlla og það þrátt fyrir að frumkvæðið hafi komið ofanfrá en ekki frá íbúunum sjálfum. Sameinum norðursvæðið Það var m.a. með þessa sögu í huga sem við Vinstri græn í borgarstjórn Reykjavíkur lögðum fram sakleysislega tillögu um að Reykjavíkurborg myndi bjóða Seltjarnarnesbæ og Mosfellsbæ við viðræðna um mögulega kosti sameiningar sveitarfélaganna þriggja. Það er sannfæring okkar að þessi þrjú samliggjandi sveitarfélög gætu myndað öfluga heild sem væri fær um að þjóna íbúum sínum jafnvel enn betur en nú er gert. Samstarfið er nú þegar mikið á hinum ýmsu sviðum og samlegðaráhrifin augljós, einkum þegar kemur að skipulagsmálum. Það er t.d. umhugsunarefni að Reykjavíkurborg og Mosfellsbær stefna á gríðarlega mikla uppbyggingu í nálega samliggjandi hverfum, Keldnaholti og Blikastaðalandi, á næstu árum. Fleiri dæmi mætti telja til á sviði menningarmála, íþróttamála og skólamála. Skemmst er frá því að segja að tillögunni var vísað frá af fulltrúum meirihlutaflokkanna í borgarstjórn. Ekki vegna þess að þau væru öll andsnúin efni hennar, þvert á móti lýstu einstakir borgarfulltrúar meirihlutans sig sammála markmiðinu. Frávísunin var hins vegar rökstudd með fyrirfram uppgjöf. Bæjarstjórar sveitarfélaganna tveggja, annar pólitískt kjörinn en hin ráðinn embættismaður, höfðu í viðtölum við blaðamenn lýst sig andsnúin hugmyndinni. Bæjarstjóri Seltjarnarness bætti því raunar við að hann teldi fráleitt að ræða svona mál á vettvangi borgarstjórnar þar sem hin rétta málsmeðferð væri sú að hringja í hann persónulega til að fá já eða nei. Á þessum grunni ákvað meirihluti borgarstjórnar að tilgangslaust væri að láta á málið reyna. Missum ekki kjarkinn En líkt og reynslan frá 1993 ætti að kenna okkur, þá eru fyrstu viðbrögð við því að hrófla við rótgrónum fyrirbærum á borð við sveitarfélög alltaf neikvæð. Ef einungis ætti að byggja á fyrstu svörum við sameiningarhugmyndum myndi okkur aldrei takast að sameina íþróttafélög, kirkjusóknir, verkalýðsfélög eða stjórnmálahreyfingar. Raunin er hins vegar sú að þegar samræðurnar hefjast og fólk leyfir sér að sjá hlutina öðru vísi en út frá fyrirframgefnum forsendum, verður oft eitthvað til. Rétt eins og enginn gat séð fyrir sameiningu Reykjavíkur og Kjalarness fyrir árið 1993 þá er aldrei að vita hvað Seltirningum og Mosfellingum kann í raun að finnast þegar kostirnir og gallarnir eru skoðaðir oní kjölinn. Fræg er skrítlan af manninum sem lenti í að sprengja dekk á bílnum og arkaði í átt að næsta sveitabæ til að fá lánaðan tjakk. Á leiðinni steyptust yfir hann svartsýnislegar vangaveltur og ótal mögulegar ástæður fyrir því hvers vegna bóndinn á bænum kynni að neita honum um tjakkinn. Þegar komið var heim að bæ var hann orðinn svo sannfærður um neikvæð viðbrögð að þegar bóndinn opnaði dyrnar öskraði ferðalangurinn á hann: „Þú getur bara átt þennan helvítis tjakk þinn sjálfur og vertu blessaður!“ – Við meirihlutafulltrúana í Reykjavík hef ég þetta eitt að segja: það gerist ekkert nema þið spyrjið og meira að segja önugir bæjarstjórar utan af Nesi eru líklegir til að lána tjakk ef fallega er beðið. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun