Það sem þú þarft ekki að vita Helga Sigrún Harðardóttir skrifar 14. október 2023 09:01 Flestir úr hópi almennings hafa litla vitneskju um og lítinn áhuga á stöðlum. Það er allt í lagi. Það er ekki endilega nauðsynlegt en mögulega áhugavert og jafnvel gagnlegt að vita, að staðlar tryggja öryggi okkar og auðvelda líf okkar á hverjum degi. Þeirra vegna er heimilið að mestu hættulaus griðastaður, þeirra vegna virka fjarskipti og stafræn kerfi og með þeim er öryggi og virkni raftækja, lækningatækja, persónuhlífa, leikfanga og annarra hluta tryggð. Þökk sé aðild að EES samningnum. Við vitum að staðlar virka ef við vitum ekki af þeim. Þá bara gengur allt smurt. Við vitum hins vegar mjög vel ef þeir virka ekki eða eru ekki til staðar. Eins og þegar okkur vantar millistykki á hleðslutæki í útlöndum. Viltu lægra verð og meiri gæði? Dæmi eru um að krafa sé gerð um notkun staðlaðra, og eftir atvikum vottaðra stjórnunarkerfa sem auka gagnsæi, bæta meðferð á opinberu fé og jafnvel draga úr spillingu (spillingu sem sem dregur úr gæðum, kemur í veg fyrir samkeppni og hækkar vöruverð). Viltu eiga val? Í bígerð eru stöðluð flokkunarkerfi sem auðvelda neytendum að velja matvörur og fatnað út frá umhverfisáhrifum við framleiðslu þeirra. Þetta gæti verið sambærilegt kerfi og orkunýtingarflokkun raftækja sem við þekkjum svo vel. Viltu samanburðarhæfar upplýsingar? Mælingar og meðferð upplýsinga á sviði loftslagsmála verða að vera staðlaðar til að neytendur hafi raunhæfan möguleika á samanburði milli valkosta og til að vinna gegn grænþvotti. Viltu að tækin þín virki og séu örugg? Staðlaðar kröfur um virkni og öryggi neytendavara sem markaðssettar eru í Evrópu eru staðreynd í evrópsku regluverki sem tekið er upp hér, til að ekki sé verið að selja okkur hættulegt drasl. Alþjóðlegi staðladagurinn er í dag, 14. október. Til hamingju með að njóta staðlaðs öryggis, gæða og virkni. Jafnvel þó þú hafir ekki hugmynd um það. Höfundur er framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnsýsla Helga Sigrún Harðardóttir Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Flestir úr hópi almennings hafa litla vitneskju um og lítinn áhuga á stöðlum. Það er allt í lagi. Það er ekki endilega nauðsynlegt en mögulega áhugavert og jafnvel gagnlegt að vita, að staðlar tryggja öryggi okkar og auðvelda líf okkar á hverjum degi. Þeirra vegna er heimilið að mestu hættulaus griðastaður, þeirra vegna virka fjarskipti og stafræn kerfi og með þeim er öryggi og virkni raftækja, lækningatækja, persónuhlífa, leikfanga og annarra hluta tryggð. Þökk sé aðild að EES samningnum. Við vitum að staðlar virka ef við vitum ekki af þeim. Þá bara gengur allt smurt. Við vitum hins vegar mjög vel ef þeir virka ekki eða eru ekki til staðar. Eins og þegar okkur vantar millistykki á hleðslutæki í útlöndum. Viltu lægra verð og meiri gæði? Dæmi eru um að krafa sé gerð um notkun staðlaðra, og eftir atvikum vottaðra stjórnunarkerfa sem auka gagnsæi, bæta meðferð á opinberu fé og jafnvel draga úr spillingu (spillingu sem sem dregur úr gæðum, kemur í veg fyrir samkeppni og hækkar vöruverð). Viltu eiga val? Í bígerð eru stöðluð flokkunarkerfi sem auðvelda neytendum að velja matvörur og fatnað út frá umhverfisáhrifum við framleiðslu þeirra. Þetta gæti verið sambærilegt kerfi og orkunýtingarflokkun raftækja sem við þekkjum svo vel. Viltu samanburðarhæfar upplýsingar? Mælingar og meðferð upplýsinga á sviði loftslagsmála verða að vera staðlaðar til að neytendur hafi raunhæfan möguleika á samanburði milli valkosta og til að vinna gegn grænþvotti. Viltu að tækin þín virki og séu örugg? Staðlaðar kröfur um virkni og öryggi neytendavara sem markaðssettar eru í Evrópu eru staðreynd í evrópsku regluverki sem tekið er upp hér, til að ekki sé verið að selja okkur hættulegt drasl. Alþjóðlegi staðladagurinn er í dag, 14. október. Til hamingju með að njóta staðlaðs öryggis, gæða og virkni. Jafnvel þó þú hafir ekki hugmynd um það. Höfundur er framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands.
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun