Ívar Ásgrímsson: Mun bjartsýnni en fyrir viku Gunnar Gunnarsson skrifar 12. október 2023 22:47 Ívar Ásgrímsson er þjálfari Breiðabliks. Vísir/Bára Dröfn Ívar Ásgrímsson, þjálfari liðs Breiðabliks í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, lýsti ánægju með framfarir síns liðs í annarri umferð tímabilsins þótt liðið tapaði 80-73 fyrir Hetti á Egilsstöðum í kvöld. Í fyrstu umferðinni steinlá liðið gegn Haukum, 83-127 á heimavelli. „Ég var ánægður með framfarirnar í liðinu og baráttuna. Ég hefði viljað taka þennan leik í lokin. Mér fannst við vera með yfirhöndina í þriðja leikhluta og meginhluta fjórða en okkur vantaði herslumuninn í lokin. Kannski vorum við orðnir þreyttir í lokin. Það vantaði í liðið og stóri maðurinn okkar (Micheal Steadman) var orðinn þreyttur. Hann er ekki kominn í nógu gott form en ég var ánægður með hann og verð það ef hann sígur áfram svona upp. Við erum enn á undirbúningstímabilinu því við fengum leikmennina seint inn og lendum svo í meiðslum. Við breyttum töluverðu frá leiknum gegn Haukum sem var gríðarlega lélegur leikur. Kannski var ágætt að fá kjaftshögg strax í byrjun. Þetta var fyrsta skrefið og svo þurfum við að taka þau næstu. Ég er mun bjartsýnni en fyrir viku og held við getum farið að vinna leiki,“ sagði Ívar eftir leikinn. Yngri leikmennirnir kveiktu í varnarleiknum Höttur fór mun betur af stað og virtist vera með ágæt tök á leiknum um miðjan annan leikhluta. Eftir það datt botninn úr leik heimaliðsins. Hvorugt liðið hitti vel og þess vegna komust Blikar ekki yfir fyrr en liðið var á þriðja leikhluta. Gestirnir voru einu stigi yfir þegar fjórði leikhluti hófst og voru með frumkvæðið fyrstu mínúturnar en síðan snéru Hattarmenn taflinu við. „Sóknarleikurinn var ekki frábær í leiknum. Menn brenndu af opnum færum á báða bóga. Það lá fyrir að liðið sem myndi hitta í lokin ynni. Höttur setti nokkra stóra þrista í lokin og það kláraði leikinn.“ Ljósasti punkturinn í frekar döprum leik var innkoma yngri leikmanna Breiðabliks. „Höttur byrjaði mjög vel og hittu vel. Vörnin okkar var slök. Við vorum ekki nógu grimmir þannig að þeir fengu opin þriggja stiga skot hvað eftir annað. Vörnin lagaðist þegar ég skipti inn á. Ungu strákarnir settu kraft í varnarleikinn og eftir það var hann að mestu leyti mjög góður. Þetta eru strákar sem eru aldir upp við að geta unnið leiki og titla í yngri flokkum. Þeir eru mjög góðir en ungir og þurfa sinn tíma.“ Tvær vikur í Snorra Í lið Breiðabliks vantaði í kvöld þá Snorra Vignisson og Guillhermo Sánchez. „Við söknuðum Snorra mikið. Hann hefur verið góður á undirbúningstímabilinu. Hann reif vöðva í kálfa og kemur varla fyrr en eftir 2-3 vikur. Kiki var veikur. Okkur hefði vantaði hann til að geta skipt inn. Ég var ánægður með Hjalta (Stein Jóhannesson) sem kom inn í staðinn. Hann átti glimrandi leik.“ Everage Lee Richardson var stigahæstur á vellinum í kvöld, skoraði 22 stig fyrir Breiðablik. Hann fór úr lið á fingri um miðjan annan leikhluta, um það leyti sem staðan var verst fyrir Blika, en var kippt í liðinn af sjúkraþjálfara Hattar. „Við þökkum honum fyrir að bjarga okkur. Everage er jaxl, hann vildi halda strax áfram. Hann var mjög góður í seinni hálfleik. Það sýndi að við vorum farnir að opna sóknarleikinn fyrir hann. Sóknin var honum lokuð í síðasta leik. Við eigum Keith (Jordan) enn inni en hann er að gera fullt af góðum hlutum, spilar vörn og tekur fráköst en við þurfum að fá hann inn í sóknina.“ Subway-deild karla Breiðablik Höttur Tengdar fréttir Umfjöllun: Höttur - Breiðablik 80-73 | Hattarmenn búnir að vinna tvo í röð Höttur vann sinn annan leik í röð í úrvalsdeild karla í körfuknattleik þegar liðið hafði betur 80-73 gegn Breiðabliki á Egilsstöðum í kvöld. Leikurinn var ekki áferðafallegur en Höttur marði sigurinn fyrir rest. 12. október 2023 22:02 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjá meira
„Ég var ánægður með framfarirnar í liðinu og baráttuna. Ég hefði viljað taka þennan leik í lokin. Mér fannst við vera með yfirhöndina í þriðja leikhluta og meginhluta fjórða en okkur vantaði herslumuninn í lokin. Kannski vorum við orðnir þreyttir í lokin. Það vantaði í liðið og stóri maðurinn okkar (Micheal Steadman) var orðinn þreyttur. Hann er ekki kominn í nógu gott form en ég var ánægður með hann og verð það ef hann sígur áfram svona upp. Við erum enn á undirbúningstímabilinu því við fengum leikmennina seint inn og lendum svo í meiðslum. Við breyttum töluverðu frá leiknum gegn Haukum sem var gríðarlega lélegur leikur. Kannski var ágætt að fá kjaftshögg strax í byrjun. Þetta var fyrsta skrefið og svo þurfum við að taka þau næstu. Ég er mun bjartsýnni en fyrir viku og held við getum farið að vinna leiki,“ sagði Ívar eftir leikinn. Yngri leikmennirnir kveiktu í varnarleiknum Höttur fór mun betur af stað og virtist vera með ágæt tök á leiknum um miðjan annan leikhluta. Eftir það datt botninn úr leik heimaliðsins. Hvorugt liðið hitti vel og þess vegna komust Blikar ekki yfir fyrr en liðið var á þriðja leikhluta. Gestirnir voru einu stigi yfir þegar fjórði leikhluti hófst og voru með frumkvæðið fyrstu mínúturnar en síðan snéru Hattarmenn taflinu við. „Sóknarleikurinn var ekki frábær í leiknum. Menn brenndu af opnum færum á báða bóga. Það lá fyrir að liðið sem myndi hitta í lokin ynni. Höttur setti nokkra stóra þrista í lokin og það kláraði leikinn.“ Ljósasti punkturinn í frekar döprum leik var innkoma yngri leikmanna Breiðabliks. „Höttur byrjaði mjög vel og hittu vel. Vörnin okkar var slök. Við vorum ekki nógu grimmir þannig að þeir fengu opin þriggja stiga skot hvað eftir annað. Vörnin lagaðist þegar ég skipti inn á. Ungu strákarnir settu kraft í varnarleikinn og eftir það var hann að mestu leyti mjög góður. Þetta eru strákar sem eru aldir upp við að geta unnið leiki og titla í yngri flokkum. Þeir eru mjög góðir en ungir og þurfa sinn tíma.“ Tvær vikur í Snorra Í lið Breiðabliks vantaði í kvöld þá Snorra Vignisson og Guillhermo Sánchez. „Við söknuðum Snorra mikið. Hann hefur verið góður á undirbúningstímabilinu. Hann reif vöðva í kálfa og kemur varla fyrr en eftir 2-3 vikur. Kiki var veikur. Okkur hefði vantaði hann til að geta skipt inn. Ég var ánægður með Hjalta (Stein Jóhannesson) sem kom inn í staðinn. Hann átti glimrandi leik.“ Everage Lee Richardson var stigahæstur á vellinum í kvöld, skoraði 22 stig fyrir Breiðablik. Hann fór úr lið á fingri um miðjan annan leikhluta, um það leyti sem staðan var verst fyrir Blika, en var kippt í liðinn af sjúkraþjálfara Hattar. „Við þökkum honum fyrir að bjarga okkur. Everage er jaxl, hann vildi halda strax áfram. Hann var mjög góður í seinni hálfleik. Það sýndi að við vorum farnir að opna sóknarleikinn fyrir hann. Sóknin var honum lokuð í síðasta leik. Við eigum Keith (Jordan) enn inni en hann er að gera fullt af góðum hlutum, spilar vörn og tekur fráköst en við þurfum að fá hann inn í sóknina.“
Subway-deild karla Breiðablik Höttur Tengdar fréttir Umfjöllun: Höttur - Breiðablik 80-73 | Hattarmenn búnir að vinna tvo í röð Höttur vann sinn annan leik í röð í úrvalsdeild karla í körfuknattleik þegar liðið hafði betur 80-73 gegn Breiðabliki á Egilsstöðum í kvöld. Leikurinn var ekki áferðafallegur en Höttur marði sigurinn fyrir rest. 12. október 2023 22:02 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjá meira
Umfjöllun: Höttur - Breiðablik 80-73 | Hattarmenn búnir að vinna tvo í röð Höttur vann sinn annan leik í röð í úrvalsdeild karla í körfuknattleik þegar liðið hafði betur 80-73 gegn Breiðabliki á Egilsstöðum í kvöld. Leikurinn var ekki áferðafallegur en Höttur marði sigurinn fyrir rest. 12. október 2023 22:02