Skoðun

Undir fölsku flaggi

Hjörleifur Hallgríms skrifar

Oft ratast kjöftugum satt orð af munni hugsaði ég er ég las pistil eftir Ingu Sæland í Mbl. Í gær þriðjudag 10. okt. „Undir fölsku flaggi „ er yfirskriftin á pistlinum og byrjar svo þannig“ Aldraðir hafa lengi þurft að umbera stjórnmálamenn sem sigla undir fölsku flaggi“. Þarna tel ég, sem þekki til að Inga Sæland sé að lýsa sjálfri sér í stórum dráttum. Málið er að ég vann fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar hér á Akureyri mikið og eftirtektarvert starf sem skilaði mjög góðum árangri í verktöku fyrir Flokk fólksins og tók mig um einn mánuð og ætlaði ég af mínu rómaða lítillæti að taka kr. 300 þús. fyrir en það var einmitt sú upphæð sem skúrkurinn Bjarni fjármálaráðherra ætlar okkur gamlingjunum að lifa af. Nú standa málin þannig að þessi sama Inga Sæland sem svo mjög telur sig vinna og standa fyrir hag okkar aldraða fólksins neitar að greiða mér laun mín og ætlar þar með að stela þessum krónum af mér. KANNSKI VILJA KJÓSENDUR Í NÆSTU VÆNTANLEGUM KOSNINGUM VITA AF ÞESSUM VINNUBRÖGÐUM INGU SÆLAND.

Höfundur er ellilífeyrisþegi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Sjá meira


×