Opið bréf til ríkisstjórnarinnar vegna árása Ísraels á Gaza Linda Ósk Árnadóttir og Yousef Ingi Tamimi skrifa 13. október 2023 14:30 Kæru þingmenn, valdhafar. Á undanförnum dögum hafa linnulausar loftárásir ísraelska hersins ollið gríðarlegu mannfalli. Yfir 1800 Palestínumenn hafa verið drepnir á miskunnarlausan hátt - þar af yfir 500 börn, mörg þeirra ungabörn. Gríðarleg eyðilegging á innviðum í Palestínu hefur átt sér stað sem hefur algjörlega lamað samfélagið. Ísrael, með sinn mikla hernaðarmátt, hefur ákveðið að skrúfa fyrir vatn og rafmagn ásamt því að koma í veg fyrir að sendingar af matvælum og nauðsynlegri neyðaraðstoð geti borist til Gaza. Ísrael hefur ákveðið að framkvæma þjóðarmorð í Palestínu og þeirra eigin ráðamenn hafa lýst því yfir í beinni útsendingu. Á meðan þessu stendur hefur ríkisstjórn Ísland lagt áherslu á að fordæma voðaverk Hamas en verið þögul á meðan Ísrael hefur opinberlega tjáð og framkvæmt hryllilegar áætlanir sínar gagnvart íbúum Palestínu. Þögn sem eingöngu er hægt að túlka sem stuðningsyfirlýsingu íslensku ríkisstjórnarinnar við þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir Ísraelsmanna gagnvart Palestínu. Allt frá stofnun ísraelska ríkisins hefur Allsherjarþing Sameinuðu Þjóðanna séð sig knúið að álykta ítrekað um endurtekin brot Ísraels gegn alþjóðalögum. Sem dæmi má nefna ályktun 194 frá árinu 1948 sem felur í sér skilyrðislausa kröfu á Ísrael að leyfa flóttamönnum að snúa til síns heima. Hins vegar hundsuðu Ísraelar þessa ályktun eins og þær sem á eftir komu og hefur Ísrael í raun aðeins bætt í og þvingað fleiri Palestínumenn á flótta. Eftir að Ísrael hernumdi restina af Palestínu árið 1967 ályktaði Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, með ályktun 242, að Ísrael bæri að hverfa tafarlaust frá hernumdu svæðunum. Líkt og fyrri ályktanir hefur sú krafa verið hundsuð, þrátt fyrir að ályktanir Öryggisráðsins eigi að vera bindandi fyrir aðildarríki. Í raun hefur Allsherjarþing SÞ ásamt Öryggisráðinu og Mannréttindaráðinu ályktað oftast um Ísrael og mannréttindabrot þeirra af öllum ríkjum heimsins. Þar að auki brýtur stefna og framferði Ísraela á hernumdu svæðum Palestínu í bága við fjölda alþjóðalaga líkt og Mannréttindasáttmálann og Genfarsáttmálann. Þrátt fyrir þessi endurteknu brot á alþjóðalögum og samþykktum hefur Ísrael aldrei verið dregið til ábyrgðar á gjörðum sínum. Þessa stríðsglæpi hafa þau komist upp með í skjóli verndar bandamanna sinna þar sem neitunarvald Bandaríkjanna hefur verndað Ísrael ítrekað gegn öllum tilraunum til að neyða Ísrael til að fara eftir samþykktunum. Frá árinu 2022 hafa svo fjöldamörg virt alþjóðleg, ísraelsk og palestínsk mannréttindasamtök, til dæmis Amnesty International og B'tselem, ályktað að núverandi stjórnarfar sem Ísrael hefur komið á yfir hernumdu svæðum Palestínu teljist vera aðskilnaðarstefna - apartheid. Því til grundvallar er helst bent á að tvenn mismunandi réttarkerfi gilda um íbúa sama svæðis, byggt á uppruna og kynþætti íbúanna. Samkvæmt ályktunum Sameinuðu Þjóðanna telst það undantekningarlaust vera glæpur gegn mannkyninu. Undir slagorðum um að Ísrael eigi rétt á að verja sig hefur Ísrael lýst yfir stríði gegn Palestínu og með því hefur hafist alvarleg alda ofbeldis af hálfu Ísraels sem að virðist engan enda taka. Ísrael hefur hafið nær stöðugar loftárásir á Gaza sem hefur valdið gríðarlegri eyðileggingu á borgarlegu innviði. Skólar, sjúkrahús, sjúkrabílar, moskur, heimili og fréttastofur hafa verið sprengdar í loft upp og valdið óafturkræfum skaða. Ekki nóg með að sprengjum rigni yfir saklausa borgara þá hefur Ísrael ákveðið að skrúfa fyrir allt vatn, allt rafmagn og allt flæði matvæla og hjálpargagna til Gaza. Ísraelar hafa einnig notað hvítan fosfór í sprengjum sínum á Gaza, enn eitt augljóst brot Ísraels á alþjóðalögum. Ísrael hefur hreinlega ákveðið að hefja þjóðarmorð á Gaza undir vökulu auga íslenskra stjórnvalda. Eina lausnin á ríkjandi óöld og aðskilnaðarstefnu Ísraela er að krefja ísraelska ráðamenn um að fara eftir alþjóðalögum. Bæði utanríkisráðherra og þingmaður Vinstri-Grænna hafa gefið í skyn að Íslandi beri að fordæma Ísrael ef að ísraelska ríkið myndi brjóta alþjóðalög, en ef þið eruð að bíða eftir því, þá eruð þið 75 árum of sein. Við krefjumst þess að þið fordæmið aðgerðir ísraelskra yfirvalda og gerið það sem í ykkar valdi stendur til að koma í veg fyrir frekari hörmungar. Slíta ætti stjórnmálasambandi við aðskilnaðarríkið Ísrael og hvetja til viðskiptaþvinganna ásamt því að taka upp málið í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Ísrael eitt ber ábyrgð á ástandi á svæðinu undanfarna áratugi ásamt núverandi ofbeldisöldu og öllum töpuðum mannslífum í skjóli stöðu sinnar sem hernemandi vald. Stuðningur íslensku ríkisstjórnarinnar við áframhaldandi þjóðernishreinsanir, stríðsglæpi og þjóðarmorð er ekki í okkar nafni! Linda Ósk Árnadóttir, læknir Yousef Ingi Tamimi, svæfingahjúkrunarfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Yousef Ingi Tamimi Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Sjá meira
Kæru þingmenn, valdhafar. Á undanförnum dögum hafa linnulausar loftárásir ísraelska hersins ollið gríðarlegu mannfalli. Yfir 1800 Palestínumenn hafa verið drepnir á miskunnarlausan hátt - þar af yfir 500 börn, mörg þeirra ungabörn. Gríðarleg eyðilegging á innviðum í Palestínu hefur átt sér stað sem hefur algjörlega lamað samfélagið. Ísrael, með sinn mikla hernaðarmátt, hefur ákveðið að skrúfa fyrir vatn og rafmagn ásamt því að koma í veg fyrir að sendingar af matvælum og nauðsynlegri neyðaraðstoð geti borist til Gaza. Ísrael hefur ákveðið að framkvæma þjóðarmorð í Palestínu og þeirra eigin ráðamenn hafa lýst því yfir í beinni útsendingu. Á meðan þessu stendur hefur ríkisstjórn Ísland lagt áherslu á að fordæma voðaverk Hamas en verið þögul á meðan Ísrael hefur opinberlega tjáð og framkvæmt hryllilegar áætlanir sínar gagnvart íbúum Palestínu. Þögn sem eingöngu er hægt að túlka sem stuðningsyfirlýsingu íslensku ríkisstjórnarinnar við þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir Ísraelsmanna gagnvart Palestínu. Allt frá stofnun ísraelska ríkisins hefur Allsherjarþing Sameinuðu Þjóðanna séð sig knúið að álykta ítrekað um endurtekin brot Ísraels gegn alþjóðalögum. Sem dæmi má nefna ályktun 194 frá árinu 1948 sem felur í sér skilyrðislausa kröfu á Ísrael að leyfa flóttamönnum að snúa til síns heima. Hins vegar hundsuðu Ísraelar þessa ályktun eins og þær sem á eftir komu og hefur Ísrael í raun aðeins bætt í og þvingað fleiri Palestínumenn á flótta. Eftir að Ísrael hernumdi restina af Palestínu árið 1967 ályktaði Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, með ályktun 242, að Ísrael bæri að hverfa tafarlaust frá hernumdu svæðunum. Líkt og fyrri ályktanir hefur sú krafa verið hundsuð, þrátt fyrir að ályktanir Öryggisráðsins eigi að vera bindandi fyrir aðildarríki. Í raun hefur Allsherjarþing SÞ ásamt Öryggisráðinu og Mannréttindaráðinu ályktað oftast um Ísrael og mannréttindabrot þeirra af öllum ríkjum heimsins. Þar að auki brýtur stefna og framferði Ísraela á hernumdu svæðum Palestínu í bága við fjölda alþjóðalaga líkt og Mannréttindasáttmálann og Genfarsáttmálann. Þrátt fyrir þessi endurteknu brot á alþjóðalögum og samþykktum hefur Ísrael aldrei verið dregið til ábyrgðar á gjörðum sínum. Þessa stríðsglæpi hafa þau komist upp með í skjóli verndar bandamanna sinna þar sem neitunarvald Bandaríkjanna hefur verndað Ísrael ítrekað gegn öllum tilraunum til að neyða Ísrael til að fara eftir samþykktunum. Frá árinu 2022 hafa svo fjöldamörg virt alþjóðleg, ísraelsk og palestínsk mannréttindasamtök, til dæmis Amnesty International og B'tselem, ályktað að núverandi stjórnarfar sem Ísrael hefur komið á yfir hernumdu svæðum Palestínu teljist vera aðskilnaðarstefna - apartheid. Því til grundvallar er helst bent á að tvenn mismunandi réttarkerfi gilda um íbúa sama svæðis, byggt á uppruna og kynþætti íbúanna. Samkvæmt ályktunum Sameinuðu Þjóðanna telst það undantekningarlaust vera glæpur gegn mannkyninu. Undir slagorðum um að Ísrael eigi rétt á að verja sig hefur Ísrael lýst yfir stríði gegn Palestínu og með því hefur hafist alvarleg alda ofbeldis af hálfu Ísraels sem að virðist engan enda taka. Ísrael hefur hafið nær stöðugar loftárásir á Gaza sem hefur valdið gríðarlegri eyðileggingu á borgarlegu innviði. Skólar, sjúkrahús, sjúkrabílar, moskur, heimili og fréttastofur hafa verið sprengdar í loft upp og valdið óafturkræfum skaða. Ekki nóg með að sprengjum rigni yfir saklausa borgara þá hefur Ísrael ákveðið að skrúfa fyrir allt vatn, allt rafmagn og allt flæði matvæla og hjálpargagna til Gaza. Ísraelar hafa einnig notað hvítan fosfór í sprengjum sínum á Gaza, enn eitt augljóst brot Ísraels á alþjóðalögum. Ísrael hefur hreinlega ákveðið að hefja þjóðarmorð á Gaza undir vökulu auga íslenskra stjórnvalda. Eina lausnin á ríkjandi óöld og aðskilnaðarstefnu Ísraela er að krefja ísraelska ráðamenn um að fara eftir alþjóðalögum. Bæði utanríkisráðherra og þingmaður Vinstri-Grænna hafa gefið í skyn að Íslandi beri að fordæma Ísrael ef að ísraelska ríkið myndi brjóta alþjóðalög, en ef þið eruð að bíða eftir því, þá eruð þið 75 árum of sein. Við krefjumst þess að þið fordæmið aðgerðir ísraelskra yfirvalda og gerið það sem í ykkar valdi stendur til að koma í veg fyrir frekari hörmungar. Slíta ætti stjórnmálasambandi við aðskilnaðarríkið Ísrael og hvetja til viðskiptaþvinganna ásamt því að taka upp málið í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Ísrael eitt ber ábyrgð á ástandi á svæðinu undanfarna áratugi ásamt núverandi ofbeldisöldu og öllum töpuðum mannslífum í skjóli stöðu sinnar sem hernemandi vald. Stuðningur íslensku ríkisstjórnarinnar við áframhaldandi þjóðernishreinsanir, stríðsglæpi og þjóðarmorð er ekki í okkar nafni! Linda Ósk Árnadóttir, læknir Yousef Ingi Tamimi, svæfingahjúkrunarfræðingur
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun