Viðskipti

Bein útsending: Hag­spá Lands­bankans kynnt

Árni Sæberg skrifar
Hildur Margrét Jóhannsdóttir, hagfræðingur, kynnir hagspá hagfræðideildar Landsbankans til ársins 2026.
Hildur Margrét Jóhannsdóttir, hagfræðingur, kynnir hagspá hagfræðideildar Landsbankans til ársins 2026. Landsbankinn

Landsbankinn hefur gefið út hagspá til ársins 2026. Í tilefni af því er morgunfundur haldinn í Hörpu í dag, þar sem spáin er kynnt.

Horfa má á fundinn í beinu streymi hér að neðan:

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, setur fundinn, Hildur Margrét Jóhannsdóttir, hagfræðingur, kynnir hagspá hagfræðideildar Landsbankans til ársins 2026 og Arnaud Marès, aðalhagfræðingur í Evrópumálum hjá Citi-banka, flytur erindið Skeið hins almáttuga seðlabanka líður undir lok: Þjóðhagslegt umhverfi í Evrópu til skamms og meðallangs tíma.

Að framsögum loknum verða pallborðsumræður um verðbólgu, vexti og vinnumarkað. Ásta Sigríður Fjeldsted, forstjóri Festi, Finnbjörn A. Hermannsson, forseti Alþýðusambands Íslands, Gylfi Gíslason, framkvæmdastjóri Jáverk og formaður Mannvirkjaráðs Samtaka iðnaðarins, og Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, ræða málin.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×