Frumvarp um félagafrelsi Bára Kristín Pétursdóttir skrifar 17. október 2023 15:01 Sjálfstæðismenn virðast, þrátt fyrir yfirlýsingar ítrekaðar um að þeir vilji vinna að hagsmunum allra, einna helst vera í því að moka flórinn fyrir fjármagnseigendur og vini vors og blóma. Nú er enn eitt útspilið að leggja fram frumvarp um félagafrelsi, svona fyrst það tókst ekki að þröngva SALEK í gegn. Við erum sem betur fer með ágæta verkalýðsforingja sem í raun vinna að hagsmunum hinnar vinnandi stéttar. Ástæða þessa pistils er póstur sem Vilhjálmur Birgisson verkalýsðsforingi setti á Facebook hjá sér og tilefnið var uppsögn 7 barna föður hjá Norðuráli. Föðurnum var fyrirvaralaust sagt upp störfum eftir 17 ár hjá fyrirtækinu. Sakirnar voru að faðirinn átti að hafa talað illa um fyrirtækið út á við og mætt á jólaskemmtun með börnin án þess að skrá sig. Kom í ljós að sakirnar áttu ekki við rök að styðjast. Að auki ekki í eitt einasta sinn hafði honum verið veittar ávítur í starfi eða kvartað undan honum. Svo hver er hin raunverulega ástæða uppsagnar? Getur það verið að starfsmaðurinn hafi verið kominn upp í launaflokk sem vinnuveitandi sér að hann getur auðveldlega lækkað með því að ráða yngri starfsmann í staðinn? Eða erlent vinnuafl? Nú hefur hann stuðning síns stéttarfélags og verður fróðlegt að sjá hverju fram vindur í hans málum. Nú sný ég mér aftur að frumvarpinu um félagafrelsi. Allt í nafni frelsisins eða hvað? Í lögum er nú þegar réttur fólks til að standa utan félags tryggður svo hverju er verið að breyta? Mætti lesa að verið væri að spara fólki klink til að þurfa ekki að borga í stéttarfélag og fyrirtæki myndu þá spara sér svipað klink. Það er nú meira en svo. Með frumvarpinu er hætta á að fyrirtæki geti farið að krefjast þess að starfsfólk standi utan félags vilji það fá starf. Með því er verkfallsréttur tekinn af því sama fólki, réttur sem fyrri verkalýðsbarátta barðist mikið fyrir og hefur verið verfæri hinnar vinnandi stéttar gegn því að vera fótum troðið af hálfu bandalaga vinnuveitenda. Réttur til að leita ásjár verkalýðsfélaga þegar launaþjófnaður og kjarabrot eiga sér stað hverfur með þessu frumvarpi. Réttur til launa í veikindum eða ef stéttarfélagsmaður lendir í slysi. Í raun les ég úr þessu frumvarpi bakslag aftur til miðrar síðustu aldar ef það fær að fara í gegn. Það efast fáir um það hversu mikilvægt það er vinnandi fólki að hafa stéttarfélag sem bakhjarl þegar á reynir. Er einhver sem trúir því að frumvarp þetta stuðli að frelsi? Með kveðju, Bára Kristín Pétursdóttir Höfundur er liðsmaður í stéttarfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Magnús Jochum Pálsson skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sjálfstæðismenn virðast, þrátt fyrir yfirlýsingar ítrekaðar um að þeir vilji vinna að hagsmunum allra, einna helst vera í því að moka flórinn fyrir fjármagnseigendur og vini vors og blóma. Nú er enn eitt útspilið að leggja fram frumvarp um félagafrelsi, svona fyrst það tókst ekki að þröngva SALEK í gegn. Við erum sem betur fer með ágæta verkalýðsforingja sem í raun vinna að hagsmunum hinnar vinnandi stéttar. Ástæða þessa pistils er póstur sem Vilhjálmur Birgisson verkalýsðsforingi setti á Facebook hjá sér og tilefnið var uppsögn 7 barna föður hjá Norðuráli. Föðurnum var fyrirvaralaust sagt upp störfum eftir 17 ár hjá fyrirtækinu. Sakirnar voru að faðirinn átti að hafa talað illa um fyrirtækið út á við og mætt á jólaskemmtun með börnin án þess að skrá sig. Kom í ljós að sakirnar áttu ekki við rök að styðjast. Að auki ekki í eitt einasta sinn hafði honum verið veittar ávítur í starfi eða kvartað undan honum. Svo hver er hin raunverulega ástæða uppsagnar? Getur það verið að starfsmaðurinn hafi verið kominn upp í launaflokk sem vinnuveitandi sér að hann getur auðveldlega lækkað með því að ráða yngri starfsmann í staðinn? Eða erlent vinnuafl? Nú hefur hann stuðning síns stéttarfélags og verður fróðlegt að sjá hverju fram vindur í hans málum. Nú sný ég mér aftur að frumvarpinu um félagafrelsi. Allt í nafni frelsisins eða hvað? Í lögum er nú þegar réttur fólks til að standa utan félags tryggður svo hverju er verið að breyta? Mætti lesa að verið væri að spara fólki klink til að þurfa ekki að borga í stéttarfélag og fyrirtæki myndu þá spara sér svipað klink. Það er nú meira en svo. Með frumvarpinu er hætta á að fyrirtæki geti farið að krefjast þess að starfsfólk standi utan félags vilji það fá starf. Með því er verkfallsréttur tekinn af því sama fólki, réttur sem fyrri verkalýðsbarátta barðist mikið fyrir og hefur verið verfæri hinnar vinnandi stéttar gegn því að vera fótum troðið af hálfu bandalaga vinnuveitenda. Réttur til að leita ásjár verkalýðsfélaga þegar launaþjófnaður og kjarabrot eiga sér stað hverfur með þessu frumvarpi. Réttur til launa í veikindum eða ef stéttarfélagsmaður lendir í slysi. Í raun les ég úr þessu frumvarpi bakslag aftur til miðrar síðustu aldar ef það fær að fara í gegn. Það efast fáir um það hversu mikilvægt það er vinnandi fólki að hafa stéttarfélag sem bakhjarl þegar á reynir. Er einhver sem trúir því að frumvarp þetta stuðli að frelsi? Með kveðju, Bára Kristín Pétursdóttir Höfundur er liðsmaður í stéttarfélagi.
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar