Mikill kraftur og sókn í Suðurnesjabæ Anton Guðmundsson skrifar 17. október 2023 09:01 Suðurnesjabær er ört vaxandi sveitarfélag á Suðurnesjum og íbúum fjölgar jafnt og þétt. Samkvæmt upplýsingum þjóðskrár er íbúafjöldi í Suðurnesjabæ kominn yfir 4.000, nánar tiltekið í alls 4.046. Þegar Suðurnesjabær varð til við sameiningu Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs fyrir fimm árum var íbúafjöldinn um 3.400. Íbúum hefur því fjölgað um 600 manns á þessum fimm árum, eða um 17,5%.Staða atvinnumála er góð í sveitarfélaginu þar sem sjávarútvegur og flugtengd starfsemi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í Suðurnesjabæ eru burðarpóstarnir í sveitarfélaginu á því sviði, einnig fjölgar störfum í ferðaþjónustu nokkuð. Sjávarklasinn opnar Grænan iðngarð Eftir að Norðurál Helguvík var tekið til gjaldþrotaskipta hefur verið unnið að því að selja þær eignir sem voru í eigu þrotabúsins. Nú liggur fyrir að Reykjanesklasinn eignast mannvirkið sem byggt var í þeim tilgangi að starfrækja álbræðslu Norðuráls. Samkvæmt tilkynningu sem Reykjanesklasinn hefur sent frá sér er ætlunin að nýta mannvirkið til þess að þróa þar og starfrækja Grænan iðngarð. „Ætlunin er að hýsa innlend og erlend fyrirtæki sem þurfa rými fyrir sprotastarf, rannsóknar- og tilraunastarfsemi, þróun, framleiðslu og samsetningu á vörum eða aðstöðu fyrir fiskeldi og ræktun, svo eitthvað sé nefnt.“ Þá kemur einnig fram að starfsemin muni m.a. byggjast á hugmyndafræði um hringrásarhagkerfi. Smám saman er að færast aukið líf í Græna iðngarðinn í Suðurnesjabæ. Um er að ræða mjög metnaðarfullt verkefni sem byggist á hugmyndafræði um klasastarfsemi sem hefur sannað sig hjá Sjávarklasanum. Það verður áhugavert að fylgjast með framgangi málsins. Uppbygging á innviðum sveitarfélagsins Mikill uppbygging er að eiga sér stað í gatnagerð í báðum byggðarkjörnum, Sandgerði og Garði, sem mynda Suðurnesjabæ. Hefur úthlutun lóða og sala fasteigna verið mikil, sérstaklega með tilkomu hlutdeildarlána en sveitarfélagið er nú skilgreint sem vaxtarsvæði. Nýlega var tekin í gagnið glæsileg stækkun við Gerðarskóla í Garði og þá er sveitarfélagið að byggja nýjan og glæsilegan leikskóla í Sandgerði sem telur sex deildir og eru áætluð verklok í mars 2024. Um að ræða byltingu í leikskólamálum í Suðurnesjabæ þar sem leikskólinn verður einn sá veglegasti á landinu. Svo er mikil vinna í gangi við endurnýjun og lagfæringu á eldri götum sveitarfélagsins sem hafa látið á sjá. Áform um bætta aðstöðu til íþróttaiðkunar Stækkun er hafin á húsnæði sundlaugarinnar í Sandgerði sem mun gera aðstöðu starfsfólks en betri og tryggja þannig meira öryggi sundlaugargesta. Nýlega var samþykkt í bæjarráði Suðurnesjabæjar að fara af stað með frístundaakstur í sveitarfélaginu á milli byggðakjarna til að stuðla þannig að aukinni þátttöku ungmenna í íþróttum. Í málefnasamningi B- og D-lista kemur fram að „bæta skal aðstöðu til íþróttaiðkunar með byggingu gervigrasvallar þar sem horft verði til framtíðar við hönnun hans og gert verði ráð fyrir að hægt verði að byggja yfir hann síðar“. Unnið er markvisst að þessari framkvæmd og er nú í gangi greiningarvinna um staðsetningu vallarins sem á að ljúka á allra næstu misserum. Því næst er að taka skjóta ákvörðun um staðsetningu hans til þess að uppbygging geti hafist. Höfundur er oddviti Framsóknar og formaður bæjarráðs í Suðurnesjabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anton Guðmundsson Suðurnesjabær Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Suðurnesjabær er ört vaxandi sveitarfélag á Suðurnesjum og íbúum fjölgar jafnt og þétt. Samkvæmt upplýsingum þjóðskrár er íbúafjöldi í Suðurnesjabæ kominn yfir 4.000, nánar tiltekið í alls 4.046. Þegar Suðurnesjabær varð til við sameiningu Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs fyrir fimm árum var íbúafjöldinn um 3.400. Íbúum hefur því fjölgað um 600 manns á þessum fimm árum, eða um 17,5%.Staða atvinnumála er góð í sveitarfélaginu þar sem sjávarútvegur og flugtengd starfsemi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í Suðurnesjabæ eru burðarpóstarnir í sveitarfélaginu á því sviði, einnig fjölgar störfum í ferðaþjónustu nokkuð. Sjávarklasinn opnar Grænan iðngarð Eftir að Norðurál Helguvík var tekið til gjaldþrotaskipta hefur verið unnið að því að selja þær eignir sem voru í eigu þrotabúsins. Nú liggur fyrir að Reykjanesklasinn eignast mannvirkið sem byggt var í þeim tilgangi að starfrækja álbræðslu Norðuráls. Samkvæmt tilkynningu sem Reykjanesklasinn hefur sent frá sér er ætlunin að nýta mannvirkið til þess að þróa þar og starfrækja Grænan iðngarð. „Ætlunin er að hýsa innlend og erlend fyrirtæki sem þurfa rými fyrir sprotastarf, rannsóknar- og tilraunastarfsemi, þróun, framleiðslu og samsetningu á vörum eða aðstöðu fyrir fiskeldi og ræktun, svo eitthvað sé nefnt.“ Þá kemur einnig fram að starfsemin muni m.a. byggjast á hugmyndafræði um hringrásarhagkerfi. Smám saman er að færast aukið líf í Græna iðngarðinn í Suðurnesjabæ. Um er að ræða mjög metnaðarfullt verkefni sem byggist á hugmyndafræði um klasastarfsemi sem hefur sannað sig hjá Sjávarklasanum. Það verður áhugavert að fylgjast með framgangi málsins. Uppbygging á innviðum sveitarfélagsins Mikill uppbygging er að eiga sér stað í gatnagerð í báðum byggðarkjörnum, Sandgerði og Garði, sem mynda Suðurnesjabæ. Hefur úthlutun lóða og sala fasteigna verið mikil, sérstaklega með tilkomu hlutdeildarlána en sveitarfélagið er nú skilgreint sem vaxtarsvæði. Nýlega var tekin í gagnið glæsileg stækkun við Gerðarskóla í Garði og þá er sveitarfélagið að byggja nýjan og glæsilegan leikskóla í Sandgerði sem telur sex deildir og eru áætluð verklok í mars 2024. Um að ræða byltingu í leikskólamálum í Suðurnesjabæ þar sem leikskólinn verður einn sá veglegasti á landinu. Svo er mikil vinna í gangi við endurnýjun og lagfæringu á eldri götum sveitarfélagsins sem hafa látið á sjá. Áform um bætta aðstöðu til íþróttaiðkunar Stækkun er hafin á húsnæði sundlaugarinnar í Sandgerði sem mun gera aðstöðu starfsfólks en betri og tryggja þannig meira öryggi sundlaugargesta. Nýlega var samþykkt í bæjarráði Suðurnesjabæjar að fara af stað með frístundaakstur í sveitarfélaginu á milli byggðakjarna til að stuðla þannig að aukinni þátttöku ungmenna í íþróttum. Í málefnasamningi B- og D-lista kemur fram að „bæta skal aðstöðu til íþróttaiðkunar með byggingu gervigrasvallar þar sem horft verði til framtíðar við hönnun hans og gert verði ráð fyrir að hægt verði að byggja yfir hann síðar“. Unnið er markvisst að þessari framkvæmd og er nú í gangi greiningarvinna um staðsetningu vallarins sem á að ljúka á allra næstu misserum. Því næst er að taka skjóta ákvörðun um staðsetningu hans til þess að uppbygging geti hafist. Höfundur er oddviti Framsóknar og formaður bæjarráðs í Suðurnesjabæ.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun